Stundum (eða kannski oft) kíki ég á stjörnuspána mína á mbl.is eða dreg spil á spamadur.is. Yfirleitt alltaf fæ ég þau svör sem ég er að leita að hverju sinni, nema í dag þá var stjörnuspáin mín á mbl.is fáránleg - þar var sagt að mig langaði að koma einhverjum undir græna torfu!!! Kannski er þar undirmeðvitundin að láta á sér kræla en ég kannast ekki við þessar pælingar ... Ég elska stjörnuspána þegar hún segir mér það sem ég vil heyra og það sem ég er að hugsa. Call me crazy.. I know.
---
Það er samt svo margt að flækjast í hausnum á mér þessa dagana, það er stutt í geðvonskuna og gleðina. Ég er eins og íslenska veðrið, breytist oft á dag. Kannski er tóbaksleysið að tala, ég vil alla vega kenna því um geðsveiflurnar. Ég ákvað það þegar ég vaknaði í morgun að gera ekki neitt í allan dag og vera í náttfötunum þangað til á morgun. Það entist ekki lengi, mikið svakalega er leiðinlegt að gera ekki neitt. Mér þótti það svo leiðinlegt að ég er búin að þrífa ísskápinn og byrjuð á eldhússkápunum. Svo skellti ég mér niður og nældi mér í góðan haug af dagblöðum því ég ætla að pakka niður í kassa - ég flyt einn daginn, svo það er eins gott að vera búin að þessu.
---
En talandi um dagblöð, ég bað dóttir mína að fara niður og sækja dagblöð fyrir mig til að pakka einhverju niður. Hún kom eftir dágóða stund og sagði mér að það væri ekkert dagblað niðri en hún hélt samt á góðum bunka. Þegar ég benti henni á að hún héldi á nokkrum sagði hún réttilega við mig: "Þetta eru 24stundir og Fréttablaðið - ég fann ekkert sem heitir Dagblað!"
1 ummæli:
hahahahhaha dóttir þín er snillingur!!!
Skrifa ummæli