mánudagur, nóvember 19, 2007
Go Fish!
Ég fór með Maríu á skautasvellið í Laugardal í gær sem er nú ekki í frásögur færandi nema hvað að ég var búin að gleyma hversu margir "pabbar" sækja svellið um helgar. Mér sýndist á öllu að þetta væri nú bara fínasti veiðistaður fyrir ykkur sem vantar reglulegar tilkippingar. Þegar ég sá hreyfingar þessara peyja gat ég ekki hætt að hugsa um orð einnar vinkonu minnar... "Hann hefur hæfileikana til að hreyfa sig, maður sér það sko alveg. Ef hann kann það ekki þá er bara ð kenna honum það."
---
Sumir voru nokkuð stirðbusalegir, runnu áfram meira á viljanum en getunni. Þeir voru vel gallaðir með hjálma og þykkar lúffur. Sumir jafnvel með nokkrar bólur. Mjög rauðar kinnar einkenndu þennan flokk. Einn gerðist svo "frakkur" að hann skautaði niður lítill polla, hann náði athygli móðirinnar nokkuð örugglega þar.
---
Nokkrir leiddu börnin sín samviskulega og runnu rólega áfram á ísnum. Þeir virtust öruggir á svellinu og þekkja sín takmörk, en spurning er hvort það var feik. Þeir voru klæddir eins og þeir væru nýkomnir úr æfingabúðum í Noregi. Mynstruð húfa, stórar lúffur og ullarpeysa einkenndu þennan hóp.
---
Einn hópurinn var þessi týpíski töffari, í ullarjakka með trefil og rauð eyru. Þeir runnu hægt og örugglega um ísinn, juku stundum hraðann en áttu ekki í neinum vandræðum með að hæga á sér ef þess þurfti. Þeir virtust ganga í verkið af miklu öryggi, viljinn og getan stóð algerlega með þeim.
---
Svo var einn með minnti mig á Jónas Breka forðum daga - þeir sem stunduðu svellið 1993-1994 vita hvað ég er að meina. Hann skautaði eins og motherf****** um allt svellið. Hraðinn var þvílíkur. Eina sem mér flaug í hug var að maðurinn hlyti að vera eigingjarn.
---
Svo var annar, hann var gamall og broshýr. Hann var að kenna ungri stelpu (róleg hún er alveg 27 ára) að fara afturábak á skautunum. Mér fannst þetta eitthvað hálf perralegt, hann var svona ekta þjappari...
---
Eníveis, ef þig vantar karlmann þá er nóg af þeim á skautum um helgar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Aldrei hefði mér dottið í hug að skautasvell væri svona góður veiðistaður...hehehe;)
En já hvort ég man eftir honum Jónasi Breka, við skautastelpurnar frá Akureyri vorum allar slefandi yfir honum og ég fékk alveg nett flashback að lesa þetta því ég var alveg búin að gleyma honum;)
Hver kom aftur með þennan frasa.... hahaha... alveg fyndið :)
Jónas Breki já! Hann hefur greinilega verið að slá í gegn á flr stöðum en bara í Grafarvoginum! ;)
hahaha þú ert fyndin ;)
Herru mér var bannað að setja upp seríur í kvöld eins og ég ætlaði en ég mun reyna aftur á morgun þegar minn elskulegur verður ekki heima...hihihi;)
Haha alveg snilldarsaga!
Já ég man sko alveg eftir honum Jónasi Breka hér í den - man líka eftir búðarferðinni og frægu bláu buxunum þínum! Það sem maður lætur plata sig út í í nafni "tískunnar" ;)
- Guðrún
Skemmtileg skrif hjá þér.
Anna Rut - skautasvellið blífar! Jónas Breki átti sko skautasvellið í Laugardalnum í den. Maður roðnaði bara við það eitt að hann skautaði framhjá manni
Feykirófan - frasinn kom frá einni blóðtengri mér í sumar :) Hún átti við mann sem við þekkjum báðar - misvel reyndar. Brekinn var sko þekktur :)
Valla - hahaha þú líka
Anna Rut - Seríur á mánudag, þú varst búin að lofa!
Guðrún - Jeminn, bláu buxurnar í Mótór og ballið í Fjörgyn. Ég man alltaf eftir því þegar hann bað mig um að snúa mér við í búðinni til að sjá buxurnar og ég roðnaði niður í rass því mér fannst rassinn á mér svo stór! Jesús, ég hljóma eins og ég hafi verið með manninn á heilanum - langt því frá!
Nilli - takk fyrir það, má ég samt spyrja hvernig rataðir þú hingað inn?
Skrifa ummæli