Tímabil kynþokkans er komið á fullt - prófatímabilið. Þrátt fyrir að þetta sé 6.árið mitt í HÍ er ég ekki enn búin að læra hvernig maður heldur kúlinu og kynþokkanum á þessum tíma.
Ég fór upp í skóla áðan að vinna á SPSS. Outfittið: Bleikköflóttar náttbuxur, grá flíspeysa, brún ullarpeysa og svört stígvel. Kynþokki: Enginn.
Ég hitti eina samstarfskonu mína við heftarann - hún sá sig knúa til að koma við efnið í buxunum.
Svo til að bæta lúkkið enn frekar þá er ég hvítari IKEA hilla og sýg stanslaust upp í nefið.
The Sexy Beast is out!
9 ummæli:
Jeminn eini Ásdís- að þú skulir láta sjá þig svona. Aldrei var ég svona ófín í tauinu þegar ég var í HÍ ;)
Mikið ertu nú smart Ásdís mín - er svona kalt þarna hjá þér að þú ert í 2 peysum og komin með kvef?!?
Láttu nú samt sem fæsta sjá þig svona hihi :)
hahahaha SVÖRT STÍGVEL OG BLEIKAR NÁTTBUXUR??? kommon. allt í lagi að vera í náttbuxum (svosem) í skólanum og ullarpeysu og hvaðeina en samsetningin? Fara í strigaskóna við náttbuxurnar maður!
Hildur Halla - svona er þetta þegar þú tekur upp á því að útskrifast á undan manni .. ég er bara búin að missa allt sense fyrir tísku :)
Guðrún - afskaplega móðurlegur tónn í þessu hjá þer :) Það er skítkalt í skólanum, skítkalt
Valla - Hlærðu að mér? Svörtu stígvélin voru bara við hendina þegar ég var að fara út og þau eru svo þægileg....
Þú ert aldrei jafn dugleg að blogga eins og þegar þú ert í prófum.. Ef þú eyddir þeim tíma sem þú bloggar í það að gera þig fína og sæta fyrir skólann þá kannski myndirðu ekki hafa neitt til að blogga um og þar sem þú ert sko engin sjón-mengun, sama í hverju þú ert, þá er ég frekar til að lesa bloggin þín heldur en að sjá þig uppstrílaða í prófatörninni.. Svo er þetta náttúrulega svo góð leið til að fólk fái sjokk þegar þú mætir aftur til leiks í janúar sem sólbrún. mjó megabeib í glæ-nýjum fötum...
Vó vó hver er nafnlaus.....?
Kallaðu mig bara Stallone, Sylvester Stallone..
Sá þig skjótast útúr skólanum um daginn í bleikköflóttu náttbuxunum og þú tókst þig bara alveg ótrúlega vel út í þeim;)
Gangi þér vel í prófunum skvísí;)
Stallone, Sylvester Stallone - ef þú myndir hætta að hringja í mig á nóttunni þá hefði ég kannski meiri tíma til að hafa mig til á morgnana hhahaha
Anna Rut - já er það ekki fannst þér þetta ekki bara kynþokkafullt outfitt? Takk takk
Hildur Halla - ég hringi :)
Skrifa ummæli