laugardagur, júlí 01, 2006

Tíminn líður hratt á gervihnattaöld....

Mér finnst eins og það hafi verið í fyrradag sem ég pantaði miðann til Sunnefu... ekki alveg! þetta er bara að skella á eftir 9 daga. Einn daginn er ég að farast úr spenningi og hinn daginn er ég að farast úr samviskubiti yfir því að fara til útlanda án Maríu. Ég veit að henni á eftir að líða vel á meðan, hún fær að fara með pabba sínum í ferðalag og heimsækja uppáhaldsvinkonuna sína á Akureyri.
---
Ég veit að ég er búin að segja við alla að ég ætli ekki að versla mikið þarna né eyða miklum pening, ég er samt búin að finna Diesel búð og Puma búð sem ég ætla að plata Sunnefu með mér í. Svo er kjólabúð sem hún vill endilega fara með mig í.. segi ekki nei við kjól á örfáa hundraðkalla. Litli græni Íslendingurinn er líka búin að vera að undirbúa sig fyrir ferðlagið, sumt sársaukafullt en annar undirbúiningur fólst í símtölum við Tryggingastofnum og Ræðismann Chile... Ég fékk nokkrar sprautur og er enn að farast í öðrum upphaldleggnum en ég ætti að vera seif næstu árin gangvart barnaveiki, mænusótt, stífkrampa, lifrarbólgu A og taugaveiki. Ég er komin með pappíra frá íslenska ríkinu að ég sé tryggð hér og þurfi ekki að greiða lækniskostnað ef eitthvað kemur fyrir mig í útlandinu og já ég þarf ekki visa ef ég kem heim innan 3ja mánaða og verð sem ferðamaður í Chile.. Búin að tékka á þessu :)
---
Sunnefa spurði mig um daginn hvað mig langaði að gera fyrir utan að vera með henni og súpa gott áfengi og hafa það næs.. jú jú litli græni Íslendingurinn ljóstraði upp gömlum draumi, hann langar að fara í dýragarð þar sem hægt er að ganga í gengum vatnstank með fiskum í... mig langar það :) En svo væri ég líka alveg til í að skoða borgina, fara kannski smá túristahring eða eitthvað. Bara eitthvað skemmtó. Alla vega er ég viss um að þessi ferð verður ógleymanleg sama hvað ég geri með henni Sunnefu minni.
---
Nú verð ég víst að halda áfram að vinna, nóg að gera þessa dagana. Reyndar kemur fríið sér ágætlega, er orðinn svolítið þreytt á þessari keyrslu svo það verður gott að fá smá frí. En þangað til, njótið lífsins og hafið það gott :)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

vika beibí, bara vika!!!!! Hlakka svoooo til að fá þig og sjá þig!!!! Ég veit hvar Diesel búðin er og Puma búðin er rétt hjá mér.. Það ætti að vera létt að finna Hello Kitty og barnafötin hérna eru geðveik.. Á eftir að athuga með dýragarðinn..hehe.. Það er búið að vera aljört sólbaðsveður hérna síðustu daga, 25 stiga hiti og yndislegt alveg.. vonum að góða veðrið haldist :)

Er að vinna í því að redda okkur bíl en ef það tekst ekki þá bý ég við hliðina á metróinu.. Ég kem allavega að sækja þig á bíl!!

Reynum að tala saman á skype fljótlega og mamma bað um ef að þú gætir haft samband við hana í vikunni eða bara áður en þú ferð.

love u honnýbonný og kysstu alla á klakanum frá mér...

Nafnlaus sagði...

Frábært! Hlakka ekkert smá til að sjá þig á flugvellinum :) Ég hringi í mömmu þina í kvöld og tékka á henni.

Lov u to... og ég smelli kossi á liðið :)

Nafnlaus sagði...

Ég myndi passa mig á latino strákunum :) Ég spái því að þú komir með einn svoleiðis heim eftir ferðalagið og mun hann bera heitið Gonzales Omar Fernando

Ásdís Ýr sagði...

Hefurðu reynslu af þeim Helgi minn? Það hjómar nú ekkert illa Ásdís Ýr Fernando :)

Segi svona- ég ætla ein heim á klakann, nema Sunnefa vilji koma með mér heim :)

Nafnlaus sagði...

Very pretty design! Keep up the good work. Thanks.
»

Nafnlaus sagði...

Super color scheme, I like it! Good job. Go on.
»

Nafnlaus sagði...

I say briefly: Best! Useful information. Good job guys.
»