föstudagur, nóvember 23, 2007
Gamla konan
Ég man svo vel eftir því þegar ég var að vinna á Vestra Grill í Mosó með Maju systir. Hún var ótrúlega gömul og mikil kerling eitthvað, enda alveg orðin 21 árs. Hún vissi allt, kunni allt og var bara fullorðin gömul kona! Þrátt fyrir gífurlega háan aldur þykir mér einstaklega vænt um hana, þrátt fyrir ýmsilegt hafi breyst frá því við vorum krakkar passar hún mig eins og sín eigin börn. En í dag er hún orðin miklu eldri, þessi elska á afmæli í dag.
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli í dag
Hún á afmæli hún Maja
Hún á afmæli í dag
Elsku besta systa mín, innilega til hamingju með daginn. Lov u endalaust.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til lukku með systu!
Já ég man sko eftir því þegar hún var að vinna á vestra áður en við byrjuðum. Okkur þótti hún svo rosalega mikil pæja og ótrúlega fullorðin!! Hún er samt ennþá pæja í dag ;)
til hamingju með stóru systur :) þær eru svo yndislegar þessar elskur (allavega núna þegar maður er ekki lengur á gelgjunni híhí :)
Ha ha
og takk takk stelpur mínar, þetta með að vera ennþá pæja það er svo annað mál en það stendur nú allt til bóta.
Kveðja gamla 31
Skrifa ummæli