Ég var að koma af húsfundi og átti mín golden moments þar :)
---
Mætingin var nú ansi dræm en það þýðir bara meiri peningur í hússjóðin, jíbbíkóla! En með mín golden moments, þau voru nú ekki eins slæm og þegar ég benti á í tíma eitt sinn að Norðmenn kunni ekki að nota smokka eða þegar löggan var alltaf að hirða okkur. Mig langar að gefa ykkur smá dæmi
---
Nú er verið að skipta um brunakerfi í húsinu og gamla sívælandi kerfið er ótengt. Rafvirkjar hafa verið á ferð um allt hér og sett old-fashion reykskynjara í íbúðir sem eiga að gæta okkar þar til nýja brunakerfið verður til. Einn nágranni minn hafði áhyggjur af því að reykskynjarnir væru ekki nógu næmir því henni brást eitthvað bogalistin við matseldina einn daginn og fyllti íbúðina og ganginn fyrir framan af reyk, ekkert hljóð kom þó frá græjunni sem fagurlega er smellt í loftið hjá henni. Ég benti henni á að fara upp á forstofuskápinn og teygja sig í skynjarann og ýta á litla glæra takkann, ef hann pípti við þá þá ætti hann að vera í lagi samkvæmt minni bestu vitund. Enginn skildi mig, og ég endurtók í sífellu að hún þyrfti að fara upp á skápinn til að ná í skynjarann. Miklar pælingar fóru í gang um það af hverju hún þyrfti að fara upp á skápinn og þá hvernig.... Þá kviknaði ljós í kollinum á minni, hún býr á annarri hæð en ég á þriðju. Hún kemst ekkert upp á skápinn... Lofthæðin hjá mér er sennilega 2-3 metrum meiri við forstofuskápinn hjá mér heldur en henni. Nágrannar mínir hlógu mikið að mér.
---
Spurningakeppnin. Fyrir tveimur árum "vann" ég ásamt tveimur nágrönnum mínum. Svo skemmtilega vildi til að einn nágranninn er með afburðagreind og ég hermdi allt eftir honum. Við þrjú deildum verðlaununum. Sá afburðagreindi vissi vel að tvær hermdum allt eftir honum. Í fyrra hermdi ég eftir sama gáfumenni og vann aftur sömu verðlaun og árið á undan, ég var samt ekki í fyrsta sæti. Nú tók ég þátt í þriðja sinn og það algjörlega ein og óstudd, hjá mér var enginn afburðagreindur sem vildi leyfa mér að sjá réttu svörin. Mér tókst að fá 3,5 stig af 20 mögulegum. Gott að fá svona pepp í lok annar. Ég svaraði svo vitlaust að þær sem fóru yfir svörin áttu í mesta basli með að finna út hvaða spurningum ég var að svara... ég meina, til hvers eru svona spurningakeppnir ef það er verið að spyrja út í hluti eins og fótbolta, myndlist, dýr og Eurovision í gamla daga.
---
En Sunnefa kíkti út á lífið áðan... spurning hvert hún hafi eiginlega farið? Stemmarinn er í það minnsta annsi heitur frá Pósthússtræti og upp að Vitastíg. Frumefnin vatn og eldur eru mikið inn í dag!