fimmtudagur, október 19, 2006

Alltaf stuð í Vesturbænum!

Það er svo mikið um djúpar pælingar á blogghringnum mínum að maður getur ekki annað en farið að velta öllu fyrir sér fram og til baka- hentar vel þegar maður getur ekki sofið :) --- Að væla yfir eigin lífi er svo auðvelt þangað til maður áttar sig á því að maður hefur það nú bara asskoti gott miðað við svo marga aðra. Ég er búin að hanga alltof mikið á barnaland.is í kvöld og þar var verið að auglýsa eftir uppskriftum af máltíðum fyrir 100-300 krónur- vona að ég þurfi aldrei að pæla í því að eyða ekki meira en 300 kalli í kvöldmatinn fyrir okkur Maríu. Hvað er að þessu landi þegar fólk þarf að borða fyrir þennan pening, hvernig er næringargildið í þessum mat? --- Svo las ég á bloggi einnar skvísu um að gera upp fortíðina. Öll eigum við einhverja drauga úr den misstóra auðvitað en það virðist oft vera þannig að þeir sem eiga minnstu draugana kvarta hvað mest. Stóru draugarnir eru afgreiddir án þess að kvarta mikið. Fortíðin er það sem mótar nútíðina, án fortíðarinnar værum við ekki þau sem við erum. Fortíðin er liðin og framtíðin bíður, maður verður að leyfa sér að njóta lífsins því einn daginn er það ekki lengur í boði. --- Svo er líka alltaf veikindi barna sem fá á mig, maður kvartar yfir smá flensuskít sem stendur yfir í nokkra daga. Litla frænka mín veiktist um daginn, mér fannst það ekkert smá erfitt að vita ekki hvað væri að. Hugurinn fór að flug og flugið var ekki gott. Þetta voru nokkrir dagar, hvernig fara foreldrar að þegar börnin þeirra liggja mikið veik mánuðum saman, jafnvel árum, hvernig er þetta hægt og halda geðheilsunni á sínum stað. Lífið er flókið

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æi já þetta er svo satt! Mér fannst miðkaflinn þinn mjög góður.

En út í annað! Er ekki kominn djammfiðringur í þig góða? Ég er eins og ég hafi ekki farið á djammið í mörg mörg ár. Hlakka svo til. En það hefði nú verið gott að eiga íbúð á suðurnesjunum núna;)

Nafnlaus sagði...

Já spáum aðeins í kvöldmáltíð fyrir 100-300 krónur eða kannski líka tímann sem þessi manneskja eyðir á netinu á stað þess að vinna aukavinnu (sem er nóg af) og geta borðað almennilega!!!
En maður á líka ekki að trúa öllu sem er á barnaland.is

Fortíðin er LIÐIN.
Maður breytir ekki því sem gerðist í gær og veit ekki hvað gerist á morgun þannig að það er best að lifa í dag (".)

Nafnlaus sagði...

Hver getur ekki komið fram undir nafni? Kannski draugur fortíðar?? maður spyr sig :)

Annars er ég alveg sammála því að það væri hægt að vinna í stað þess að hanga á barnaland.is en flestar þar eiga reyndar börn og því ekkert sérstaklega auðvelt að hlaupa í aukavinnu.