Ég þykist nokkuð viss um það að allir hafa einhvern tímann lent í því að týna bílnum. Mér hefur tekist það nokkrum sinnum, sem betur fer hafa afleiðingarnar sjaldanst verið alvarlegri en rauðar kinnar og sært egó. Mér finnst frekar fyndið að hugsa til þess að flest "leitin að bílnum" atvikin hafa átt sér stað á Háskólasvæðinu.
---
Elsta tilvikið sem ég man eftir var þegar ég mætti í Odda á gamla góða Passatinum og skellti honum í stæði, hljóp inn í Odda og sat þar allan daginn. Rétt fyrir fimm ákveð ég að fara af stað og vitið menn, bílinn er ekki þar sem ég taldi mig hafa lagt honum. Var honum stolið? var það fyrsta sem flaug í gegnum hugann. Ég skimaði í kringum mig og efaðistu um eigið minni.. þar til ég sá bílinn. Hann stóð hálfur upp á gangstétt, á milli umferðaskiltis og annarar bifreiðar. Einhver glöggur háskólamaður hafði sett steypuklumb við annað afturdekkið. Ég hafði þá lagt bílnum í stæði, skellt hurðinni og læst bílnum samviskusamlega. Ég gleymdi þó einu mikilvægu, eða tvennu, bíllinn var hvorki í gír né með handbremsuna á.
---
Svo liðu nokkuð mörg ár og undanfarið hef ég mjög oft leikið leikinn "Leitin að bílnum". Fyrir nokkru var ég að vinna frameftir. Einn Subaru Legacy ljósblár að lit var fyrir utan Gimli þegar ég gekk út úr vinnunni. Ég smellti á forláta takkann sem á að sjá um að aflæsa bílnum en allt kom fyrir ekki, engin ljós blikkuðu og lásinn sat sem fastast. Ég reyndi þá að opna með lykilinum, en það var sama sagan. Lykillinn haggaðist ekki, sama hvoru megin ég reyndi. Á meðan mér rigndi niður var mér litið inn í bílinn, að svo búnu fór ég og athugaði númerplötuna. Þetta var ekki minn bíll.
---
"Leitin að bílnum" var tekin aftur í dag. Ég hreinlega mundi ekki hvar ég lagði bílnum. Ég hafði farið út í hádeginu og algjörlega ruglað skipulaginu/óskipulaginu í höfðinu á mér og gekk fram og tilbaka á stóra malarstæðinu. Allt í einu rak ég augun í bílinn, hann var fremst á stæðinu svo ég gekk samviskusamlega framhjá honum þegar ég gekk inn á bílastæðið. Eftir langan vinnudag er eitt það síðasta sem mig langar að gera er að fara í "Leitin að bílnum".. samt gerist það alltof oft
2 ummæli:
Ohh já þetta hefur orðið vandamál hjá mér eftir að ég eftirlét Danna Líbó og hóf að keyra um á Blú...alveg ferlega karakterlaus bíll.
Ferlegasta atvikið var kortérsleit á kringluplaninu í grenjandi rigninu í leit að déskotans bláa bílnum...það var annar hver bíll blár...
Búin að læra mína lexíu...þegar ég er loks búin að borga myntköruflánið á Blú og kaupi nýjan bíl verður hann brjálæðislega myntugrænn!!
Kv. Elín
hehehe, þetta er svolítið fyndið eftir á en ekki meðan á leit stendur, hef einmitt oft lent í þessu hér í Kringlunni, ég legg alltaf á sama stað því maður mætir alltof snemma í þessa vinnu, en síðan þegar ég þarf að skreppa þá þarf ég auðvitað að leita af stæði þegar ég kem aftur og það er ekkert grín... eftir vinnu byrjar síðan leitin því bíllinn er ekki í sínu vana stæði... mmm ekki gott og alltaf er maður jafn hissa :)
Kv Kidda
Skrifa ummæli