miðvikudagur, apríl 30, 2008

Hamstraslys og kynlíf

Hamsturinn okkar, hún Stjarna, lenti í alvarlegu slysi í dag (eða gær... donnó - dýrið er ekki í uppáhaldi). Þegar ég kom heim í dag heyrði ég hana væla í búrinu sínu og þeir sem eiga hamstra vita sennilega að sjaldnast heyrast hljóð frá þeim. Nema hvað þegar ég leit á dýrið var það búið að festa sig í búrinu á öðrum fætinum. Með snarræði vippaði ég mér í þvottapoka og hóf björgunarstörf. Dýrið er þekkt fyrir að bíta ansi hressilega á ólíklegustu tímum svo ég tók enga sénsa með sárþjáð dýrið. Ég náði að losa greyið en hún átti mjög erfitt með gang, haltraði og átti í mesta basli með að koma sér áfram. Samviskubitið yfir því hvað ég hef hugsað illa um greyið drap mig næstum því svo það var brunað út í búð og keypt nýtt búr sem ómögulegt er að slasa sig í, fullt af vítamínum, nammi og hamstraleikföngum. Dýrið er aðeins að braggast núna, hleypur á þremur fótum og leikur sér í nýja dótinu. --- En kynlífið, ég held ég sé alveg búin að gefa það upp á bátinn að fara í doktorsnám. Meistari Leno "kynnti" niðurstöður nýrrar könnunar í þættinum áðan og þar kom fram að eftir því sem gáfaðari konur væru því lélegri væru þær í rúminu og ættu erfiðara með að fá fullnægingu. Tek hann á orðinu, algjörlega.

Engin ummæli: