sunnudagur, júní 26, 2005
Rauðvín...ó mæg gad!
Valla, Addi og Ingunn voru öll að útskrifast í gær. Til lukku með það! Við fórum fyrst í veislu til Ingunnar í Kópavoginum. Svo fórum við til Völlu og Adda. María dundaði sér að mestu inn í herbergi að kubba og að borða ávexti og grænmeti :) Svo skildu þau mig eftir....
Ég sat með Völlu og vinum hennar fram eftir nóttu að sötra rauðvín í heldur ótæpilegu magni. Elskulegi nágranninn í kjallarnum var búinn að fá nóg af látum (sem voru þá mjög lítil) og hringdi á lögguna rétt fyrir 24. Málunum var nú samt bara reddað, við fórum með taxa heim til Völlu og Adda og héldum áfram að sulla og syngja með gítarspilinu.
En svo kom að því bara allt í einu, að ég varð ofurölvi og skottaðist heim þar sem ég byrjaði að æla og æla eins og ég veit ekki hvað. Svo kom nýr dagur og heilsan var vægast sagt slæm. Nonni fór að vinna í morgun og svo að ég þurfti að rífa mig á lappir. Ég ældi og ældi... María fékk svo að fara í heimsókn til vinkonu sinnar svo að ég fór heim og svaf og svaf þar til hún kom aftur heim. Undir kvöldið var heilsan að verða í lagi...
Ég held að ég sé loksins búin að læra það að rauðvín á að sötra með mat en ekki drekka og detta í´ða...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hehe... ég sem er einmitt farin að reyna að fara á fyllerí með rauðvíni og sleppa bjórnum! ;)
Það fer greinilega misjafnlega í fólk...
Vonandi ertu orðin góð í dag mín kæra!
Heilsan er öll að koma til :)
Rauðvín er sko ekkert fyrir mig... mér finnst það líka svo gott að ég þamba það stundum :)
hehehe ég á smá afgang, vertu velkomin í rauðvín híhíhí ;)
þakka gott boð en ég held ég sleppi því :)
Jæja gott að þú ert að jafna þig - verður að verða orðin góð áður en við förum í bústaðinn næstu helgi!!
Skrifa ummæli