mánudagur, september 28, 2009

Now 23

Helgin sem leið var ótrúlega skrítin - ég hef ekki átt svona helgi síðan 2008.. alls ekki að kvarta samt. Ég var lítið heima og gerði það sem mig langaði þegar mig langaði - meira að segja þá lagði ég meðan flestir hentu í sig kvöldmat á laugardaginn. Skemmtileg helgi með góðu fólki - alla dagana. Það vantaði samt einn stóran gorm - það hefði verið ótrúlega notalegt að hafa hann hjá sér, því er ekki að neita. Sunnefa reynir sitt besta að koma í hans stað :) Ég fæ knús í nóvember.. ekkert svo langt þangað til.
---
Annars er alltaf nóg að gera hjá mér, ég ákvað að taka að mér smá kennslu í vetur eftir að hafa tekið ákvörðun um það að kenna ekki neitt í vetur heldur ljúka við MA ritgerðina mína og nota allan tímann í hana. Það er bara svo gaman að kenna... ég elska það. Ég elska nemendur sem vilja læra og hafa áhuga á efninu.. ég elska "kennarasleikjurnar".
---
Eníveis, fullt sem mig langar að skrifa en ekkert sem mig langar að birta :)

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert svo dugleg :)
VSB

Helga Björg sagði...

Duglega þú! :) :)
Maður er farin að skilja Kristján Ara betur og betur eftir því sem árin líða... shit hvað það hlýtur að vera leiðinlegt að kenna fólki sem nennir ekki að læra!