föstudagur, nóvember 28, 2008
Sjóleiðis
Hvað er að verða um heiminn okkar? Litla sæta krúttlega heiminn okkar? Hryðjuverk á Indlandi og rómantísku hulunni af Taj Mahal ýtt út af borðinu... Airbus hrapar í Miðjarðarhafið og öll áhöfnin ferst, sem betur fer var hún án farþega... Stríðsástand í Bangkok.. og endalaust svartnætti í peningamálum á Íslandi.
---
Kannski maður ætti bara að sækja um ríkisborgararétt í USA, Obama lofar nýjum og betri heimi og ætlar ærlega að hreinsa til og svo eru þeir oft svo narrow-minded að þeir vita sjálfsagt ekki að það hafa verið framin hryðjuverk á Taj Mahal, Airbusinn hafi hrapað eða að flugvöllum í Taí sé lokað. Ég held að það sé ákveðinn lúxus að vera Bandaríkjamaður í dag.. ef við gefum okkur það að þeir séu allir eins og fólkið í Leno (sem við ætlum að gera).
---
Samt er bara gaman að vera jéggg... ég hef vinnu og meira að segja nýja vinnu og mun hafa vinnu. Ég á frábæran vinnuveitanda sem líkast til fer seint eða aldrei á hausinn - tæknilega séð er það víst ekki hægt. Ég hitti mikið af skemmtilegu fólki þessa dagana, fullt skemmtó á plönunum.. jólahlaðborð í kvöld, bústaður eftir viku, jólaglögg vikuna þar á eftir... fríhelgi og svo jólajólajóla! Einhvers staðar á þessu tímabili ætlar hún Elín mín svo að eignast litlu knúsuna mína.
---
Nóvember er að verða búin með öllum sínum afmælum. Þið öll, til hamingju með daginn og börnin ykkar. Amma fær þó stærstu kveðjuna en hún hefði orðið 77 í gær :*
---
Enveís.. ég er komin í glöggstuð?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli