fimmtudagur, ágúst 07, 2008

Tannálfurinn

Tannálfurinn var tíður gestur á mínu tímabili þegar allar 8 tennurnar hrundu úr dóttir minni eins og hendi væri veifað. Skottan var fjót að átta sig á því að tannálfurinn væri nú samt ekki til þótt hún fengi 100 kall undir koddann fyrir hverja tönn. Svo fannst henni voðalegt sport þegar Anna María missti fyrstu tönnina sína að fá að vera tannálfurinn hennar - Anna María var svo með svaka sögu um tannálfinn en María gat þagað um sitt hlutverk og ég veit ekki betur en að hún hafi haldið því fyrir sig - um það var alla vega samið.
---
En allt um það, ég man ekki hvort ég fékk eitthvað tannfé þegar ég var lítil né heldur hef ég spurt í kringum mig hvort börn vinkenna minna fá tannfé. Mér fannst hæfilegt að miða við 100 kall eða 1 evru (eftir því hvar við erum staddar) fyrir hverja tönn sem dettur, María setur þetta beint í baukinn sinn svo það verða aldrei miklar umræður um þetta. Í Selinu í morgun var skólafélagi Maríu hæst ánægður með að hafa misst tvær tennur nýlega - hann sýndi mér hvar þær höfðu verið og ræddi heilmikið um ristað brauð og ýmis vandræði sem fylgdu því að hafa lausa tönn.
---
Svo spurði ég hann hvort tannálfurinn hefði heimsótt hann, jú jú hann hafði gert það og kauði fékk 2000 krónur undir koddann! Ég átti ekki til orð og spurði hann hvaða tannálfur kæmi eiginlega heim til hans, það stóð ekki á svari - það er víst sá sem sér um vesturbæinn. Sá er ansi gjafmildur - 1000 krónur á tönn. Mér finnst þetta algjört brjálæði - og ég vorkenni mínu barni ef umræður skapast í skólanum um tannálfa og tannfé - reyndar veit hún að tannálfurinn er ekki til svo það kannski dregur aðeins úr henni. Glætan að ég fari að setja 1000 krónur undir koddann hjá henni fyrir hverja tönn sem hún missir - miðað við vesturbæjartannálfinn þá skulda ég reyndar Maríu 7200 krónur.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá rugl! Við látum Rannveigu bara hafa pening, einmitt 100 krónur. Hún reyndar heldur að tannálfurinn sé til - en hún týmir ekki að gefa honum tennurnar sínar ;)

Nafnlaus sagði...

María sagði mér bara að hún vissi alveg að hann væri ekki til, heldur væri þetta bara til að gera það skemmtilegt að missa tönn :)

Nafnlaus sagði...

ég elska hvað þú ert dugleg að blogga.. ofurbloggarinn vaknaður :)

Ég er búin að fatta þetta með Vesturbæjartannálfinn.. Þetta er Kári Stefánsson í DeCode.. Hann er greinilega að rannsaka tennur barna og borgar vel fyrir rannsóknargögnin..

Langar að fara að heyra í þér skvísan mín.. Er að vinna í allan dag en í fríi um helgina.. Hvernig ert þú??

lovvvvvjúuuuuuu

Nafnlaus sagði...

Vá aldrei hef ég heyrt um 1.000,- það var bara 100,- hjá mínum, en núna er ekkert lengur sport að fá pening, hann missti tönn í gær og setti hana í kókglas, það er sko spennandi.. hún er að hverfa :)
kv. Kidda

Unknown sagði...

Vó! Verst að hafa ekki vitað þetta fyrr, maður hefði geta stórgrætt! Reyndar þarf ég að láta taka endajaxl, spurning um að kvabba í pabba ;)