miðvikudagur, apríl 25, 2007

Gömlu góðu...

Ég fann þrjár gamlar filmur í geymslunni hjá mér þegar ég tók hana í gegn um daginn. Dóttirn stóð alveg á gati þegar ég reyndi að útskýra fyrir henni gamla mátann við að taka myndir, hún skildi ekki hvernig þetta virkaði :) en ég fór með þessar filmur í framköllun um daginn og sótti þær í dag. Flestar myndanna eru frá því ég fór til Flórída yfir áramótin 1999-2000. En nokkrar eru úr boði heima hjá ömmu, sennilegast frá því Dóra frænka útskrifaðist úr geislafræðinni. Þessi hér er tekin á Flórída rétt fyrir áramótin í miðborg Jacksonville

Valla Fuller, ég og Þórdís Lísa. Mér fannst ég svo feit á þessum tíma.

Ég gekk yfir þessa brú!!! Ég dó næstum því úr hræðslu á leiðinni. Úrslitaleik SuperBowl var nýlokið og vonlaust að fá far með báti yfir ána að bílastæðinu.

Ég á brúnni... ég var svo hrædd að ég gat ekki lagað hárið á mér. Valva og Lísa eru að spjalla saman og mér sýnist þetta vera Tom Fuller í baksýn

Ástfangna parið, mér fannst þau svo fullorðin þarna. Maja rétt að verða 24 ára og Beggi 28 ára. Þau eru samt ennþá jafn yndisleg!

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Er eðlilegt...

... að mæðgur (5 ára og 25 ára) eigi um 30 pör af skóm???

Við mæðgur skelltum okkur í IKEA í dag og versluðum skógrind og hengi fyrir skó í forstofuskápinn. Það var víst löngu kominn tími á að endurraða eða bara raða skónum í þessum blessaða skáp. Ég keypti tvö hengi og eina grind... og allt er fullt. Þetta munu allt vera skór sem þörf er á að eiga og sem eru í "notkun". Reyndar eru tvenn stígvél þarna sem þurfa að heimsækja skósmið til að fá nýjan hæl. Svo er eitt par sem ég hef lengi spáð í að senda líka til skósmiðs til að lækka. Gullskórnir síðan á Date-ballinu í 9.bekk eru þarna líka, það er aldrei að vita nema það verði gullþema þegar Hildur verður þrítug! Svo eru nokkur pör af svörtum plain háhæla skóm, mig sem vantar alltaf skó til að vera í við pils. Kannski ætti ég að prufa annan lit. Svo eru líka fjögur pör af inniskóm í skápnum, en ég sakna samt skónna sem ég skildi eftir í Chile. Hræðilega ljótir en viðbjóðslega þægilegir.

En aftur að IKEA, ég keypti líka rúllugluggatjöld í herbergið mitt. Teppin sem hafa skylt nágrönnum mínum frá svefnbrölti mínu eru komin í þvottavélina og munu sennilega nýtast í sófaleti í framtíðinni. Svona í ljósi þess að eftir 2 vikur er ár síðan ég flutti hingað inn þá finnst mér þetta alveg kjörið. Valla, mamma og Ragna hafa reyndar ekki kvartað undan gluggatjaldaleysi og það hefur alls ekki truflað mig hingað til. Svo þegar þið komið aftur að gista þá getið þið rúllað upp og niður alveg eins og ykkur hentar!

Enn og aftur að IKEA, ég keypti líka litlar skálar í eldhúsið mitt, 12 stk á kostaverði. Djúpu diskarnir mínir eru svo groddaralegir að ég get eiginlega ekki boðið fólki upp á að borða úr þeim, öðrum en okkur Maríu. Ekki það að ég sé með matargesti daglega en ég er alltaf að skipuleggja mögurleg matarboð þótt ekkert verði úr því.

En ég elska að versla í IKEA- það er hægt að gera svo mikið þar fyrir lítinn pening. Ég er alveg búin að sjá hvernig mitt framtíðarheimili verður og það mun ekki kosta mikið- þeas innbúið :) Steypan er alltof dýr eins og staðan er í dag.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumri fagnað...

að hætti námsmanna... --- Þökk séð lélegu netsambandi í mekka félagsvísinda missti ég allt sem ég var búin að skrifa. Ég skrifaði heillangan pistil um frábæru dóttir mína, yndislegu foreldra mína, æðislegu systir mína og mág og um leiðindin að læra á sumardaginn fyrsta. --- En ég verð samt að skrifa smá aftur. Dóttir mín er snillingur, ég má ekki víst ekki monta mig af henni segir hún en ég býst við því að hún lesi ekki bloggið mitt ennþá í það minnsta :) Hún las sjálf fyrir svefninn í gær, heilan kafla í Fíusól. Foreldrar mínir eru bara yndi, ég er sú heppnasta í bransanum held ég. Systir mín og mágur eru æði. Það er löngu orðin morgunljóst að án þessa fólks stæði ég ekki þar sem ég er í dag. Þið eruð langbest. --- Rauða þruman fékk yfirhalningu í morgun, pússun á plasti og gleri, ryksugun og kaldan þvott á lakki. Að öllu óbreyttu fer Þruman í hóp notaðara bíla til sölu og við mæðgur fáum annan bíl til umráða, geðveikt flottan bíl. Ég er eins og lítill krakki, ég er svo spennt :) --- Ef ég væri ekki að læra í dag, þá var skemmtilegast í heimi að vera ég!

miðvikudagur, apríl 18, 2007

I feel stupid...

Ég var að koma af húsfundi og átti mín golden moments þar :)
---
Mætingin var nú ansi dræm en það þýðir bara meiri peningur í hússjóðin, jíbbíkóla! En með mín golden moments, þau voru nú ekki eins slæm og þegar ég benti á í tíma eitt sinn að Norðmenn kunni ekki að nota smokka eða þegar löggan var alltaf að hirða okkur. Mig langar að gefa ykkur smá dæmi
---
Nú er verið að skipta um brunakerfi í húsinu og gamla sívælandi kerfið er ótengt. Rafvirkjar hafa verið á ferð um allt hér og sett old-fashion reykskynjara í íbúðir sem eiga að gæta okkar þar til nýja brunakerfið verður til. Einn nágranni minn hafði áhyggjur af því að reykskynjarnir væru ekki nógu næmir því henni brást eitthvað bogalistin við matseldina einn daginn og fyllti íbúðina og ganginn fyrir framan af reyk, ekkert hljóð kom þó frá græjunni sem fagurlega er smellt í loftið hjá henni. Ég benti henni á að fara upp á forstofuskápinn og teygja sig í skynjarann og ýta á litla glæra takkann, ef hann pípti við þá þá ætti hann að vera í lagi samkvæmt minni bestu vitund. Enginn skildi mig, og ég endurtók í sífellu að hún þyrfti að fara upp á skápinn til að ná í skynjarann. Miklar pælingar fóru í gang um það af hverju hún þyrfti að fara upp á skápinn og þá hvernig.... Þá kviknaði ljós í kollinum á minni, hún býr á annarri hæð en ég á þriðju. Hún kemst ekkert upp á skápinn... Lofthæðin hjá mér er sennilega 2-3 metrum meiri við forstofuskápinn hjá mér heldur en henni. Nágrannar mínir hlógu mikið að mér.
---
Spurningakeppnin. Fyrir tveimur árum "vann" ég ásamt tveimur nágrönnum mínum. Svo skemmtilega vildi til að einn nágranninn er með afburðagreind og ég hermdi allt eftir honum. Við þrjú deildum verðlaununum. Sá afburðagreindi vissi vel að tvær hermdum allt eftir honum. Í fyrra hermdi ég eftir sama gáfumenni og vann aftur sömu verðlaun og árið á undan, ég var samt ekki í fyrsta sæti. Nú tók ég þátt í þriðja sinn og það algjörlega ein og óstudd, hjá mér var enginn afburðagreindur sem vildi leyfa mér að sjá réttu svörin. Mér tókst að fá 3,5 stig af 20 mögulegum. Gott að fá svona pepp í lok annar. Ég svaraði svo vitlaust að þær sem fóru yfir svörin áttu í mesta basli með að finna út hvaða spurningum ég var að svara... ég meina, til hvers eru svona spurningakeppnir ef það er verið að spyrja út í hluti eins og fótbolta, myndlist, dýr og Eurovision í gamla daga.
---
En Sunnefa kíkti út á lífið áðan... spurning hvert hún hafi eiginlega farið? Stemmarinn er í það minnsta annsi heitur frá Pósthússtræti og upp að Vitastíg. Frumefnin vatn og eldur eru mikið inn í dag!

530A082E92408541EB03BFA9549717EC

þriðjudagur, apríl 10, 2007

Vinna og skóli again...

"Páskafríið" er búið... Reyndar var ég í litlu fríi núna um páskana líkt og undafarin 5 ár. Eftir 2 ár þá ætla ég í massa páskafrí. Til að ná smá páskastemmara át ég að sjálfsögðu yfir mig af góðum mat og súkkulaði með famelíunni. Anna María var æst í að fá að gista hjá mér tvær nætur, að sjálfsögðu leyfði ég henni það... smá egóbúst fyrir frænku. Það er nefnilega yfirleitt þannig að María verður eftir hjá þeim þegar við förum í heimsókn í Hafnarfjörðinn, en ekki núna því litla skottan vildi koma með mér heim. Eruð þið örugglega búin að ná þessu, hún vildi koma með MÉR heim hehehe --- En við María eru búnar að finna okkur nýtt hobbý, að skauta- ekkert smá gaman. Við fórum aftur í gær á svellið og Maja og Annsa pannsa komu með okkur. Þrjóskan í litlu skottunni minni, hún datt trekk í trekk en stóð alltaf upp aftur og reyndi að renna sér án þess að hafa stoðgrind. Anna María var líka að prufa og var orðin nokkuð sleip í þessu! --- Núna erum við bara komnar á rétt ról, vöknuðum að sjálfsögðu of seint í morgun en María kom í skólann á mínútunni eftir maraþon morgunmat. Við Hildur vorum hérna heima að læra að narta í leifar páskanna. Ég var að afrita eitt viðtal sem ég tók um daginn, ég náði loksins að tengja fótstig við tölvuna og þvílíka snilldin. Ég hægi svo mikið á hljóðinu að ég þarf nánast aldrei að stoppa en í staðinn hljómum við eins og morfínfíklar. --- Skóli á morgun hjá heimasætunni, vinna hjá mér og lærdómur eftir hádegi... Ps. Ég náði mér í nýtt blogg þar sem ég ætla að blogga um gáfulegri efni en hér :) www.asdisyr.blog.is endilega kíkið á það

laugardagur, apríl 07, 2007

One the ice..

Ég fór í hádeginu með skotturnar mínar tvær, Maríu Rún og Önnu Maríu á Skautasvellið í Laugardalnum. Anna Maja "stóra" kom með til að vera mér til aðstoðar með skessurnar á svellinu. Merkilegt nokk að skoða samsetningu hópsins á svellinu, í miklum meirihluta voru karlmenn með börn, svo komu hokkístrákar, listdansarar og minnsti hópurinn var konur með börn. Spurning um hvort svellið sé rétti pick-up staðurinn í dag?
En annars, gleðilega páska...

miðvikudagur, apríl 04, 2007

Páskamaturinn

Mikið hlakka ég til að borða um páskana. Er þetta heilbrigt? Ég er í mesta basli með að ákveða hvað ég á að borða og hvenær, ég hef minnstar áhyggjur með hverjum. Ég held ég sé að missa vitið. Vinnudagurinn í dag fór í að ræða um mismunandi páskahefðir, uppskriftir og útlendar uppskriftasíður. Ég var orðin svöng þegar ég gekk út úr vinnunni. Ég væri alveg til í að skella reyktu svíni í pott og narta í það yfir lærdómnum, en það er einhver rödd í hausnum á mér sem segir að svoleiðis eigi maður ekki að gera. Er ég orðin klikkuð?

sunnudagur, apríl 01, 2007

Enn einn sunnudagurinn

Valla mín kom á föstudaginn, raddlaus og klifjuð af áfengi fyrir vinkonurnar á mölinni :) Við hittumst lítið á föstudagskvöldið þar sem við fórum báðar á smá útstáelsi. Hún á árshátið og ég í hitting á vegum deildarinnar. Fékk eitt undarlegasta símtal sem ég hef kynnst á leiðinni þangað. Hvítvínið var vont en Swissið á Sólon var fínt með Sunnefu um miðnætti. Valla kom svo í hús í miðjum Beverly Hills þætti. Hvað er málið með þessa þætti, ég er orðin húkt á þessu.
---
Við Valla vöknuðum svo á nokkuð skynsamlegum tíma í gærmorgun, Vallan fékk þrumuna lánaða og hitti vinkonu sína og ég reyndi eftir bestu getu að læra, en stundum er það besta bara ekki nóg! Við kíktum svo aðeins á búðarrúnt en enduðum kvöldið á Ítalíu þar sem María og Hildur komu líka. Ég keypti mér hvítvín með matnum, hænuhaus það kvöldið... Kofinn og Sólon fengu svo að njóta okkar áður en við fórum heim.
---
Dagurinn í dag var tekinn snemma, prakkarglottið mætti mér þegar ég gekk í flasið á Völlu í sófanum. Ég hélt að hún væri enn sofandi. Aftur reyndi ég svo að læra þegar Valla fór á vinkonuhitting, gekk lítið sem ekkert. Ég sofnaði með aðra hendina á tölvunni. Svo kom að því að Vallan þurfti að fara út á flugvöll til að komast heim. Ég og flugvellir virðumst ekki ætla að eiga gott samstarf, þegar við komum út úr bílnum á bílastæðinu ómaði fögur rödd í kallkerfinu sem tilkynnti brottför á flugi til Akureyrar. Valla missti nú samt ekki af fluginu.
---
Svo var skvísan sótt í Hafnarfjörðinn, hún var alsæl með helgina. Skottin mín hin tvö líka. Núna sefur skvísan hjá mér í sófanum og ég er að rembast við að fara ekki snemma að sofa, langar að vaka eftir Beverly Hills.