þriðjudagur, desember 16, 2008

Stjarnan mín..

Prinsessan mín keppti í fótbolta á laugardaginn, það var gaman að fylgjast með henni þjóta upp völlinn og tækla stelpurnar í hinu liðinu. Það skemmdi ekki fyrir að stjarnan mín skoraði þrusumark og fékk mynd af sér í Mogganum. Stolta mamman sýndi öllum í vinnunni litlu stjörnuna sína :)
---
En hún er að þroskast svo mikið. Í gærkvöldi var hún á msn hjá mér, ég dormaði í sófanum og japlaði á nammi á meðan. Þegar svefntími var kominn á þá stuttu kíkti ég í tölvuna og sá að hún hafði sagt viðmælandanum sínum á msn að ég væri að borða nammi og spurði viðkomandi hvort hann ætlaði ekki að fara að kíkja í heimsókn ;) Spurning um að fara að búa til hennar eigin msn...
---
Svo kom háttatími fyrr í kvöld, við lágum saman upp í rúmi og hún las fyrir mig. Ég var svo þreytt að ég ákvað að dorma aðeins með henni í smá stund. Í miðju dormi spyr hún mig hvað hún fái í skóinn í nótt! Ég sagði að ég vissi það ekkert, hún benti mér réttilega á að ég vissi það bara víst og ég sagði að ég væri ekki jólasveinn og vissi þar af leiðandi ekkert um það. Umræðan dó og María sofnaði.
---
Hvað gefur maður svo svona stjörnum í jólagjöf? Hún vill ekki fósturpabba nema hann sé dökkhærður og eigi ekki lítinn strák (fyrirvarinn líka frekar stuttur - rétt vika til jóla), hún vill skíði en ég kann ekki á skíði, hún vill ekki föt en hana vantar föt, hún vill BabyBorn bíl...

3 ummæli:

Unknown sagði...

skíði skíði skíði og láta svo mömmu sína biðja líka um skíði fyrir sjálfa sig í jólagjöf!!

skíði, best í heimi!!!

Ásdís Ýr sagði...

Skíði.. mannstu eftir mér í 9.bekk í Skálafelli? Þegar ég loksins komst yfir á skíðasvæðið var kominn hádegismatur og allir áttu að fara tilbaka... Skíði - ég læt aðra um það :)

Þú getur boðið henni á skíði með þér ... hhahah

Unknown sagði...

iss erum við ekki naut?? nautsterkar og hundþrjóskar? Dreg ykkur báðar með mér á skíði í vetur, ekkert rugl :)