þriðjudagur, apríl 10, 2007
Vinna og skóli again...
"Páskafríið" er búið... Reyndar var ég í litlu fríi núna um páskana líkt og undafarin 5 ár. Eftir 2 ár þá ætla ég í massa páskafrí. Til að ná smá páskastemmara át ég að sjálfsögðu yfir mig af góðum mat og súkkulaði með famelíunni. Anna María var æst í að fá að gista hjá mér tvær nætur, að sjálfsögðu leyfði ég henni það... smá egóbúst fyrir frænku. Það er nefnilega yfirleitt þannig að María verður eftir hjá þeim þegar við förum í heimsókn í Hafnarfjörðinn, en ekki núna því litla skottan vildi koma með mér heim. Eruð þið örugglega búin að ná þessu, hún vildi koma með MÉR heim hehehe
---
En við María eru búnar að finna okkur nýtt hobbý, að skauta- ekkert smá gaman. Við fórum aftur í gær á svellið og Maja og Annsa pannsa komu með okkur. Þrjóskan í litlu skottunni minni, hún datt trekk í trekk en stóð alltaf upp aftur og reyndi að renna sér án þess að hafa stoðgrind. Anna María var líka að prufa og var orðin nokkuð sleip í þessu!
---
Núna erum við bara komnar á rétt ról, vöknuðum að sjálfsögðu of seint í morgun en María kom í skólann á mínútunni eftir maraþon morgunmat. Við Hildur vorum hérna heima að læra að narta í leifar páskanna. Ég var að afrita eitt viðtal sem ég tók um daginn, ég náði loksins að tengja fótstig við tölvuna og þvílíka snilldin. Ég hægi svo mikið á hljóðinu að ég þarf nánast aldrei að stoppa en í staðinn hljómum við eins og morfínfíklar.
---
Skóli á morgun hjá heimasætunni, vinna hjá mér og lærdómur eftir hádegi...
Ps. Ég náði mér í nýtt blogg þar sem ég ætla að blogga um gáfulegri efni en hér :) www.asdisyr.blog.is endilega kíkið á það
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli