sunnudagur, febrúar 22, 2009

Heima að heiman

Svoleiðis líður mér pínu þessa dagana, mér finnst ég vera í heimsókn  - heima en samt að heiman. Ég á lítið krúttlegt herbergi með Maríuhænunni minni, mamma þvær fötin mín og ég elda matinn fyrir heimilið.  Saman göngum við svo frá og höldum öllu þokkalegu. Ég þarf að klæða mig þegar ég búin í sturtu eða vefja utan mig handklæði til að ganga niður í herbergið - stundum langar mann bara að hlaupa um allsber - now the feeling?
----
Mig langar bara að flytja.. ég er samt í algjörri klemmu, það er gott að mörgu leyti að búa hér en samt langar mig að flytja.

Engin ummæli: