sunnudagur, desember 14, 2008

10 dagar til jóla..

.. og hér er allt eftir. Ein jólasería komin inn á elskulega barninu mínu. Geymslan svo gott sem komin inn í stofu og allt út um allt. Í dag ætlaði ég að vera búin að fylla leigugeymsluna og gera allt voðalega jóló hjá mér hérna heima. Ætlaði er lykilorðið.
---
Ég veit ekkert hvað ég á að kaupa í jólagjafir, ég veit ekkert hvað fólki vill fá í kringum mig. Ég hef aldrei verið svona lost í þessum efnum. Vinkonurnar eru margar meira lost en ég hvað á að gefa karlinum í jólagjöf.. ég veit alveg hvað ég ætla að kaupa fyrir minn - þegar ég eignast hann :) Ég verð búin að hafa mörg jól til að íhuga þessa klassísku "gjöf handa karlinum". Þegar ég fer að sofa í kvöld skal ég vera búin að gera eitthvað meira jóló og notó hérna heima á Eggertsgötunni.
---
Litli snillingurinn minn var að keppa í fótbolta í gær. Hún er helvíti góð þessi elska, hún þrumaði einum bolta í markið og sýndi hörkuleik. Stúfur var svo ánægður með hana að hún fékk úr í skóinn, hana er búið að dreyma um úr lengi.
--
Aníveis, tilgangslaust blogg sem minnir á að lítill tími er til jóla. Sálin er á Players næstu helgi????

Engin ummæli: