miðvikudagur, október 11, 2006
Markaðsfræði
Ég hef oft velt því fyrir mér hvernig skilgreina eigi ýmsa þætti sem koma að markaðsfræði, sérstaklega þar sem skrifborðið mitt í vinnunni er alveg við viðskipta- og hagfræðideild. Núna þarf ég ekki lengur að spá, fékk fínar útskýringar á maili áðan...
Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir: "Ég er frábær rúminu!"
- Bein markaðsetning
Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir: "Hún er frábær í rúminu!"
- Auglýsing
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð símanúmerið hans og hringir í hann daginn eftir og segir: "Hæ, ég er frábær í rúminu!"
- Símamarkaðsetning.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín,labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann, "Fyrirgefðu, má ég?" Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir: "Ó! á meðan ég man, ég er frábær í rúminu."
- Almannatengsl.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir: "Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu."
- Þekkt vörumerki.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni.
- Söluorðspor.
Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig.
- Tækniaðstoð.
Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun: "Ég er frábær í rúminu!"
- Ruslpóstur.
Loksins er markaðsfræði komin á mannamál...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Hahahaha SNILLD!!!
Hvers konar markaðssetningu stundar þú annars?
Ég er svolítið á báðum áttum með þetta. Hvað finnst þér?
* Bein markaðsetning gæti fælt frá eða kannski gert þá heita.
* Auglýsingin er að ég held óþörf, orðsporið er eilíft er þaggi?
* Símamarkaðsetning, hef reynt hana en ég veit ekki alveg hvort hún virkar???
* Almannatengsl virka eitthvað svo slísí
* Ég er náttla þekkt vörumerki!
* Tækniaðstoð- er illa við að nýta hana :) en í gamle dagene þótti það nú eðilegur hlutur, en þá var það svona meira óumbeðin aðstoð frá vinkonum....
Hvað á ég að gera?
Ég held að þú sért mjög vel þekkt vörumerki!
hahaha :)
hahah snilld :)
hahahahaha góður:)
Magga
Skrifa ummæli