Pabbi er á landinu, hann kom um síðustu helgi með Monu konunni sinni. Við hittumst öll áðan, ég og María, Maja og Anna María, og Martin, í pizzu hjá Maju. Þegar ég sagði Maríu að við værum að fara að hitta Össa afa vissi hún ekkert um hvern ég var að tala enda hefur hún ekki hitt hann í 1,5 ár og ég hef ekki talað um hann við hana.
Það var alveg ágætt hjá okkur, karlinn er orðinn nokkuð sleipur í dönskunni en dæturnar ansi slappar :) Við spjölluðum um heima og geima á meðan stelpurnar léku sér með tilheyrandi látum.
Ég keyrði svo Martin heim og settið á gistiheimilið, þau fara aftur til Danmerkur á morgun. Martin hitti hann fyrst í dag fyrir utan óvænta uppákomu í Kolaportinu á sunnudag... alveg týpískt. Hausinn á mér er alveg á fleygiferð núna, allt of mikið af tilfinningum í gangi. Það er miklu auðveldara að hafa hann bara úti, það eitt að hitta hann fær mann til að hugsa allt of mikið um gamla tíma þegar maður var lítill og vissi ekki margt. Svona er lífið...
2 ummæli:
æ kellingin mín.. hvað get ég sagt.. láttu þér líða vel og reyndu að taka þetta ekki of nærri þér. Tökum svo eitt gott maraþon-spjall um þetta og allt annað eftir 3 vikur.. Hlakka til að sjá þig elskan mín, og vertu sterk! Þykir endalaust vænt um þig.
Elsku sunnefa mín, ég fær bara tár í augun að lesa þetta frá þér. Þú skilur mig alltaf svo vel og svo hlakka ég svo til að sjá þig, og að sjálfsögðu að djamma saman í bústaðnum! Mér þykir líka alveg endalaust vænt um þig, og eins og alltaf: Farðu varlega :)
Skrifa ummæli