sunnudagur, maí 17, 2009

Sumar, sumar, sumar og sól

Temmilega langt síðan síðast.. bloggandinn hefur bara ekki komið yfir mig í langan langan tíma - kannski bara af því að sunnudagskvöldin eru yfirleitt bókuð í eitthvað annað :)
---
Einhvern veginn hefur tíminn staðið í stað undanfarna mánuði, mér finnst eins og janúar hafi verið í síðustu viku og svo langt í að að ég sé að fara að flytja aftur. Það hefur mikið gerst á þessum mánuðum, ég hef þurft að endurskoða ýmislegt og breyta ýmsu - það var bankað á öxlina á mér og samstarfsfélagi minn benti mér réttilega á að sumt væri verðmætt - annað dýrmætt og það ætti maður að passa. En það er að koma sumar eða er komið sumar. Tjaldvagninn er kominn heim og útilegutærnar mínar eru að komast í stuð. Mig langar að vera í útilegum í allt sumar - mig vantar bara útilegufélaga, endilega bjóðið ykkur fram :) 
---
Svo er Annan mín að flytja norður, ég get í hjartans eigingirni sagt án þess að blikka að mig langar ekkert að hún flytji - en það er bara eigingirni sem ég verð að eiga við mig :) Ég á eftir að sakna hennar alltof mikið - Valla og Anna báðar á Akureyri.. spurning um að skella sér bara líka? Það verða pottþétt nokkrar Akureyrarferðirnar í sumar, ein fótboltaferð, ein ferð í brúðkaup og svo vonandi bústaður og bara heimsóknir... 
---
Það er komið samt svona eirðarleysi í mig, mig langar að setjast upp í bílinn og keyra af stað, bara eitthvert - kaupa ís og halda svo áfram. Stoppa einhvers staðar og fara sund. Fara svo heim, grilla og sötra hvítvín. Mig langar að stökkva á ferð til útlanda - ég býð spennt eftir því að vinna í lottói, þrátt fyrir að taka ekki þátt þá finnst mér alveg komin tími á að vinna. 

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nei sko! Gaman að sjá að bloggandinn hefur heimsótt þig!

En ég býð mig sko fram í útilegur og sumarbústaðaferðir :)

knús
Guðrún

Ásdís Ýr sagði...

Vúhúú.. þú ert pöntuð :)

Helga Björg sagði...

Ég býð mig sko líka fram í útilegur.... ekki spurning :)

Ásdís Ýr sagði...

Geðveikt!!! Geturðu reddað ljósavélinni með? hahhaha

Nafnlaus sagði...

Hey, var löööööngu búin að bjóða mig fram í útilegur...

Svo eru ekki nema 10 mín keyrsla á milli okkar- algjör óþarfi að fara í hverri vikur norður á AK!

kv. HH

Ásdís Ýr sagði...

HH - það er of stutt heim til þín mín kæra :)

Pant fara líka með þér í útilegu :)

Nafnlaus sagði...

Útilegur er það ekki bara eitthvað fyrir gamalt fólk?

BÖB

Nafnlaus sagði...

Þó ég hafi alltaf farið að flissa eins og smástelpan sem ég er þegar seinasta blogg kom upp þá var gott að fá nýtt.
Vona að sumarið verði gott, veit nú ekki hversu lífleg ég verð í útilegum en það er fínt að tjalda í garðinum mínum svo vertu velkomin :)
MJ

Nafnlaus sagði...

Við erum alltaf til í útilegu :) sakni sakn!
Vallan

Ásdís Ýr sagði...

BÖB - jú gamla fólkið sem hangir í tjaldvögnum út um allt land :)

MJ - þetta var svo fyndið

Valla - við verðum að fara í útilegu í sumar, hvernig væri bara að plana hópferð í Vaglaskóg? HHG, MJ, ARJ, ARF, FD... Sakna ykkar líka - ég ætla að banna fleiri flutninga til AK