sunnudagur, október 23, 2005

Þá er það skjalfest

Ég er formlega orðinn uppeldis- og menntunarfræðingur, frekar fyndið finnst mér, eitthvað svo fullorðins :) Brautskráningin var í gær í Háskólabíó, alveg stappað í stóra salnum af fólki. Það voru samt ekkert svo margir að útskrifast núna, 332 og að sjálfsögðu flestir úr félagsvísindadeild. Þetta var mjög hátíðlegt allt saman, forsetinn og frú Vígdís létu meira að segja sjá sig með öllum hinum.
Eftir athöfnina fórum við fjölskyldan á MacDonalds til að seðja hungrið :) Uppáklædd og fín sátum við í barnahorninu á Makkanum. Svo skunduðum við bara heim og fórum úr sparifötunum, bara svona í smástund. Við fórum svo öll saman, ég, Nonni, María, mamma, Siggi og Maja út að borða á Ítalíu í boði mömmu og Sigga. Það var rosalega fínt og skottan var voða góð, rölti bara um á milli þess sem hún fékk sér bita. Henni fannst ristaða brauðið og tómatarnir bestir á meðan við fengum okkur dýrindis steik, hún vildi fyrst fá hakk og spaghetti en svo fékk hún lasange...
Við komum svo heim og höfðum það náðugt, María bauð mér að vera besta vinkona sín ef ég myndi lita með henni í nýju litabókina sem Maja gaf henni á föstudaginn, algjör dúlla. Núna er ég bara að læra fyrir próf á þriðjudaginn, lokapróf í fagi sem ég kann ekki neitt í. Þetta er nú samt heimapróf þannig að ég vona að það bjargi mér eitthvað :)

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju!
Skrýtið að vera útskrifuð en samt þarftu að fara í próf, finnst þú ættir að vera búin með það allt! hehe
Allavega til hamingju með áfangann sjáumst hressar og kátar næstu helgi!

Ásdís Ýr sagði...

Takk fyrir það. Fáránlegt að vera búin að útskrifast en vera að fara í próf, passar ekki alveg :) svona er þetta þegar maður kann ekki að stoppa sig af og veit ekkert hvað maður vill og gerir bara allt sem manni dettur í hug! Kannastu nokkuð við það??

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju elskan mín!! Sendi þér kossa og knús.. Við kannski fögnum minni útskrift áður en við verður fimmtugar.. vonandi :) Love u

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með þetta! :) Þú ert svo klár og dugleg!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ
Msnið mitt ákvað að hætta að virka, þannig að mig vantar msnið þitt, Höllu og Ernu, svo kemst ég ekki heldur inn í póstinn minn á Vísir! Tölvurnar ekki beint að vinna með mér!! hehe
Ef þú nennir myndirðu þá setja msn "heimilisföngin" innn á bloggsíðuna okkar.....!!
Mucho Gracias
Bæjó

Ásdís Ýr sagði...

Msnið mitt virkar ekki heldur :(

Nafnlaus sagði...

TIL HAMINGJU ELSKAN MÍN!!
Mikið ertu orðin fullorðin :)

Sorry að ég hafði ekkert samband, þetta var bara fullt prógram úti frá morgni fram á nótt! Enda er ég þreytt núna.
Sjáumst á laugardag!!

Nafnlaus sagði...

Ég er alltaf eins þ.e seinust með að commenta! En INNILEGA til hamingju Dísa mín og hlakka mikið til að fagna þessum frábærum áfanga í lífi þínu á laugardaginn!
kv.Erna

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í kvöld elskan mín... Hlakka til að lesa hér hvernig gekk og hvað gerðist.. Skála með þér í huganum og skála fyrir þér í kvöld.. love u

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir frábæra veislu... þú og þínir eru algjör snilld.