Ég og María brugðum undir okkur betri fætinum á laugardag og skelltum okkur upp í Munaðarnes í tilefni þess að ég skilaði ritgerðinni af mér á föstudag til yfirlestrar. Elín og Danni voru í bústað þar og buðu okkur að koma. Nonni var of upptekinn í vinnunni til að komast með okkur.
Við komum uppeftir seint á laugardag og það var bókstaflega tekið á móti okkur eins og prinsessum. Danni töfraði fram dýrindismáltíð, franska önd með vanillueplum, steiktu grænmeti, salati og bakaðri kartöflu í aðalrétt og heit súkkulaði kaka með ís og jarðaberjum í desert. Bara gott, og ótrúlega flott enda meistarakokkur á ferð. Flosi, gamall skólafélagi Nonna og vinur Danna var líka upp í bústað og eftir að María sofnaði sat fullorðna fólkið að ostaáti og sötraði léttvín með. Potturinn var reyndar eitthvað stríða okkur og neitaði að hitna en við sátum bara inni í staðinn :)
Við María skunduðum svo af stað eftir um miðjan dag í dag eftir að hafa fengið sörveraða ommelettu í hádegismat. Hún var líka mjög ánægð með helgina, enda er Elín eitt af idolunum hennar. Elín las fyrir hana og lá hjá henni á meðan hún sofnaði og svo átti Elín bara að gera allt...
Elsku Elín og Danni, kærar þakkir fyrir okkur.
1 ummæli:
Reception problem or signal outage? The Internet knows...
Between my digitally fed TiVo and my MythTV system , my TV reception is all zeroes and ones.
Hey, you have a great blog here! I'm definitely going to bookmark you!
I have a "make money fast" site. It pretty much covers "make money fast" related stuff.
Come and check it out if you get time :-)
Skrifa ummæli