Mér leiðist, ég nenni ekki að fara að sofa en ég veit að ég ætti að gera það - mér leiðist of mikið til að nenna í rúmið. Mig langar svo margt og hugurinn er all over the place
- Mig langar að kaupa mér ný húsgögn, en why? ég er að fara flytja eftir hálft ár
- Mig langar að flytja en ég hef ekki efni á því
- Mig langar að mála íbúðina en ég má það ekki
- Mig langar að búa á Akureyri en mamma og Mæja þurfa þá að flytja líka
- Mig langar að í augnbrúnatattú, gervineglur, sílikón og sixpakk en ég nenni ekki að hreyfa mig og hitt er of dýrt til að spreða í það svona á sunnudegi
- Mig langar að læra eitthvað annað en fötlunarfræði en ég er samt eiginlega búin með hana. Mig langar í stjórnmálafræði en það er fáránlegt að vera með 2 BA próf
- Mig langar að fara til útlanda í nám en það er bara svo flókið og dýrt
- Mig langar í stelpuferð til útlanda en bara
- Mig langar að vera sjálfstæð og geta gert allt sem mig langar til
Hvað skal mann þá gjöra? ohhh
5 ummæli:
má ég koma með þér í stelpuferð til útlanda?
og hey þú ert nú svo dugleg og frábær og klár að þú getur alveg gert bara allt sem þig langar til :) Ef þig langar í nám til útlanda þá ferðu bara í nám til útlanda!
Það er barasta ekkert að því að vera með 2 BA próf - þú veist þú getur gert allt saman sem þig langar til, það er bara að taka af skarið!
Annars er ég til í stepluferð til útlanda með þér anytime :)
Þið eruð svo yndislegar báðar tvær :)
já og stelpuferð... það er bara aldrei að vita
Hver veit nema að stelpuferðin verði að veruleika, eða nám erlendis, eða að þú flytjir á Akureyri.. þú getur og mátt gera allt sem þú vilt. Þú ert nefnilega svo klár að þú getur það ....!
Skrifa ummæli