Vinna, vinna og aftur vinna... eftir gott helgarfrí á Akureyri er ég komin á kaf í vinnu. Ég lenti á bílastæðinu eftir tvær búðarferðir rétt um sjöleytið. María Rún var í vetrarfríi svo við mæðgur ákváðum að skella okkur til famelíunnar á Akureyri. Ferðalagið norður gekk mjög hægt en sem betur fer komumst við á leiðarenda - ég var orðin ansi óttaslegin á tímabili og þakkaði guði fyrir endalausa þolinmæði ferðafélagans og gsm síma - ég hringdi reglulega í múttu og lét hana fylgjast með mér. Sveittir lófar, stífar axlir og brotið sjálfstraust lentu á Eyrinni seint á fimmtudagskvöldið.
---
Annars höfðum við það rosalega gott hjá Völlu og famelí, ég er ekki frá því að ég hafi bætt á mig kílóum þessa helgina. Jóhannes Árni er náttla algjör krúttsprengja, það er svo krúttlegt þegar hann "spjallaði" við mann og hló. Stóru stelpurnar skemmtu sér líka mjög vel saman, bjuggu til marga leikþætti í "Maríu herbergi" og svo komust þær að því að pabbi hennar Lovísu Marý væri útlenskur og heitir eitthvað sem byrjar á M.... Skvísan mun reyndar vera Kristjánsdóttir - sennilega vitlaus dyrabjalla :) Svo kíktum við á nýju Akureyringana, Sigrúnu og co. Þau búa í krúttlegu húsi á á besta stað (eða svo segja "gömlu" Akureyringarnir). Hef ég einhvern tímann sagt ykkur hvað mér finnst Akureyrin frábær staður - á leiðinni heim fékk ég alveg svona "flytja til Akureyrar" fíling...
---
En svo þegar við mægður vorum búnar að koma dótinu okkar heim, borða og gera og græja fyrir svefninn þá fór ég beint í tölvuna að vinna. Yfirleitt gengur fínt að vinna með blessaða forritið sem háskólavefurinn er vistaður á en í kveld erum við ekki vinir - gengur barasta ekki neitt! Ég hef alveg einstaklega litla þolinmæði fyrir forritum sem virka ekki eins og ég vil. Sérstaklega fer í taugarnar á mér þegar forrit skemma skipulagið mitt - ég þarf að klára vefsetursvinnuna í kvöld því á morgun þarf ég að klára kynningu á MA ritgerðinni minni ... Ég þarf að kynna ritgerðina á fimmtudaginn - wish me good luck, I sure need it :)
---
Eníveis - spurning um að halda áfram að vinna?
3 ummæli:
takk æðislega fyrir helgina, það var æðislegt að fá ykkur. Gangi þér vel með kynninguna og allt saman, hlakka til að sjá ykkur næst, komum vonandi suður einhverntíman fljótlega, þegar ég get dregið kallinn af stað ;)
Takk sömuleiðis - það er alltaf jafn gaman að koma til ykkar.
Endilega drífðu nú karlinn yfir heiðarnar og komið í heimsókn
Snilld að þær skildu hafa hist á Akureyrinni;) Og brjálað fyndið að þeim hafi ekki þótt neitt eðlilegra en að pabbi hennar Lovísu væri útlenskur...:D
En gangi þér rosalega vel í dag skvísa, vona að ég sé ekki of sein að senda þér "wish u luck" strauma;)
Skrifa ummæli