miðvikudagur, apríl 30, 2008
Hamstraslys og kynlíf
Hamsturinn okkar, hún Stjarna, lenti í alvarlegu slysi í dag (eða gær... donnó - dýrið er ekki í uppáhaldi). Þegar ég kom heim í dag heyrði ég hana væla í búrinu sínu og þeir sem eiga hamstra vita sennilega að sjaldnast heyrast hljóð frá þeim. Nema hvað þegar ég leit á dýrið var það búið að festa sig í búrinu á öðrum fætinum. Með snarræði vippaði ég mér í þvottapoka og hóf björgunarstörf. Dýrið er þekkt fyrir að bíta ansi hressilega á ólíklegustu tímum svo ég tók enga sénsa með sárþjáð dýrið. Ég náði að losa greyið en hún átti mjög erfitt með gang, haltraði og átti í mesta basli með að koma sér áfram. Samviskubitið yfir því hvað ég hef hugsað illa um greyið drap mig næstum því svo það var brunað út í búð og keypt nýtt búr sem ómögulegt er að slasa sig í, fullt af vítamínum, nammi og hamstraleikföngum. Dýrið er aðeins að braggast núna, hleypur á þremur fótum og leikur sér í nýja dótinu.
---
En kynlífið, ég held ég sé alveg búin að gefa það upp á bátinn að fara í doktorsnám. Meistari Leno "kynnti" niðurstöður nýrrar könnunar í þættinum áðan og þar kom fram að eftir því sem gáfaðari konur væru því lélegri væru þær í rúminu og ættu erfiðara með að fá fullnægingu. Tek hann á orðinu, algjörlega.
föstudagur, apríl 25, 2008
Sumarið komið...
Sumri var fagnað með viðeigandi hætti í dag... í kulda og rigninu. Merkilegt að við skulum halda upp á þennan dag, ég man ekki eftir sumarlegu veðri þennan dag alla mína tíð. En það að sumardagurinn fyrsti sé að kvöldi kominn þýðir að....
..... fullt af grunnskólanemendum eru að læra fyrir samræmd próf
..... fullt af háskólanemendum eru að læra fyrir vormissserispróf
..... fullt af háskólanemendum eru að fá magasár yfir lokaritgerðunum sínum
og og og það sem mestu máli skiptir..... ég á afmæli eftir 2 daga!
þriðjudagur, apríl 01, 2008
Brjóst eru bara brjóst
"Femínistafélag Íslands stendur fyrir mótmælum gegn hlutgervingu kvenlíkamans í Vesturbæjarlauginni kl. 17.00 í dag. Klámfengnar myndir af stöðluðum konum tröllríða fjölmiðlum og almannarými, þó fátt sé fegurra en kvenlíkaminn í öllum sínum fjölbreytileika.
Að skylda konur til að hylja brjóst sín í sundi lýsir lostafullum kenndum þeirra sem reglurnar setja. Nú er kominn tími til að konur skilgreini eigin líkama upp á nýtt og ákveði sjálfar hvort brjóst þeirra skuli hulin eður ei.
Konur - mætum berar að ofan í sund kl. 17.00 í dag"
Ég veit ekki stelpur - en ég er of sperhrædd til að mæta, silicon myndi kannski redda því :) Sennilegast er það frúin sem var rekin úr sundlauginni í Hveró sem startaði þessu
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)