Jæja, þá fer vonandi að líða að lokum þessarar ritgerðarvinnu. Einn kafli fer í skil á morgun (aka annað kvöld) og svo hrannast þeir vonandi inn.. og hviss, bamm og búmm - kvikyndið í prentun 10.september! Sem er nákvæmlega eftir einn mánuð - sem væri lítið mál ef ég væri ekki byrjuð að vinna og að undirbúa annað nám... en ég ætla að taka þetta með báðum og skila.
---
Verkefni vetrarins eru spennandi, talsverð kennsla, skrifstofuvinna, skóli og jafnvel rannsóknaastúderingar. Ég hlakka óstjórnlega til þegar ritgerðarskrímslið verður komið innbundið og búið. Mín tilfinning er að því fylgi óstjórnlega mikið frelsi og fullt fullt af tækifærum.
---
Annars panta ég eina lesandann minn í yfirlestur fyrstu vikuna í september :)
2 ummæli:
Ég les bara bloggið þitt af því að þú nennir aldrei að tala við mig.
Ég talaði við þig áðan ljúfurinn minn :)
Skrifa ummæli