mánudagur, september 28, 2009

Now 23

Helgin sem leið var ótrúlega skrítin - ég hef ekki átt svona helgi síðan 2008.. alls ekki að kvarta samt. Ég var lítið heima og gerði það sem mig langaði þegar mig langaði - meira að segja þá lagði ég meðan flestir hentu í sig kvöldmat á laugardaginn. Skemmtileg helgi með góðu fólki - alla dagana. Það vantaði samt einn stóran gorm - það hefði verið ótrúlega notalegt að hafa hann hjá sér, því er ekki að neita. Sunnefa reynir sitt besta að koma í hans stað :) Ég fæ knús í nóvember.. ekkert svo langt þangað til.
---
Annars er alltaf nóg að gera hjá mér, ég ákvað að taka að mér smá kennslu í vetur eftir að hafa tekið ákvörðun um það að kenna ekki neitt í vetur heldur ljúka við MA ritgerðina mína og nota allan tímann í hana. Það er bara svo gaman að kenna... ég elska það. Ég elska nemendur sem vilja læra og hafa áhuga á efninu.. ég elska "kennarasleikjurnar".
---
Eníveis, fullt sem mig langar að skrifa en ekkert sem mig langar að birta :)

laugardagur, september 19, 2009

Time flies

Milli þess sem ég hrærði í tertur og dúllaði mér á facebook hef ég verið að lesa í gegnum gamlar færslur á blogginu mínu. Stundum skellti ég upp, stundum skildi ég ekki hvað ég var eiginlega að skrifa um og stundum fékk ég tár í augun. Ég er búin að blogga hérna á blogspot í fjögur og hálft ár. Fyrst þegar ég bloggaði sagði ég frá öllu sem ég gerði en smám saman hefur það þróast út í hugsanir og pælingar með daglegu ívafi.
---
Það er samt alveg ótrúlegt hvað það er fljótt að fenna yfir hinar ýmsu minningar. Til dæmis...
  • hef ég ekki getað drukkið neitt magn af rauðvíni síðan Valla og Addi útskrifuðust úr HÍ 2006.
  • Ég hitti pabba síðast í júní 2005.
  • Í júlí 2005 auglýsti ég eftir laganema til að lesa yfir lagakaflann í BA ritgerðinni - enginn hafði samband við mig þá :)
  • Í október 2005 skilaði ég inn BA ritgerðinni minni, bauð upp á 100 lítra af áfengi og skemmti mér þrælvel.
  • Í nóvember 2005 var ég virkilega að spá í því að skrá mig í Vinstri græna.
  • Í janúar 2006 byrjaði ég að vinna í tímavinnu á skrifstofu félagsvísindadeildar sálugu.
  • Í mars 2006 breyttist margt og við María urðum tvær í kotinu.
  • Í maí 2006 kvaddi elskulega amma mín þennan heim.
  • Í júlí 2006 fór ég í ógleymanlega ferð til Chile og heimsótti Sunnefu, saknaði Maríuhænunnar minnar mikið en naut þess samt að vera hjá Sunny.
  • Í september 2006 fórum við Hildur Halla á Sálarball í Mosó.
  • Í nóvember 2006 giftu Maja og Beggi sig.
  • Í janúar 2007 fór ég í 25 ára afmæli Völlunnar minnar og á þorrablót í Eyjafirði.
  • Í mars 2007 hitti ég Blönduósstelpurnar á Vegamótum - erum nokkrum sinnum búnar að spá í að hittast aftur :)
  • Í nóvember 2007 missti ég símann minn ofan í kaffibollann minn á kaffistofunni í Odda.
  • Í desember 2007 fór ég í ógeðslega hálskirtlatöku og flutti inn til Maju og Begga.
  • í mars 2008 fór ég á Mosódjamm með öllum gömlu félögunum.
  • Í mars 2008 fór ég með HÍ til Ísafjarðar og slasaði mig á spjaldhryggnum eftir tvær byltur í snjónum þar (sá einn sætan og féll bókstaflega fyrir honum).
  • Í apríl 2008 missti Stjarna gamli hamsturinn okkur einn fót.
  • í júní 2008 fór ég í skrallaði ég á Akureyri og svaf í lopapeysu.
  • Í október 2008 hófst rekstur kaupfélagsins við Eggertsgötu.
  • Í nóvember 2008 var ég í algjörri kleinu, týndi bílnum mínum hvað eftir annað og tók rangar ákvarðanir á sumum sviðum.
  • Í desember 2008 fékk ég stöðuhækkun í vinnunni.
  • Í desember 2008 eyddi ég út 1010 smsum úr símanum mínum.
  • Í desember 2008 fór ég að íhuga aftur viðskipti við kaupfélagið á Eggertsgötu
  • Í janúar 2009 flutti ég í 113. Í febrúar átti ég skemmtilegan mömmudag með Maríu.
  • Í mars 2009 fór ég með Hildi, Ingunni og Maríu í ógleymanlega sumarbústaðarferð til Akureyrar.
  • Í mars 2009 varð ég veðurteppt á leiðinni til Ísafjarðar og síðar í mánuðinum varð ég veðurteppt á Skagaströnd en ég byrjaði mánuðinn á því að fluginu mínu til Akureyrar var aflýst.
  • í maí 2009 flutti Annan mín til Akureyrar og í hjartans eigingirni grét ég heil ósköp.
  • Í júní 2009 fór ég með Maríu til Ísafjarðar að hitta fjölskylduna í Króki í fyrsta skiptið.
  • Í september 2009 stakk karlinn minn af til útlanda.
---
Eníveis, tveir unglingar sofa inn í Maríu herbergi. Planið mitt er að sofa ekki aðra nótt í sófanum. Afmælisveisla á morgun.

fimmtudagur, september 10, 2009

Wanna talk about sex?

Dagarnir líða, karlinn í útlöndum og netið loksins komið á Hagamelinn. Einkabarnið og dekurdúllan mín á afmæli á mánudaginn, 8 ára unglingur sem óskar eftir gemsa og fötum í afmælisgjöf...
---
Barnið mitt er formlega orðið lyklabarn og er ótrúlega sátt við fyrirkomulagið. Það er mikið að gera á litla heimilinu okkar, barnið stundar fótboltann á fullu, ballettinn er að kikka inn aftur og sömuleiðis kórinn. Það var yndislegt að keyra hana á ballettæfingu fyrr í dag, beint af fótboltaæfingu. Innan um puntskó og dúllerí plantaði hún takkaskónum og legghlífunum. Gervigrasbuxurnar og sokkarnir fengu svo að hanga í klefanum með prinsessudótinu. Eftir nokkrar mínutur var gallharði KR-ingurinn orðinn ballerína með snúð í tjullpilsi.
---
Á meðan barnið æfði stíft með balletthópnum ákvað mamman að versla inn fyrir fyrsta hlutann af afmælisveislum - sá síðari verður eftir rúma viku. Það getur verið hollt að fara í búð og vita ekkert hvað maður ætlar að kaupa, þá fær hugurinn að njóta sín og stundum verður útkoman góð og stundum ferlega fyndin. Nema hvað, ég fór að velta því fyrir mér af hverju eru brauðvörur alltaf það fyrsta sem maður sér í Bónusverslun - það vita það allir sem versla og hafa smá rökhugsun að ef þú setur brauð neðst í körfuna þá verður það ansi kramið ef þú heldur áfram að hlaða ofan á það!
---
Ég gekk um búðina, fór sömu gangana aftur og aftur og reyndi að muna hvað ég ætlaði að kaupa. Ég gafst upp eftir dágóða stund og ég held ég hafi keypt allt sem mig vantaði nema tómatsósu og mjólk. Ég meina hver þarf tómatsósu og svo er mjólk ekkert svo holl. Barnið pantaði pizzur og Hello Kitty köku á la mamma. Mamman ætlar að verða við þeirri beiðni aðfararnótt sunnudags - á sama tíma og hún ætlar að tæma síðustu kassana og finna leið til að koma 16 stelpum í sæti.
---
Eníveis, plan helgarinnar er að draga nokkra lambskrokka í sveitnni og halda svo stelpupartý í borginni - Er ekki helgin bara 2 dagar?

þriðjudagur, september 01, 2009

The blogger is in da house

"Samband stendur í blóma! Þú ert kominn yfir það að vilja einhvern annan til að breyta til og tekur þessari manneskju einsog hún er " segir í stjörnuspánni hans Leifs fyrir daginn í dag og já hann er farinn til Hollands - án mín, sambandið er algjörlega í blóma :)
---
Frá því ég keyrði rófuna mína á völlinn hef ég verið að spá í síðasta ári - stundum truflar rykið í augunum :) Það er spaugilegt að hugsa til þess hvernig hlutirnar hafa æxlast og yndislegt í ofanálag. Fæðingin var löng með smá hríðarstoppi um tíma en svo fór allt að blómstra. Fyrir ári síðan var ég út um allt og alls staðar, nýlega komin með facebook og njósnaði reglulega um gaurinn sem var að skrifa fyrri hluta fræðikenninga sinna með Scooter við eyrað - ég hélt alltaf að statusinn væri djók, ég gat ekki ímyndað mér að nokkur maður hlustaði á Scooter. Ekki fyrir svo löngu komst ég að því að maðurinn hlustar á Scooter! Ég sakna hans ;(
---
Annars erum við mæðgur að fara að flytja - stefnan er tekin á að sofna á nýjum stað annað kvöld. Ég hlakka mikið til að halda fullt af saumaklúbbum, halda pizzupartý fyrir Maríu og vinkonur hennar, opna hvítvínsflöskur og hafa það kósý. Over and out