miðvikudagur, júlí 19, 2006

...

Jamms ég er enn í Chile og lífið er ljúft nema hvað ég sakna Maríu einstaklega mikið núna. Ég var að lesa á netinu hjá Bryndísi Evu, veik lítil skvísa á Landspítalanum. Fær mann til að hugsa mikið heim, langar að knúsa skvísuna mína núna. Ég er búin að kaupa ógeðslega mikið handa henni, stundum held ég að ég sé að kaupa mér samvisku :) Hún verður alla vega skvísa í skólanum í vetur með prinessuskólatösku í öllu bleiku- flest öll fötin sem ég er búin að kaupa eru bleik enda vill hún helst bara ganga í bleiku eins og Fíasól. Ég var þvílíkt heppin áðan, fór í mollið með Sunnefu og kíkti í Oshkosh búðina- 2 fyrir 1 af öllu þar. Gallaði skvísuna ansi vel upp fyrir skít og kanil. --- Annars byrjaði ég daginn í dag á því að rölta út í búð, skötuhjúin voru enn sofandi þegar ég vaknaði og veðrið geðveikt. Okkur vantaði ýmislegt úr búðinni svo ég skellti hárinu í teygju, henti mér í íþróttagalla sem ég sjoppaði í gær á 1000 kall og rölti galvösk af stað. Ég var ógeðslega úldin og smá þunn.... við kíktum í partý og grillveislu í gærkvöldi og el vikinga lenti í tequila keppni... alla vega aftur að búðinni, ég komst á leiðarenda og skellti hinu og þessu í körfu og kom svo að kassanum. Kassadaman sagði eitthvað á spænsku við mig og ég svaraði bara NO án þess að vita hvað hún væri að segja, ég hef bara tekið eftir því að Sunnefa segir alltaf nei :) svo fór ég að spá í því hvort hún væri að spyrja mig um pokana eða eitthvað en Sunnefa er nokkuð viss um að hún hefði verið að spyrja mig um afsláttarkort í búðinni... neibb, ekkert svoleiðis. Þegar ég kom til baka var veðrið enn geðveikt og Sunnefa og Pulga að vakna, ég skellti mér því upp á þak í sólbað. Jamms það er hávetur og sólin skín. Ég sat þar í dágóðan tíma en kom svo niður á fínum tíma í hádegismat hjá Pulga, gúmmelaði á pönnu ofan á brauð- ógeðslega gott. Eftir matinn fórum við öll upp, sólin steikti mann gjörsamlega. Við fengum okkur svo kvöldmat á Sushi stað sem Sunnefa heldur mikið upp á, fínn matur. --- Síðustu dagar hafa einkennst af miklum mat, áfengi og búðum. Við fórum á djammið á laugardaginn, enduðum á risadiskóteki þar sem við dönsuðum og spjölluðum. Vá hvað ég kann ekki að dansa hérna, ímyndið ykkur 1000 Homero á dansgólfinu :) Ótrúlega spes afgreiðslan á barnum, fyrst þarf maður að fara til gjaldkera og panta það sem maður vill fá og fer svo með miða á barinn. Engum treyst fyrir peningum hérna, þetta er líka oft svona í búðum. Maður borgar og fær svo vöruna afhenta með því að sýna kvittunina fyrir því að hafa greitt. Á sunnudaginn fórum við í grill til frænda hans Pulga sem býr mjög ofarlega í borginni, maður keyrir upp í móti nánast alla leið til hans. Mjög flott allt saman og maturinn æði. Fyrst fengum við pylsur, svo kjúkling og svo nautakjöt. Kjötið hérna er ekkert smá gott, þeir salta bara kjötið... sennilega erum við að skemma bragðið af kjötinu heima með öllum þessu kryddum. Í gær var svo önnur grillveisla hjá vinum hans Pulga hérna rétt hjá sem já endaði í tequila keppni... --- Í gærdag fórum við Sunnefa í Patronato sem er eiginlega Arabahverfi en það búa engir Arabar þar, arabískir veitingastaðir og fullt af búðum og mörkuðum á götunum. Við tókum metróið þangað, ég þurfti að fela skartgripina mína þarna því það er víst mjög mikið um að fólk sé rænt þarna. Í þessu hverfi er fólkið ekki eins ríkt og hérna sem Sunnefa býr, metroið er meira að segja lélegra þar- gamlar lestar og sjúskaðar. En gaman að versla þarna, fullt af svona heildsölubúðum þar sem búðirnar hérna versla og selja svo hér. Keypti alveg slatta og var orðin svolítið stressuð þegar við vorum á leiðinni heim í myrkrinu... var nánast orðin alveg viss um að við yrðum rændar. --- Núna erum við öll þvílíkt löt, ég ligg í rúminu hennar Sunnefu með hitadýnuna í gangi og blogga. Sunnefa liggur í sófanum og les bókina um Thelmu, ég held að hún sé komin langt með hana og Pulga horfir á imbann. Þvílík leti í okkur. Við Sunnefa erum að fara á morgun með vinkonu hennar í Kínamoll sem er víst algjör draumur, mjög líkt Patronato en samt ódýrara. Ég er búin að pakka niður því sem ég hef keypt fyrir aðra en sjálfa mig í tvær töskur, mest megnis fyrir Maríu. Þá á ég bara eina tösku eftir til að koma öllu hinu niður, en það fyndna er þótt ég sé búin að kaupa og kaupa þá er ég ekki búin að eyða miklum pening. Til dæmis þá kostaði það sem ég keypti í Oshkosh búðinni 7 þús kall- 3 buxur, 5 peysur, eitt vesti og 2 pils, samt voru þau föt frekar dýr þannig séð..... --- Ég lendi á klakanum á sunndagskvöldið, hlakka óendanlega til að knúsa skvísuna mína og kúra hjá henni. Lesa fyrir hana og spila samstæðuspilin hennar og bara halda í litlu hendina hennar á meðan hún sofnar. Hún er svo mikið yndi þessi elska. Samt ekki misskilja mig, það er alveg æði hérna og mig langar pottþétt að koma aftur en þá með Maríu með mér. Jafnvel koma og læra spænsku, tekur ekki langan tíma hérna þar sem ansi fáir tala ensku- eiginlega enginn svo maður verður að reyna að babbla á spænsku. Ég er búin að læra smá og skil orðið svolítíð, alla vega getum við Pulga spjallað smá saman þó hann kunni ekki ensku :) --- Jæja, hætta þessu blaðri kona! Ég ætla að halda áfram í letinni og liggja á netinu.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your site is on top of my favourites - Great work I like it.
»

Nafnlaus sagði...

huuu ég bara táraðist yfir þessu. Það er alvega ótrúlegt hvað maður getur saknað hversdagslegu hlutanna eins og samstæðuspilanna! Jesús- eins og þú varst komin með ógeð á þeim!

En allavega, gaman að heyra í þér. Þú varst aldeilsi í stuði þegar þú hringjdir þarna um "nóttina" Skemmtu þér óendalega vel. Getum við svo kannski hist sem fyrst, því ég er svo á leiðinni út úr bænum. Mán, þrið eða mið, veit ekki alveg ahvaða dag ég fer- en reynum að hittast. Og TG er alveg óður í að hitta Maríu- hann segist sakna hennar.

Have fun.... HH

Nafnlaus sagði...

"Eins og 1000 Homero" hehehehe SNILLD!! ;o)
Greinilega ofsalega gaman hjá ykkur hafið það sem allra allra best!

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ elsku systa
Ég sé þetta alveg fyrir mér 1000?Mér fannst frábært að sjá bara einn....Ég vildi að við værum þarna hjá þér, er þetta kannski spurning um að breyta jólaferðum næstu ára eða hvað?Þetta hljómar allavega allt mjög skemmtilegt og ég væri sko alveg til í að vera með þér. Litla prinsessan þín kemur í mat til mín á morgun með pabba sínum og svo ætlar hún að gista hjá mæju frænku sinni. Við munum hafa það mjög kósý saman.
Hlakka til að sjá þig og take care

Love you Maja

Nafnlaus sagði...

Já ég er mjög fúl að hafa ekki náð símanum þarna um nóttina ;) hélt bara að þetta væri einhver frekjuferðaskrifstofa að hringja í mig sem nennti ekki að bíða eftir opnunartíma skrifstofunnar!
Gott að ég gat bætt spjallið upp næsta kvöld :)
Hlakka til að sjá þig í næstu viku - geturu ekki tekið sunny bara með þér heim?!?!!?

Nafnlaus sagði...

Hildur- nákvæmlega, hversdagslegu hlutirnir eru þeir sem skipta máli þegar uppi er staðið er það ekki? Stuðið var sko á sínum stað og greyið Sunnefa þurfti að bera okkur Pulga uppi á leiðinni heim... Reynum að gera eitthvað skemmtó þegar við verðum báðar á höfuðborgarsvæðinu

anonymous- endilega gerðu það :) þoli ekki svona spam komment

Birta- Homero kann að dansa :) videoið úr útskriftinni minni er snilld

Maja-hehe maður nær kannski betri athygli á einn... jólaferðin, það má alveg athuga það. Alla vega held ég að það sé ekkert dýrara að koma hingað fyrir okkur öll og mun ódýrara allt hérna. Hlakka rosalega til að koma heim og knúsa ykkur öll :) lov u

Nafnlaus sagði...

Guðrún- ég sá ekki kommentið frá þér, annars hefði ég svarað þér... ekki viljandi gert :) Sömuleiðis takk fyrir spjallið. Mér finnst ekkert smá skrítið að ég sé að leggja af stað heim á morgun, 2 vikur búnar! Ef ég væri ekki með fullar ferðatöskur myndi ég bókað reyna að troða Sunnefu í eina :)

Nafnlaus sagði...

Really amazing! Useful information. All the best.
»

Nafnlaus sagði...

Velkomin heim!!
Þessi nafnlausi er aldeilis hrifnn af þér ;)

Nafnlaus sagði...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
maternity clothes,
wedding dresses,
jewelry store,
wow gold,
world of warcraft power leveling
World Of Warcraft gold,
ffxi gil,
wow account,
world of warcraft power leveling,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow power leveling
world of warcraft gold,
wow gold,
evening gowns,
wedding gowns,
prom gowns,
bridal gowns,
oil purifier,
wedding dresses,
World Of Warcraft gold
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow power level,
wow power level,
wow power level,
wow power level,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow po,
wow or,
wow po,
world of warcraft gold,
cheap world of warcraft gold,
warcraft gold,
world of warcraft gold,
cheap world of warcraft gold,
warcraft gold,buy cheap World Of Warcraft gold
Maple Story mesos,
MapleStory mesos,
ms mesos,
mesos,
SilkRoad Gold,
SRO Gold,
SilkRoad Online Gold,
eq2 plat,
eq2 gold,
eq2 Platinum,
EverQuest 2 Platinum,
EverQuest 2 gold,
EverQuest 2 plat,
lotro gold,
lotr gold,
Lord of the Rings online Gold,
wow powerleveling,
wow powerleveling,
wow powerleveling,
wow powerleveling,world of warcraft power leveling
ffxi gil,ffxi gil,ffxi gil,ffxi gil,final fantasy xi gil,final fantasy xi gil,final fantasy xi gil,final fantasy xi gil,world of warcraft gold,cheap world of warcraft gold,warcraft gold,world of warcraft gold,cheap world of warcraft gold,warcraft gold,guildwars gold,guildwars gold,guild wars gold,guild wars gold,lotro gold,lotro gold,lotr gold,lotr gold,maplestory mesos,maplestory mesos,maplestory mesos,maplestory mesos, maple story mesos,maple story mesos,maple story mesos,maple story mesos,
m3q6d7bp

Nafnlaus sagði...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold t3x6f7ow