fimmtudagur, september 27, 2007
Helgihald í Háskóla Íslands
As we speak sit ég í "skólastofu" í kjallara Neskirkju. beint fyrir ofan mig eru bekkirnir fyrir kirkjugesti og ef ég myndi sitja aðeins lengra til vinstri þá væri altarið beint fyrir ofan mig. Mér fannst þetta pínu fyndið þegar organistinn fór að æfa slögin fyrir næsta spil. Róandi kikjutónlist studdi fyrirlesturinn hjá Andreu Dofra um aðferðafræði. Aldrei þessu vant fer húsnæðisvandi HÍ ekki í taugarnar á mér. Einu tímarnir sem ég sit eru hér í Neskirkju, utan við einn sem ég hleyp í úr vinnunni en hann er í Odda. Neskirkja er að mínu mati besti kennslustaðurinn hjá Háskólanum. Það er alltaf nóg af bílastæðum hérna fyrir utan. Neskirkja rekur kaffihús með dýrindis kaffi og smákökum (og hollustu fyrir þá sem vilja). Inni í kennslustofunum eru stólarnir breiðir og þægjó. Brilliant staður!
---
Hópurinn minn í tölfræðinni hittist yfirleitt hérna til að funda um verkefnið og um daginn gekk annar prestanna hér í Neskikju fram hjá okkur og sagði:" Blessi ykkur". Það eru sko ekki allir sem fá kristna blessun í verkefnavinnu :) Þrátt fyrir að ég hafi alveg þverfótað fyrir trúnni í gegnum tíðina þá finnst mér þetta ótrúlega kósý. Mér finnst þetta líka sniðugt af kirkjunni að opna hana svona fyrir hverfinu.
---
Annars er ég voðalega soft eitthvað núna, María er að fara til pabba síns eftir skóla í dag og kemur ekki heim fyrr en á sunnudaginn. Mér finnst það pínu erfitt, fyrst fannst mér þetta voða þægjó að vera barnlaus heila helgi en núna finnst mér þetta bara erfitt eiginlega. Ég sakna hennar svo mikið, hún er svo yndisleg þessi elska. Það er svo kósí að sofna aðeins með henni eftir kvöldmat þegar ég svæfi hana (jamms hún er ennþá svæfð) og svo er hún svo mikil dúlla. Til dæmis var gærdagurinn alveg snilld, hún fékk sér smá brauð eftir skóla og ég sagði henni að hún yrði að bíða meðan ég gengi frá dótinu því ég gæti ekki gert brauðið fyrir hana fyrr en þá. Lítið mál, hún klifraði upp á eldhúsbekkinn og náði sér í disk - svo remú úr ísskápnum og svo brauð. Brauðið var fagmannlega skorið og skorpan tekin af, remúlaðinu var svo smurt á brauðið í allt of miklu magni að mínu mati - en ég var nú ekki að fara að borða þetta. Hún var svo agalega ánægð með þetta, þá sérstaklega hvað hún skar skorpuna alveg 100% rétt af. Yfir kvöldmatnum vorum við svo að ræða um Danmerkuferð sem snúllan er að fara í fljótlega. Hún sagði mér það að ég yrði að láta hana hafa einhvern pening því hún ætlaði að kaupa sér föt! Einmitt, barnið er rétt orðið sex ára og strax farið að plana verslunarferðir til útlanda. Eftir matinn skellti hún sér í bað - ég mátti ekki aðstoða hana við neitt frekar en venjulega. Baðherbergið var allt út í vatni því hún notaði sturtuhausinn til að bleyta hárið og skola það, en skvísan réði bara ekki alveg við sturtuhausinn. Svo læsti hún að sér inni á baði, þurrkaði sér og klæddi í nærföt. Svo leið tíminn heil ósköp og ég var farin að hafa áhyggjur af barninu - ímyndunarveiki mæðra fór á fullt- en svo kom hún fram, þá var hún búin að greiða sér svona rosalega "fínt". Hún var með tvö tögl, skipt í miðju og tvær spennur sitt hvorum megin við skiptinguna. Ég tók mynd af þessari fínu greiðslu. Hún endurtók greiðsluna í morgun - svo Heba ef þú hefur eitthvað við hárið á barninu mínu að athuga, þá gerði hún þetta sjálf :)
---
Jæja, tíminn er að byrja aftur. Spurning um að fylgjast með??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Úfff þetta byrjar snemma með verslunarsýkina, hefur svosem ekki langt að sækja hana...heheh;)
En vá hvað ég er sammála þér með þesssar pabbahelgar, ég er ekki alveg að meika þær og er voða fegin að þær eru ekki það oft;)
Skrifa ummæli