þriðjudagur, október 02, 2007

Áttu tannstöngul?

Hver í andskotanum sagði mér að geyma 8 rifnar gallabuxur inni í fataskáp til að ég gæti saumað úr þeim pils?? Guðrún minnti mig á það áðan að tilgangurinn með geymslunni hafi verið ætlaður saumaskapur en hver kom þeirri hugmynd í minn litla koll. Ég kann ekki einu sinni að sauma!
---
Eníveis, snúllan mín þurfti að koma heim snemma úr skólanum í gær svo við erum búnar að vera heima í gær og dag. Gærdagurinn fór því bara í leti eftir að við komum heim - hún svaf á sínu græna í sófanum frá kl. 14-18.30. Ég dottaði með henni milli þess sem ég lærði og leyfði huganum að reika. Sirka klukkutími fór reyndar í millilandasímtal til Chile.. ohh hvað mig langar þangað núna!
---
Planið hjá mér í gærkvöldi var að fara í geymsluna og henda og henda en ég bara kom því ekki í verk. En svo þegar ég vaknaði í morgun ákvað ég að ég þyrfti að "keep me busy" til að bilast ekki hérna heima við. Þannig að núna lítur íbúðin mín út eins og ég hafi verið að flytja... Ég er búin að setja föt sem ég er hætt að nota, hef aldrei notað, mun aldrei nota og það sem er orðið of lítið, of ljótt eða asnalegt af Maríu ofan í ruslapoka - ekki einn, ekki tvo, ekki þrjá heldur fjóra. Fataskápurinn minn er orðinn svo fínn að Guðrún má meira að segja kíkja í hann, þeir sem þekkja hana vita að fataskápurinn hennar er alltaf óaðfinnanlegur. Svo er meira að segja komið fullt, fullt af plássi fyrir ný föt. Svo er bara að fara að kaupa sér ný föt - ég græja það fyrir jólin :)
---
Annars er ég að fara út að borða á laugardaginn, fékk símtal áðan þar sem mér var boðið með. Ég er "pínu" montin þar sem ég er eini nemandinn sem fer í þessum hópi - þetta verður bara gaman. Maja ætlar að passa snúlluna mína en ég efast nú um að ég fari á eitthvað skrall eftir matinn. Ég gæti gert margt annað viturlegra :)
---
Annars var formaður Fab4 að lofa mér sumarbústaðaferð á næstunni, jæja stelpur hvenær á svo að fara? Mig þyrstir í stelpuferð í bústað!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það er alveg rétt hjá þér ég talaði víst eitthvað um bústaðarferð hummm og ég bara finn hvað þig þyrstir í svoleiðis, við verður að leggjast í dagatalið og finna tíma...

p.s til hamingju með að vera boðin með..þú ert svo klár sæta systa. Og það á eftir að fara vel um Maríu ég hugsa að við höfum bara svona partýkvöld. Horfum á skemmtilega mynd og borðum fullt fullt fullt af nammi.


Kveðja Maja stóra systa

Nafnlaus sagði...

Ég verð að kíkja fljótlega og gera úttekt á fataskápnum, líst vel á að þú sért kominn með hann í röð og reglu :)