þriðjudagur, júní 20, 2006

Chile....

Jamms, spádómurinn rættist hjá spákonunni. 10.júlí leggja Nonni og María af stað í langferð norður í land. Þau verða í sumarbústað á Melgerðismelum og Nonni ætlar að taka þátt í golfmóti. Á meðan hann er að keppa fær skottan að vera hjá Völlu- takk elsku Valla mín. Kossar og knús til þín... --- Á meðan þau fara í langferðina sína fer ég í enn lengri ferð... alla leið til Chile. Ég fer af stað héðan að morgni 10.júlí og verð komin til Chile 11.júli. Áætluð heimkoma er svo seint á sunnudagskvöldi 23.júlí. Ég er að farast úr spenningi... Hlakka til að sjá þig Sunnefa mín :)

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ohh æði - þetta verður geggjað hjá ykkur skvísunum!
Við verðum einmitt á flakki um fallega landið okkar á meðan þið stöllurnar hafið það gott í Chile :) Förum og Komum einmitt heim á sama tíma hehehe. Ógisslega sniðugt ;)

Nafnlaus sagði...

Djöfull ertu lang lang flottust;);)
Alveg ógíssla gott með þig stelpa;);)

Nafnlaus sagði...

Ásdís, þú átt nú eftir að ferðast meira þetta árið, jólin verða góð og áramótin enn betri í sól og sumaryl.

Sumir koma þér á óvart en þangað til þá skemmtirðu þér vel í Chile, Sunnefa tekur örugglega vel á móti þér og þú færð að skvetta úr klaufunum.

Næsta ár verður ár ákvarðanna en ef ég les þig rétt þá er framtíðin þín og þinnar fjölskyldu, þú færð hjálp frá aðilum sem þú bjóst ekki við.

Sumarið 2007 er opin bók!!!!

Nafnlaus sagði...

Ásdís, þú átt nú eftir að ferðast meira þetta árið, jólin verða góð og áramótin enn betri í sól og sumaryl.

Sumir koma þér á óvart en þangað til þá skemmtirðu þér vel í Chile, Sunnefa tekur örugglega vel á móti þér og þú færð að skvetta úr klaufunum.

Næsta ár verður ár ákvarðanna en ef ég les þig rétt þá er framtíðin þín og þinnar fjölskyldu, þú færð hjálp frá aðilum sem þú bjóst ekki við.

Sumarið 2007 er opin bók!!!!

Nafnlaus sagði...

vó hvað þarf maður að borga fyrir svona góða spá??

Ásdís Ýr sagði...

@Erna: Besti tíminn til að ferðast :) lét bara drauminn rætast og hlakka alltof mikið til eiginlega :)

@Erla: Danke :) Maður verður víst að lifa lífinu í botn og gera allt sem maður getur á meðan maður hefur tækifæri til...

@Spámaðurinn: Spáin þín er alveg hreint ótrúleg :) Ég fékk það staðfest að Sunnefa ætlar að taka á móti mér og jafnvel slettum við "aðeins" úr klaufunum þarna.

Áramótin verða í sól og "sumaryl" á Tenerife svo að það er líka rétt... Næsta ár, jamms- tími ákvarðanna- nákvæmlega þá fer ég fyrst að taka ákvarðanir um ákveðin efni...

@Valla: Ef þú ert með Skype þá þarftu bara að borga niðurhalið í gengum netið en ef ekki þá getur spáin orðið smá dýr- þekki ekki alveg verðlag á símtali til Chile :)

Nafnlaus sagði...

Ég get nú ekki sagt að ég öfundi þig mikið ásdís mín!! uhmmm nei einmitt. nei svona í alvörunni þá áttu þetta frí svo innilega skilið. þetta var snilldarhugmynd hjá þér að skella þér út og verður pottþétt hrikalega gaman

Nafnlaus sagði...

ég tek undir öfundina hjá Kollu, vildi svo sannarlega að ég kæmist með þér! en við förum bara saman til sólarlanda seinna ;)
hvað ætli spákonan hafi að segja um það???

Ásdís Ýr sagði...

@Kolla: takk Kolla mín :)

@Guðrún: næst förum við saman Guðrún mín, hvað með Tenerife um áramótin- búin að ákveða eitthvað?

Nafnlaus sagði...

Very best site. Keep working. Will return in the near future.
»