sunnudagur, febrúar 01, 2009

Ofurbloggarinn..

... er tekinn til starfa og bloggar alltof sjaldan eins og honum var von og vísa - Ásdís ofurbloggari. Þrátt fyrir að búa í sveit hefur lífið bara verið sérdeilis skemmtilegt undanfarið, ég vinn eins og mófó, kenni helming af kennsluskyldu fastráðins kennara, el upp yndislega dóttir og stunda heimsóknir í vesturbæinn grimmt við nokkra gleði heimamanna að ég tel.
---
Ég sakna vesturbæjarins ógurlega mikið og þægindana við að búa þar - það er ákveðinn lúxus að búa hér en samt sem áður er ákveðinn lúxus að búa einn. Það kemur að því að ég verð fullorðin aftur - gifting í sumar svo það eins gott að vera orðinn nokk fullorðinn þá - DJÓK! Ég er ekki ennþá búin að koma okkur nógu vel fyrir - einhvern veginn fer frítíminn minn í allt annað en að taka upp úr kössum, sortera og henda. Þegar María er hjá Nonna geri ég aðra hluti ;)
---
Ný ríkisstjórn tók við í dag eins og einhverjir hafa tekið eftir - pólitíska Ásdís sem reifst og rökræddi um pólitík svo dögum skipti hér í den nennir bara varla að pæla í þessu. Ef ég þarf fréttir þá fer ég í mat og hlusta á samræður fólks í kaffistofunni - jú og tek þátt stundum.
---
En hér hafið þið blogg, og kommentið svo!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei sko velkomin til starfa!
Ég kíki næstum daglega hingað inn þó ég kommenti ekki, en lofa að vera duglegri núna :)
Guðrún

Nafnlaus sagði...

Þú mátt alveg endilega koma við í kaffi þegar þú ert á leið um vesturbæinn.

Þú hefur svo kannski ekkert til að rífast um... jafnvel að þroskast og snúast meira til hægri... ;)