sunnudagur, júlí 30, 2006

Home sweet home

Komin heim í kotið mitt, það er ekki laust við að maður sakni þjónustunnar í anddyrinu hennar Sunnefu þegar maður röltir inn á Vetrargarð með allar hendur fullar og reynir að opna bévítans hurðina. En ég held það sé samt betra að búa á Íslandi, alla vega sem einstæð móðir í námi heldur en í Chile :) --- Ég kom heim aðfararnótt mánudags eftir "smá" hrakfarir á leiðinni, en ég komst. Hrakfarirnar hófust reyndar strax á flugvellinum í Santiago. Þar var ég rukkuð um 580 dollara í yfirvigt- handfarangurinn minn var meira að segja of þungur? Ég fékk smá panikkast þar sem ég hafði gert mér grein fyrir því að þurfa að borga yfirvigt en ekki svona helv mikið. Ég fór að hringja heim.. og hringdi og hringdi. Síminn minn var aldrei þessu vant ömurlegur á flugvellinum og ég náði aldrei sambandi út úr landinu fyrr en Maja systir bjargvætturinn sjálfur svaraði loksins og litla systa á flugvellinum í Suður- Ameríku missti það... Málið reddaðist með því að ég borgaði 20 þús í yfirvigt þar. Ég hljóp í gengum flugvöllinn og kom móð í gateið mitt, stoppaði reyndar á leiðinni til að reykja og hringja í Maju og láta hana vita að þetta hefði reddast. --- Flugið til Madrid var æði, vélin var æði- það var alltaf val um tvennt í öllum máltíðum, ekkert plastdrasl heldur stálhnífapör og glerglös og að sjálfsögðu allt frítt um borð nema sterkt áfengi. Svo spillti ekki fyrir að ég hafði minn eigin skjá þar sem ég gat valið á milli fjölda bíómynda, sjónvarpsþátta og sjónvarpsstöðva. Ég sat því í makindum mínum í sætinu og mundaði fjarstýringuna langleiðina- svaf sama og ekkert :( á miðri leið fattaði ég svo að fjarstýringin var líka sími, bara svona rétt ef maður þyrfti að ná í einhvern. Símtalið kostaði reyndar 6$ mínútan... pínku dýrt símtal. --- Ég komst svo loks til London í bræluna, vá hvað ég fékk ógeð af hita þar. Borgaði smá yfirvigt þar, sami farangur vigtaðist reyndar talsvert léttari heldur en í Santiago en hvað með það?? 2 tíma seinkun var á fluginu heim, enginn vildi taka við pesoum og hvergi var hægt að skipta þeim, ég komst varla í skóna mína fyrir bjúg og ég var þreytt og sveitt- lítið sæt sem sagt. En María og Nonni komu og tóku á móti mér úti á velli þegar ég loksins lenti, litla snúllan mín sagði ekki orð. Knúsaði mig bara. Ég var svo ánægð að sjá hana, ég fékk alveg tár í augun. Síðasta vika hefur svo verið algjör mömmudekurvika, við erum mest búnar að vera 2 saman að dundast og sofa einstaklega mikið. Hún hefur svo mikla þörf fyrir athygli mína þessa dagana, enda ekkert skrítið, ég var náttla frekar lengi í burtu þannig séð. En Chile, æðislegur tími. Mér finnst ekkert smá skrítið að hugsa til þess að ég hafi farið til Suður- Ameríku og heimsótt Sunnefu. Á öllum ferðalögunum hennar hef ég oft látið mig dreyma um að fara til hennar en aldrei látið verða af því fyrr en ég fékk þessa flugu í hausinn út í garði hjá henni á Hávallagötunni, flugan sat föst þar til ég var búin að panta. Mig langar að fara aftur út en þá með Maríu með mér til að læra spænsku, þó svo að ég hafi bara verið í 11 daga hjá henni þá var ég farin að skilja fullt þó svo ég hafi nú ekki talað neitt þannig séð :) það talar eiginlega enginn ensku svo maður bara verður að reyna að skilja eitthvað. En María þarf að vera eldri finnst mér, kannski 10 ára eða eitthvað? Bara fluga í hausnum núna... Þjóðfélagið er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér, eftir því sem ég hugsa meira um það þá er stéttskiptingin þarna mjög áberandi. Þarna skiptir öllu máli að eiga pening, peningar eru nánast allt því án þeirra ertu ekki og getur ekki orðið neitt. Góð menntun er mjög dýr og ég held að flestir ef ekki allir fari í einkaskóla. Hverfin þarna eru mjög misjöfn, Sunnefa og Pulga búa bæði í mjög fínum hverfum, ríkum og öruggum hverfum. Allir eru samt með þvílíkar girðingar hjá sér, ég tók eftir því líka við sum húsin í Peterson, fátækrahverfi sem við fórum í. --- Mér fannst líka mjög merkilegt að margir horfa meira í það sem Pinochet gerði fyrir efnahaginn í landinum á valdatíma sínum heldur en morðin og pyntingarnar sem hann stóð fyrir. Fyrir hans tíð voru lífsgæðin í landinu önnur, reyndar kommúnismi held ég en þeir ríku efnuðust margir í hans valdatíð og hafa stefnu hans í efnahagsmálum margt að þakka. Ég er ekki mikil efnishyggjumanneskja og frjálshyggja í stjórnmálum er eitthvað sem ég skil ekki, ég held að við megum í raun þakka fyrir það að frjálshyggjan hefur ekki rutt sér meira til rúms hér á landi en hún hefur gert. Viljum við sjá fólk búa við ömurlegar aðstæður eins og ég sá þarna úti, ég held ekki. --- Mörgum þarna úti fannst mjög sérstakt að ég væri ein með Maríu og í námi, að auki fannst þeim mjög sérstakt að vita til allrar þeirra opinberu aðstoðar sem ég fæ sem við Íslendingar viljum oft kvarta og kveina yfir, ég fæ náttla námslán, barnabætur og húsaleigubætur frá opinbera kerfinu- án þessa gæti ég aldrei verið í skóla. Samt gaman að vita að maður er einhvers staðar sérstakur :) hér á landi þykir ekki mikið mál að vera einn með barn og í námi. --- Samskipti á milli fólks eru líka allt öðruvísi en hér, að sofa hjá er ekki leyft á flestum heimilum. Par sem vill sofa saman en er ekki gift þarf að redda sér stað til þess, margir kjósa að fara á sérstök mótel jafnvel. Þú ferð ekkert heim með kærastann og leyfir honum að kúra hjá þér! --- Ég lenti í ýmsum ævintýrum þarna, rafmagn virtist til dæmis ekki þola nærveru mína :) ég var rænd án þess þó að ég tæki eftir því, ég fór í tequila keppni upp á gamla mátann (16 again), móðgaði fólk (mann) þegar ég helt að ég væri að vera kurteis og hitti fullt af skemmtilegu og yndislegu fólki. Fjölskyldan hans Pulga virtist vera sérstaklega indæl, þau buðu mig velkomin til sín og voru bara rosalega næs. Vinkona Sunnefu, Natsha skutlaðist með okkur fram og til baka í verslunarferðir og bara allir hinir- voða næs. Einum vini Pulga fannst meira að segja góð lykt að mér :) Þefaði ekki af honum svo ég veit ekki hvernig lykt var af honum... ekki alveg mín týpa :) --- Ef einhver hefur nennt að lesa þetta allt saman þá er ég búin að skella inn nokkrum MYNDUM, ef sá hinn sami hann að snúa myndum sem hafa verið settar inn á fotki má hann endilega láta mig vita....

miðvikudagur, júlí 19, 2006

...

Jamms ég er enn í Chile og lífið er ljúft nema hvað ég sakna Maríu einstaklega mikið núna. Ég var að lesa á netinu hjá Bryndísi Evu, veik lítil skvísa á Landspítalanum. Fær mann til að hugsa mikið heim, langar að knúsa skvísuna mína núna. Ég er búin að kaupa ógeðslega mikið handa henni, stundum held ég að ég sé að kaupa mér samvisku :) Hún verður alla vega skvísa í skólanum í vetur með prinessuskólatösku í öllu bleiku- flest öll fötin sem ég er búin að kaupa eru bleik enda vill hún helst bara ganga í bleiku eins og Fíasól. Ég var þvílíkt heppin áðan, fór í mollið með Sunnefu og kíkti í Oshkosh búðina- 2 fyrir 1 af öllu þar. Gallaði skvísuna ansi vel upp fyrir skít og kanil. --- Annars byrjaði ég daginn í dag á því að rölta út í búð, skötuhjúin voru enn sofandi þegar ég vaknaði og veðrið geðveikt. Okkur vantaði ýmislegt úr búðinni svo ég skellti hárinu í teygju, henti mér í íþróttagalla sem ég sjoppaði í gær á 1000 kall og rölti galvösk af stað. Ég var ógeðslega úldin og smá þunn.... við kíktum í partý og grillveislu í gærkvöldi og el vikinga lenti í tequila keppni... alla vega aftur að búðinni, ég komst á leiðarenda og skellti hinu og þessu í körfu og kom svo að kassanum. Kassadaman sagði eitthvað á spænsku við mig og ég svaraði bara NO án þess að vita hvað hún væri að segja, ég hef bara tekið eftir því að Sunnefa segir alltaf nei :) svo fór ég að spá í því hvort hún væri að spyrja mig um pokana eða eitthvað en Sunnefa er nokkuð viss um að hún hefði verið að spyrja mig um afsláttarkort í búðinni... neibb, ekkert svoleiðis. Þegar ég kom til baka var veðrið enn geðveikt og Sunnefa og Pulga að vakna, ég skellti mér því upp á þak í sólbað. Jamms það er hávetur og sólin skín. Ég sat þar í dágóðan tíma en kom svo niður á fínum tíma í hádegismat hjá Pulga, gúmmelaði á pönnu ofan á brauð- ógeðslega gott. Eftir matinn fórum við öll upp, sólin steikti mann gjörsamlega. Við fengum okkur svo kvöldmat á Sushi stað sem Sunnefa heldur mikið upp á, fínn matur. --- Síðustu dagar hafa einkennst af miklum mat, áfengi og búðum. Við fórum á djammið á laugardaginn, enduðum á risadiskóteki þar sem við dönsuðum og spjölluðum. Vá hvað ég kann ekki að dansa hérna, ímyndið ykkur 1000 Homero á dansgólfinu :) Ótrúlega spes afgreiðslan á barnum, fyrst þarf maður að fara til gjaldkera og panta það sem maður vill fá og fer svo með miða á barinn. Engum treyst fyrir peningum hérna, þetta er líka oft svona í búðum. Maður borgar og fær svo vöruna afhenta með því að sýna kvittunina fyrir því að hafa greitt. Á sunnudaginn fórum við í grill til frænda hans Pulga sem býr mjög ofarlega í borginni, maður keyrir upp í móti nánast alla leið til hans. Mjög flott allt saman og maturinn æði. Fyrst fengum við pylsur, svo kjúkling og svo nautakjöt. Kjötið hérna er ekkert smá gott, þeir salta bara kjötið... sennilega erum við að skemma bragðið af kjötinu heima með öllum þessu kryddum. Í gær var svo önnur grillveisla hjá vinum hans Pulga hérna rétt hjá sem já endaði í tequila keppni... --- Í gærdag fórum við Sunnefa í Patronato sem er eiginlega Arabahverfi en það búa engir Arabar þar, arabískir veitingastaðir og fullt af búðum og mörkuðum á götunum. Við tókum metróið þangað, ég þurfti að fela skartgripina mína þarna því það er víst mjög mikið um að fólk sé rænt þarna. Í þessu hverfi er fólkið ekki eins ríkt og hérna sem Sunnefa býr, metroið er meira að segja lélegra þar- gamlar lestar og sjúskaðar. En gaman að versla þarna, fullt af svona heildsölubúðum þar sem búðirnar hérna versla og selja svo hér. Keypti alveg slatta og var orðin svolítið stressuð þegar við vorum á leiðinni heim í myrkrinu... var nánast orðin alveg viss um að við yrðum rændar. --- Núna erum við öll þvílíkt löt, ég ligg í rúminu hennar Sunnefu með hitadýnuna í gangi og blogga. Sunnefa liggur í sófanum og les bókina um Thelmu, ég held að hún sé komin langt með hana og Pulga horfir á imbann. Þvílík leti í okkur. Við Sunnefa erum að fara á morgun með vinkonu hennar í Kínamoll sem er víst algjör draumur, mjög líkt Patronato en samt ódýrara. Ég er búin að pakka niður því sem ég hef keypt fyrir aðra en sjálfa mig í tvær töskur, mest megnis fyrir Maríu. Þá á ég bara eina tösku eftir til að koma öllu hinu niður, en það fyndna er þótt ég sé búin að kaupa og kaupa þá er ég ekki búin að eyða miklum pening. Til dæmis þá kostaði það sem ég keypti í Oshkosh búðinni 7 þús kall- 3 buxur, 5 peysur, eitt vesti og 2 pils, samt voru þau föt frekar dýr þannig séð..... --- Ég lendi á klakanum á sunndagskvöldið, hlakka óendanlega til að knúsa skvísuna mína og kúra hjá henni. Lesa fyrir hana og spila samstæðuspilin hennar og bara halda í litlu hendina hennar á meðan hún sofnar. Hún er svo mikið yndi þessi elska. Samt ekki misskilja mig, það er alveg æði hérna og mig langar pottþétt að koma aftur en þá með Maríu með mér. Jafnvel koma og læra spænsku, tekur ekki langan tíma hérna þar sem ansi fáir tala ensku- eiginlega enginn svo maður verður að reyna að babbla á spænsku. Ég er búin að læra smá og skil orðið svolítíð, alla vega getum við Pulga spjallað smá saman þó hann kunni ekki ensku :) --- Jæja, hætta þessu blaðri kona! Ég ætla að halda áfram í letinni og liggja á netinu.

laugardagur, júlí 15, 2006

Chile Chile Chile

Chile er æði! Það var rétt hjá Sunnefu í síðasta pósti að Iberia fór í verkfall- ég flaug með Iberia frá Madrid og hingað. Ég fattaði það nú ekkert strax að það væri verkfall í gangi en í London var búið að canela mörg flug með Iberia, ég hélt að það væri bara af því farþegarnir væru fáir eða eitthvað. Mitt flug var enn á sínum stað svo ég hafði ekki áhyggjur af því. Í Madrid var svo klukkutímaseinkun þar sem verkfallsaðgerðir voru í gangi- þá fattaði litli græni Íslendingurinn að það væri verkfall hjá Iberia. Bílum var lagt fyrir vélina svo hún komst ekki út á braut. En loksins fórum við í loftið, ég vopnuð bókum, nammi og níkótíntyggjói. Til að gera langa sögu stuttu las ég ekki staf í þessu flugi, borðaði ekkert nammi og snerti ekki nikótíntyggjóið. Flugið var draumur- ég svaf alla leiðina á milli þess sem borin var fram matur, 14 tímar liðu eins og 2. --- Sunnefa tók á móti mér á flugvellinum á lánsbíl sem er orðinn eitthvað tæpur á geyminum, alla vega var hann rafmagnslaus þegar við komum út en við dóum ekki ráðalausar, við ýttum kagganum í gang. Fyrst fór alarmið reyndar í gang því fjarstýringin virkaði ekki en Sunnefa náði að slökkva á því- við vorum glæsilegar þarna. Þegar við keyrðum inn í borgina keyrðum við meðfarm fátækrahverfum, jesus segi ég nú bara. Ég finn ótrúlega til með fólkinu þarna. En Andes fjöllin fengu meiri athygli hjá mér í þetta sinn, þau gnæfa hérna yfir með snjó í toppunum- ekkert smá fallegt. --- Við erum búnar að versla heil ósköp, fyrir skid og ingenting án gríns. Föt kosta hérna svona 10-20% af því sem þau kosta heima. Ég er búin að versla á mig, Maríu, Önnu Maju og Ottó alveg slatta. Við eigum eftir að fara á tvo staði til að versla, eitthvað Kínamoll og í Arabahverfið. Þar er víst mikið ódýrara en hérna nálægt, ég spyr er það hægt? Í fyrradag fórum við í miðbæinn að skoða ráðhúsið og byggingarnar þar, rosalega flott allt saman, Ég tók upp á videó þegar hermennirnir eru að skipta um varðstöður við ráðhúsið, smá skerí en samt flott. Í gær fórum við með Pulga að keyra ömmu hans til Vina del Mar sem er við ströndina. Amma hans Pulga býr í húsi upp í hlíð en megnið af bænum er byggt í klettum, útsýnið frá ömmu hans var ótrúlegt. Við keyrðum svo aðeins um bæinn áður en við fórum heim, þetta er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn hérna og fyndið að sjá hvað það er mikil Spánarstemmning. Frá Vina del Mar keyrðu við til Valparaísó sem eins gjörsamlega andstaðan við Vina del Mar. Greinilega mikil fátækt og allt eitthvað subbó en samt spennandi að skoða. Valparaísó er meira eins og ég hafði ímyndað mér að Chile væri, langt frá því. --- Sunnefa býr í frábæru húsi á frábærum stað, maður horfir á metroið og Andesfjöllinn út um stofugluggann hjá henni og hún er með andyri og dyraverði og allt saman. Frekar flott- bara svona eins og á hóteli. Dagurinn í dag er óplanaður en það verður án efa eitthvað skemmtilegt, við erum búnar að eiga frábæran tíma hérna saman. Spjalla um allt og ekkert, sötra rauðvín og kók og njóta lífssins.. --- Ég get samt ekki neitað því að ég sakna Maríu mjög mikið, ég er búin að tala aðeins við hana í símann og í gærkvöldi var eiginlega fyrsta skiptið sem hún vildi tala við mig :) Hún er aðeins að láta mömmu sína finna fyrir þessu, mig hlakkar rosalega til að koma heim og sýna henni allt sem ég er búin að kaupa fyrir hana og bara knúsa hana. Annars bara njótið lífsins!

mánudagur, júlí 10, 2006

A leidinni til Chile

Tha er eg logd af stad til Sunnefu, eg for af stad fra Keflavik kl. 7.40 i morgun og er nuna a Heathrow ad bida eftir naest vel.. 2 klst i tha. Eg held ad eg se buin ad skoda allt sem haegt er ad skoda her a flugvellinum og borda versta hamborgara sem eg hef smakkad- eg skar kjotid a honum i tvennt thvi thad var svo vidbjodslega thykkt- abyggilega 10 cm eda eitthvad. --- Ferdin hingad gekk nu samt alveg agaetlega, flugid var mjog fint ef vid hundsum 20 minuturnar sem velin hringsoladi her yfir. Ferlega faranlegt eitthvad, hun var alltaf ad laekka og haekka flugid til skiptis. En eg paeldi litid i thvi en folkid i kringum mig hefur sennilega paelt eitthvad i mer.. eg gret heil oskop a leidinni milli thess sem eg reyndi ad lesa eda sofa. Thad var svo erfitt ad kvedja Mariu i morgun, vid forum badar ad grata :( Eg var meira ad segja mikid ad spa i ad fara ut ur velinni adur en hun for i loftid heim.. gerdi thad nu ekki. Eg hlakka alveg ostjornlega til ad koma heim til hennar eftir taepar tvaer vikur. Hun er litla lifid mitt. --- Jaeja best ad haetta thessu voli- eg aetla ad kikja a barnaland.is og mailid mitt til ad drepa timann.

laugardagur, júlí 01, 2006

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld....

Mér finnst eins og það hafi verið í fyrradag sem ég pantaði miðann til Sunnefu... ekki alveg! þetta er bara að skella á eftir 9 daga. Einn daginn er ég að farast úr spenningi og hinn daginn er ég að farast úr samviskubiti yfir því að fara til útlanda án Maríu. Ég veit að henni á eftir að líða vel á meðan, hún fær að fara með pabba sínum í ferðalag og heimsækja uppáhaldsvinkonuna sína á Akureyri.
---
Ég veit að ég er búin að segja við alla að ég ætli ekki að versla mikið þarna né eyða miklum pening, ég er samt búin að finna Diesel búð og Puma búð sem ég ætla að plata Sunnefu með mér í. Svo er kjólabúð sem hún vill endilega fara með mig í.. segi ekki nei við kjól á örfáa hundraðkalla. Litli græni Íslendingurinn er líka búin að vera að undirbúa sig fyrir ferðlagið, sumt sársaukafullt en annar undirbúiningur fólst í símtölum við Tryggingastofnum og Ræðismann Chile... Ég fékk nokkrar sprautur og er enn að farast í öðrum upphaldleggnum en ég ætti að vera seif næstu árin gangvart barnaveiki, mænusótt, stífkrampa, lifrarbólgu A og taugaveiki. Ég er komin með pappíra frá íslenska ríkinu að ég sé tryggð hér og þurfi ekki að greiða lækniskostnað ef eitthvað kemur fyrir mig í útlandinu og já ég þarf ekki visa ef ég kem heim innan 3ja mánaða og verð sem ferðamaður í Chile.. Búin að tékka á þessu :)
---
Sunnefa spurði mig um daginn hvað mig langaði að gera fyrir utan að vera með henni og súpa gott áfengi og hafa það næs.. jú jú litli græni Íslendingurinn ljóstraði upp gömlum draumi, hann langar að fara í dýragarð þar sem hægt er að ganga í gengum vatnstank með fiskum í... mig langar það :) En svo væri ég líka alveg til í að skoða borgina, fara kannski smá túristahring eða eitthvað. Bara eitthvað skemmtó. Alla vega er ég viss um að þessi ferð verður ógleymanleg sama hvað ég geri með henni Sunnefu minni.
---
Nú verð ég víst að halda áfram að vinna, nóg að gera þessa dagana. Reyndar kemur fríið sér ágætlega, er orðinn svolítið þreytt á þessari keyrslu svo það verður gott að fá smá frí. En þangað til, njótið lífsins og hafið það gott :)