Í dag er sunnudagur, crazy vinnuvika að baki og önnur crazy að banka upp á. Ég held ég hafi sjaldan verið eins þreytt eins og á föstudagskvöldið þegar ég hlunkaðist til Maju að passa, ég svaf á mínu græna alla nóttina og eins og góðri barnapíu sæmir vaknaði ég ekki við börnin um morguninn heldur svaf til hádegis... Ég fór þá heim og sofnaði aftur.
Guðrún bauð okkur Sunny í Eurógrill í gærkvöldi, kvöldið var rosalega fínt í alla staði en ég komst aldrei í partýgírinn - þetta var bara eitt af þessum kvöldum. Ég var bara ógeðslega þreytt og fór snemma heim. Ég svaf í pörtum fram undir morgun, og lagði mig svo aftur seinni partinn - það er svo gott að sofa þegar maður er freyttur skratti.
Ég verð svo eiðarlaus á sunnudagskvöldum - ég skil þetta ekki. Mig langar að Vallan mín búi hérna í húsinu og komi með mér á kaffihús og ræði helstu málefnin eins og í den... bara einn bolli - það var næs. Ohh mig langar á kaffihús núna.
---
En hvernig líst ykkur annars á þessa mynd af mér og Nonna í útskriftinni minni í október 2005??? Við skulum hafa það á hreinu að ég er bara 24 ára þarna.... Af hverju sagði enginn neitt? Ég er hræðileg á þessum myndum
5 ummæli:
ó GOD hvað ég tek undir með þér með kaffibollann eða öllu heldur bollana ;) hmm já ég hef séð betri myndir af þér (já og Nonna líka!!) en mér fannst og finnst þú alltaf svo fjallmyndarleg!
Herru ég bý í sama húsi og er sko til í kaffihús whenever;)
En já ég er sammála Völlu, hef alveg séð betri myndir af þér en þú ert samt ein af mjög fáum sem greinilega yngist með árunum:D
- Valla - það var svo næs að skjótast út seint á kvöldin og fá sér bolla. Myndin er alveg hræðileg - en þær eru allar svona á þessum tíma :) Takk samt fyrir hlý orð sæta mín
- Anna Rut- ég á sko pottþétt eftir að taka þig á orðinu eitt kvöldið, við höfum allavega nóg um að tala :) Ég hef þetta frá mömmu, hún var svo asskoti kerlingaleg áður fyrr...
Já þetta er ekki með bestu myndunum af þér verð ég að segja... finnst þú bara hugrökk að pósta þessu svona á netið ;)
Annars bý ég líka nú bara rétt hjá og kemst alltaf út í kaffi - bara að nefna það :)
Ég held að þú þurfir ekkert mikið að liða kaffiskort... ég kemst svona oftast með þér líka!!!
Hmmm eigum við eitthvað að ræða myndina. Þetta er óheppileg mynd, frekar kelló en þú varst ekki svona í real life- ég man það!
kv. HH
Skrifa ummæli