mánudagur, maí 01, 2006
Sælan búin- heimapróf tekið við
Ég átti alveg frábært afmæli- ég bara man ekki eftir því hvenær það var svona gaman á afmælinu mínu síðast!
---
Nonni kom um morguninn og hann og María vöktu mig með afmælisgjöfum og morgunmat. María gaf mér gullhring með áletruninni Mamma 25 ára - bara æði. Svo gaf Nonni mér gjafakort í svaka dekur í Baðhúsinu og pening til að kaupa föt fyrir 2. í afmæli.
---
Svo hitti ég Hildi á Hressó til að læra, þar fékk ég afmæliskók með eyrum og franskar þar sem búið var að skrifa Happy Birthday. James stóð alveg fyrir sínu og skemmti okkur í tilefni afmælisins, verst hann er að hætta kappinn- ætlar í sveitina og vinna á háklassahóteli.
---
Svo var það fyrirlestur hjá GG um orðræðugreiningu á uppeldishandbókum, fyrirlesturinn gekk svona langt framar vonum og GG var bara ánægð með hann- ég er ekki að grínast, ég held hún hafi verið ánægð.
---
Svo fór ég í búðina ti að versla í matinn, sjálfan afmælismatinn. Ég keypti bleikt veislukjöt eftir pöntun prinsessunnar minnar. Anna Maja kom og borðaði með okkur og svo passaði hún skvísuna fyrir mig um kvöldið. Maturinn var æði, við að sjálfsögðu átum á okkur gat eins og venja er. Það er alveg æði að bjóða Önnu Maju í mat, henni finnst alveg jafn gaman og mér að borða góðan mat.
---
Eftir matinn fór ég á fund á leikskólanum- sá var ekki skemmtilegur nema að því leyti að ég er enn ákveðnari í að taka Maríu af leikskólanum í haust. FS tekur við rekstrinum 1. september og þá gjörbreytist allt en ég nenni ekki að ræða það hér :) Eftir fundinn fór ég og hitti Elínu og Hildi á Hressó- bara í smá kaffi hélt ég. En þegar ég kom var Ingunn komin líka og ég fékk kveðjur frá Kollu og Maríu sem komust ekki. Skvísunar voru búnar að láta taka frá borð fyrir okkur og panta súkkulaðiköku með kertum og páskaunga, svo var búið að skrifa á kökuna: Ásdís 25 ára. Elín gaf mér káflaskinn sem hún ætlar að sauma handa mér tösku úr- mig er búið að dreyma lengi um svona skinntösku :) Skemmtileg kvöld sem kom skemmtilega á óvart- takk stelpur mínar!
---
Föstudagurinn var svo annar í afmæli. Ég byrjaði daginn á Vorhátíð leikskólans þar sem skotta mín var með söngatriði með hópnum sínum. Þau sungu indjánalagið- ferlega sætt. Svo fór ég þaðan í Baðhúsið í smá dekur- ég hafði ekki tíma fyrir allt dekrið sem ég átti inni svo að ég fór bara í litun, plokkun, augnmaska og lúxusandlitsbað- geðveikt!
---
Svo lá leið mín í Kringluna til að kaupa föt fyrir kvöldið. Það gekk nú ekki eins og ég hafði vonast til- helvítis kíló skemma alltaf allt :) En ég sjoppaði samt buxur, jakka og bol. Svo brunaði ég heim til að fínpússa mig fyrir kvöldið.
---
Svo komu Maja og Beggi að sækja mig því við vorum að fara út að borða með mömmu og Sigga. Við fórum á Lækjarbrekku- forrétturinn og afmælidesertinn voru æði, kjötið aðeins síðra en kvöldið alveg frábært. Við sátum og spjölluð langt fram eftir um allt og ekkert. Rifjuðum upp gamla dag og Beggi tók okkur Maju í nefnið á spjalli við nossara- sænskan hans kom honum vel. Nossararnir sögðust vera olíubarónar í leit að olíu á Íslandi því nú væri sko tíminn til að græða :)
---
Ég var komin heim um eittleytið eftir frábæran dag. Takk allir fyrir að gera dagana svona skemmtilega og eftirminnilega- knús og kossar. En núna á ég að vera í heimaprófi- held áfram við það eftir smá stund :)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli