föstudagur, maí 04, 2007

Orðin fullorðin á flottum bíl

Jamms, ég er orðin 26 ára. Takk allir fyrir kveðjurnar! Svo er ég líka komin á flottasta bílinn í bænum, það er yndi að keyra hann og ljúft fyrir augað að horfa á hann. Ég fór í lærdómsferð í bústað um síðustu helgi og náði nú bara að afkasta nokkuð miklu og borða mjög mikið. Afrekskona á ferð þá helgina!
--
Annars á ég að vera að læra núna, er smá lægð með það... en á mánudaginn verð ég komin með fullt. LOFA. En svo er ég að reyna að gerast sérfræðingur í lögum um ríkisborgararétt, fullt hægt að lesa um þetta barnaland.is þar sem lögfróðir einstaklingar (og minna lögfróðir) rífast um fordæmisgildi og hvað eina. Eina sem ég veit er að mér finnst skítalykt af þessu öllu saman.
--
Svo er Akureyrin eftir viku.. og þá skulu öll verkefni verða búin *hóst*. Mig langar að kíkja aðeins í sauðburðinn á leiðinni í bæinn þar sem ég skýst á nýja kagganum norður en ég verð að vera búin með allt svo það sé hægt :(
--
Sjáum til, ég nenni engu eins og er. Ég tók á móti fyndnasta umslagi ever í vinnunni í dag... ég stakk upp á því að við tækjum upp samskonar umslög en því var hafnað. Farin aftur í letina.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til lukku með fína kaggann, við erum sko algjörar skvísur á bílunum okkar :)

Nafnlaus sagði...

Bíllinn er náttúrulega lang flottastur. Skvísubíllinn rokkar sko!

Nafnlaus sagði...

Ég heimta FAB-4 hitting a.s.a.p

Nafnlaus sagði...

Ég gleymdi að segja að þetta er alveg brillíant barnaleg mynd af Begga hér fyrir neðan:):)
Mæja hefur bara yngst í útliti ef eitthvað er með árunum:):)
Svo gordjöss systurnar:):)
By The Way má Bjössi stóri flytja til þín tímabundið????
Hann er á Cipan and i´m not liking him:):)
Þið gætuð veitt hvort öðru andlegan stuðning:):)
Bjöggi var svo sætur í morgun og í dag, hann sagði við mig að hann vildi sko fara með Mæju á HÓTEL

Ásdís Ýr sagði...

@Guðrún- við erum alvöru skvísur núna!

@Hildur- Rock on

@Erla- hahhaha sendu gamla hingað yfir :) Hugsaðu bara hvað það verður góð lykt af kappanum eftir mánuð...

En Bjöggi er æði, hann hugsar vel um Maju sína :)

Nafnlaus sagði...

ég elska bílinn þinn