sunnudagur, apríl 01, 2007

Enn einn sunnudagurinn

Valla mín kom á föstudaginn, raddlaus og klifjuð af áfengi fyrir vinkonurnar á mölinni :) Við hittumst lítið á föstudagskvöldið þar sem við fórum báðar á smá útstáelsi. Hún á árshátið og ég í hitting á vegum deildarinnar. Fékk eitt undarlegasta símtal sem ég hef kynnst á leiðinni þangað. Hvítvínið var vont en Swissið á Sólon var fínt með Sunnefu um miðnætti. Valla kom svo í hús í miðjum Beverly Hills þætti. Hvað er málið með þessa þætti, ég er orðin húkt á þessu.
---
Við Valla vöknuðum svo á nokkuð skynsamlegum tíma í gærmorgun, Vallan fékk þrumuna lánaða og hitti vinkonu sína og ég reyndi eftir bestu getu að læra, en stundum er það besta bara ekki nóg! Við kíktum svo aðeins á búðarrúnt en enduðum kvöldið á Ítalíu þar sem María og Hildur komu líka. Ég keypti mér hvítvín með matnum, hænuhaus það kvöldið... Kofinn og Sólon fengu svo að njóta okkar áður en við fórum heim.
---
Dagurinn í dag var tekinn snemma, prakkarglottið mætti mér þegar ég gekk í flasið á Völlu í sófanum. Ég hélt að hún væri enn sofandi. Aftur reyndi ég svo að læra þegar Valla fór á vinkonuhitting, gekk lítið sem ekkert. Ég sofnaði með aðra hendina á tölvunni. Svo kom að því að Vallan þurfti að fara út á flugvöll til að komast heim. Ég og flugvellir virðumst ekki ætla að eiga gott samstarf, þegar við komum út úr bílnum á bílastæðinu ómaði fögur rödd í kallkerfinu sem tilkynnti brottför á flugi til Akureyrar. Valla missti nú samt ekki af fluginu.
---
Svo var skvísan sótt í Hafnarfjörðinn, hún var alsæl með helgina. Skottin mín hin tvö líka. Núna sefur skvísan hjá mér í sófanum og ég er að rembast við að fara ekki snemma að sofa, langar að vaka eftir Beverly Hills.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

HAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!!!!!!!!


Mér finnst þú vera fyndin :)

Ásdís Ýr sagði...

Þú ert sæt

Múhahhaa

Nafnlaus sagði...

Hahahahahahahahahahhahahaha...

Mér fannst þetta vera fyndið

Ásdís Ýr sagði...

Æi þarna.. Helena með sítt ljóst hár eða Sunna eða eitthvað... Sunnefa? Jámm

Nafnlaus sagði...

HAHAHHAHAHAAHAHHAHAHAHAHAHA...



Þetta var alveg massa fyndið.. Þetta utanbæjarpakk :)

Ég held samt að þú sért að plata með að vera húkkt á Beverly Hills... Það er sko 2007!!!! :):)

Ásdís Ýr sagði...

Svona er þetta sveitólið...

En Beverly Hills, ég er ekki að grínast. Ég reyni að horfa á alla þætti til að vera samræðu hæf við sjálfa mig... þar sem ég geri mér grein fyrir því að enginn horfi á þetta í dag :(

Ásdís Ýr sagði...

En við erum samt ógeðslega fyndnar

Nafnlaus sagði...

Bwhahahhaa prakkaraglott?? þið eruð fyndnar...og svo er mér að mæta ;)

Nafnlaus sagði...

já en takk æðislega fyrir stjanið um helgina, lánið á kagganum og rúminu (greyið þú að sofa á vindsæng bwahahhaha) og kókópuffsið og slúðrið og sófakúrið. kyss kyss ;)

Nafnlaus sagði...

æi Skvísan mín. Beverly Hills er ekki alvega málið sko. Fyrir utan hvað það er seint á dagskrá! En það er gott að þú ert samræðuhæf við sjálfa þig!

En sumt er fyndnara en annað og sagan þín um helgina á þar við ;)

Ásdís Ýr sagði...

@Valla- hahhaha, maður verður að passa sig! En þúsund þakkir fyrir komuna, rosa gaman að fá þig. Vindsængin truflaði mig lítið :)

@Hildur- Beverly er sko málið, Noah.. guðdómlegur til dagdrauma! Með söguna, þá skulum við bara segja að aðgát skal höfð í nærveru sálar bwhahaha