mánudagur, september 04, 2006
Hvar er draumurinn????
Ég mætti í vinnuna sönglandi Sálarlög- helgin var æði! Við Hildur fórum út að borða á Hereford á laugardaginn til að halda upp á afmælið hennar á föstudaginn og svo mitt síðasta vor :) Við fengum okkur þríréttaðan veislumat- jeminn hvað kjötið var gott. Sæmi Helgupabbi var þarna líka, ég sá hann en þóttist ekki sjá hann því ég var ekki viss um hvort hann þekkti mig... hef sko ekki hitt manninn í 4 ár held ég. Svo fæ ég sms frá Helgunni- kallinn hafði þekkt mig. Ég stökk þá til og heilsaði upp á kappann, hann var hress að vanda.
---
Við Hildur sátum svo að sumbli á barnum á Hereford og veltum fyrir okkur framhaldi kvöldsins... við tókum ákvörðun um að fara á Sálina í Hlégarði. Við fórum með stelpunum í partý til Davíðs Jóns og djúsuðum aðeins meira þar fyrir ballið. En ballið var æði- mikið sungið, mikið dansað og mikið talað. Bara gaman.
---
Gærdagurinn var svolítið erfiður... eiginleg rosalega erfiður. Ég var að farast úr þvinnku en það reddaðist eins og allt :*)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hóhóhó... gaman að sjá nýja færslu hérna!
En já fyndið með laugardagskvöldið. Pabbi var ekki alveg 100% viss um að þetta væri þú og bað mig að athuga hvort þú værir þarna! Kunni ekki við að heilsa uppá ranga manneskju :) híhí... Gaman að þessu!
En gaman að heyra hvað þú skemmtir þér vel! Sálarböllinn klikka aldrei... :)
Ég var alveg eins og kleina :) en kallinn var svaka hress- sagðist greinilega ekki vera eins ruglaður og hann hélt :)
hæ hæ skvísa!!
Mér var hugsað til þín þar sem ég sit núna og er að "lita, klippa og líma" aðferðafræði verkefnið mitt.....svínvirkar svona bara:-) Ákvað að "droppa" við og sja hvort eitthvað nýtt í fréttum. Þorði svo bara ekki annað en kvitta:-)
Skrifa ummæli