sunnudagur, nóvember 25, 2007

Arg!!

Ég stalst til að kíkja á Silfur Egils áðan, þar voru Oddný Sverris og Sigríður Andersen ásamt Grétari Mar og Lýði Árnasyni. Það var verið að ræða um neikvæða umsögn borgarráðs vegna nektardansstaða og launamun kynjanna meðal annars. Mín tilfinning er sú að Sigríði sé svo mikið í mun að komast til metorða innan síns flokks að hún þorir ekki að tjá eigin skoðanir eða jafnvel er hún bara illa upplýst um þessi mál. Rannsóknir sem sýna fram á launamun kynjanna eru að hennar sögn illa unnar og rangar. Þær sem sýna fram á hverfandi launamun eru góðar. Ég spyr, hvaða aðferðafræðiþekkingu hefur hún. Mig minnir að hún sé lögfræðingur. Hún hefur heldur ekki séð neinar sannanir fyrir því að nektardansstaðir séu eitthvað slæmir. Mansal er þekkt í þessum bransa, af hverju ætti Ísland að vera einhver undantekning? Við getum ekki einu sinni komið vel fram við erlenda verkamenn, sagan segir okkur að erlendar konur fá síst betri meðferð. Ég spyr, hvar hefur hún verið undanfarin ár? Mér finnst það mjög alvarlegt og hrikalega ergilegt þegar fólk í áhrifastöðum neitar að horfast í augu við staðreyndir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Oddný Sturlu ;)

Vá, já, ég sat agndofa yfir orðum hennar Sigríðar.. Hún er konum hreinlega til skammar! Spurning um að lesa sér líka aðeins til og jafnvel spyrjast fyrir áður en farið er í sjónvarpsþátt og gert sig að fífli fyrir framan alþjóð með fávisku sinni.. hnuss!

Greinilegt hvaða flokki hún fylgir ;)

Nafnlaus sagði...

Úps... ég vissi alveg að hún er Sturlu.. Gó Oddný!