Mér finnst svo stutt, en samt svo langt síðan að ég var að elda lasange með skrítnar pílur í maganum.. sem voru hríðir. Það eru komin sjö ár síðan. Yndislega dóttir mín verður 7 ára á morgun. Það er gaman að rifja þetta upp...
---
1.september 2001 fluttum við Nonni í íbúð upp í Grafarvogi sem við höfðum á leigu, ég var orðin eins og hvalur (að mér fannst) - slagaði upp í 70kg sem mér fannst ótrúlega mikið verandi komin 9 mánuði á leið. Þegar við vorum búin að koma okkur fyrir eyddi ég öllum mínum tíma í að baka Betty Crocker, borða Betty Crocker og drekka nýmjólk með. Ég straujaði bleiur, bjó um vögguna í mismunandi útfærslum og h0rfði á sjónvarpið.
---
Þegar 13.september leit dagins ljós flaug mér ekki í hug að hann ætti eftir að verða eitthvað öðruvísi en aðrir dagar, ég byrjaði að elda kvöldmatinn fljótlega eftir hádegismatinn og fór með Nonna og sótti nokkar dvd myndir til ða horfa á. Þegar ég var að leggja lokahönd á margra klukkutíma matreiðsluna, lasange, fór ég að fá skrítnar pílur í magann og bakið. Eftir matinn lagðist ég í sófann og fór að glápa á sjónvarpið. Þessir skrítnu verkir ágerðust þegar leið á kvöldið og nóttina, ég gat ekki sofnað en Nonni var alveg að leka út af og það sætti ég mig ekki við. ÉG vildi að hann myndi horfa á mig en ekki tala við mig.
---
Um miðja nótt ákváðum við að fara upp á spítala til að láta tékka á þessu. Mamma ætlaði að vera með okkur svo ég hringdi í hana til að láta hana vita, ég sagði henni að ég myndi hringja í hana af spítalanum og láta hana vita hvernig staðan væri. Ég gleymi aldrei andartakinu þegar ég við hringdum bjöllunni, mér fannst það svo vandræðalegt - hvað á maður að segja: .."Hæ, ég er að koma að fæða barn!"
---
Við vorum rétt nýkomin inn þegar mamma mætti, hún var greinilega tilbúin í gírinn með myndavélina um hálsinn og íþróttatösku fulla af nesti, nuddolíum og alls konar dóti. Við tók nokkurra klukkutíma bið - mig minnir að við höfum við komin um fjögurleytið um nóttina og María er fædd í hádeginu. Fæðingin gekk bara nokkuð vel, ég fylgdist vel með klukkunni og taldi niður tímann fram að hádegi - ljósan hafði sagt að hún myndi fæðast þá.
---
Fyrir fæðinguna var ég búin að gera rosalega fínan óskalista þar sem óskir mínar komu fram, sorry en hverjum datt í hug að láta frumbyrju fá þá flugu í hausinn að hún gæti stýrt þessu eitthvað. Óskalistinn gleymdist heima en jeminn hvað hann var úr takti við raunveruleikann. Til að mynda sagði ég við ljósuna að ég vildi fara í gegnum fæðinguna án deyfingar, ss vildi ekki að mér væri boðið neitt og ég vildi vera sem mest á ferðinni en ekki í rúminu. Ég vildi ekki eiga á bakinu og só on. Til að gera langa sögu stutta var ég farin að heimta verkjalyf fljótlega eftir að ég kom, ég lá á grjónapúða upp í rúmi nánast allan tímann og ég átti á bakinu :)
---
Fæðingin sjálf er samt ansi gloppótt í minninu, ég man eftir einstaka mómentum en ekki öllu. Ég man samt svo vel eftir því þegar ljósan klappaði mér á öxlina og hrósaði mér fyrir það hvað ég var dugleg - ég lifði lengi á þessu hrósi þrátt fyrir að nokkru seinna hafði ég heyrt að þær segja þetta við alla.
---
En nóg um það, á morgun eru 7 ár síðan ...