laugardagur, júlí 15, 2006

Chile Chile Chile

Chile er æði! Það var rétt hjá Sunnefu í síðasta pósti að Iberia fór í verkfall- ég flaug með Iberia frá Madrid og hingað. Ég fattaði það nú ekkert strax að það væri verkfall í gangi en í London var búið að canela mörg flug með Iberia, ég hélt að það væri bara af því farþegarnir væru fáir eða eitthvað. Mitt flug var enn á sínum stað svo ég hafði ekki áhyggjur af því. Í Madrid var svo klukkutímaseinkun þar sem verkfallsaðgerðir voru í gangi- þá fattaði litli græni Íslendingurinn að það væri verkfall hjá Iberia. Bílum var lagt fyrir vélina svo hún komst ekki út á braut. En loksins fórum við í loftið, ég vopnuð bókum, nammi og níkótíntyggjói. Til að gera langa sögu stuttu las ég ekki staf í þessu flugi, borðaði ekkert nammi og snerti ekki nikótíntyggjóið. Flugið var draumur- ég svaf alla leiðina á milli þess sem borin var fram matur, 14 tímar liðu eins og 2. --- Sunnefa tók á móti mér á flugvellinum á lánsbíl sem er orðinn eitthvað tæpur á geyminum, alla vega var hann rafmagnslaus þegar við komum út en við dóum ekki ráðalausar, við ýttum kagganum í gang. Fyrst fór alarmið reyndar í gang því fjarstýringin virkaði ekki en Sunnefa náði að slökkva á því- við vorum glæsilegar þarna. Þegar við keyrðum inn í borgina keyrðum við meðfarm fátækrahverfum, jesus segi ég nú bara. Ég finn ótrúlega til með fólkinu þarna. En Andes fjöllin fengu meiri athygli hjá mér í þetta sinn, þau gnæfa hérna yfir með snjó í toppunum- ekkert smá fallegt. --- Við erum búnar að versla heil ósköp, fyrir skid og ingenting án gríns. Föt kosta hérna svona 10-20% af því sem þau kosta heima. Ég er búin að versla á mig, Maríu, Önnu Maju og Ottó alveg slatta. Við eigum eftir að fara á tvo staði til að versla, eitthvað Kínamoll og í Arabahverfið. Þar er víst mikið ódýrara en hérna nálægt, ég spyr er það hægt? Í fyrradag fórum við í miðbæinn að skoða ráðhúsið og byggingarnar þar, rosalega flott allt saman, Ég tók upp á videó þegar hermennirnir eru að skipta um varðstöður við ráðhúsið, smá skerí en samt flott. Í gær fórum við með Pulga að keyra ömmu hans til Vina del Mar sem er við ströndina. Amma hans Pulga býr í húsi upp í hlíð en megnið af bænum er byggt í klettum, útsýnið frá ömmu hans var ótrúlegt. Við keyrðum svo aðeins um bæinn áður en við fórum heim, þetta er einn vinsælasti ferðamannastaðurinn hérna og fyndið að sjá hvað það er mikil Spánarstemmning. Frá Vina del Mar keyrðu við til Valparaísó sem eins gjörsamlega andstaðan við Vina del Mar. Greinilega mikil fátækt og allt eitthvað subbó en samt spennandi að skoða. Valparaísó er meira eins og ég hafði ímyndað mér að Chile væri, langt frá því. --- Sunnefa býr í frábæru húsi á frábærum stað, maður horfir á metroið og Andesfjöllinn út um stofugluggann hjá henni og hún er með andyri og dyraverði og allt saman. Frekar flott- bara svona eins og á hóteli. Dagurinn í dag er óplanaður en það verður án efa eitthvað skemmtilegt, við erum búnar að eiga frábæran tíma hérna saman. Spjalla um allt og ekkert, sötra rauðvín og kók og njóta lífssins.. --- Ég get samt ekki neitað því að ég sakna Maríu mjög mikið, ég er búin að tala aðeins við hana í símann og í gærkvöldi var eiginlega fyrsta skiptið sem hún vildi tala við mig :) Hún er aðeins að láta mömmu sína finna fyrir þessu, mig hlakkar rosalega til að koma heim og sýna henni allt sem ég er búin að kaupa fyrir hana og bara knúsa hana. Annars bara njótið lífsins!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra að þið vinkonurnar skemmtið ykkur vel - ég vildi að ég væri hjá ykkur!!!!!

Nafnlaus sagði...

En frábært hjá ykkur. Elsku Ásdís, skemmtu þér alvega rækilega þarna úti. Það verður svo alvega ótrúelga gaman hjá ykkur Maríu þegar þú kemur heim.

Hlakka líka til að fá þig á gamla góða Ísland...p.s sólin fór að skína í dag!

Nafnlaus sagði...

Æðislegt að heyra hvað það er gaman hjá þér :) Skottið þitt fór frá mér í dag, búin að vera rosalega dugleg og gaman að hafa hana þessa daga. Hún bað Guð fyrir skilaboð til þín (að mamma fari með mér í sund þegar hún kemur heim, elska hana og sakna hennar, amen).

Hafðu það gott sæta mín, heyrumst þegar þú kemur heim.

Nafnlaus sagði...

Halló halló

þetta hljómar allt eins og draumur í dós:) þetta gerir maður einhverntíman:)

Magga

Nafnlaus sagði...

- Guðrún, það hefði sko verið gaman hjá okkur þremur. Við fórum að djamma á laugardaginn á geðveiku diskóteki. Imyndaðu þer 1000 Homero að dansa :)

- Hildur, ég hlakka líka til að koma heim. Hvernig væri ef við gerðum eitthvað skemmtó með krökkunum ef það verður gott veður, eins og að fara í Slakka eða eitthvað? Sástu smsið frá mér um daginn?

- Valla, það er gott að vita. Ég veit að þú hefur hugsað vel um skvísuna mína. Skilaboðin um sundið eru mótttekin :) Heyrumst þegar ég kem heim

- Magga, þetta er æði! Ég held að það sé þannig séð mun hagstæðara að koma hingað til dæmis í verslunarferð þó svo að flugið sé dýrara heldur en til USA... Hugsaðu málið, svo er þetta alveg kjörinn staður til að læra spænsku því enginn talar ensku hérna.

Nafnlaus sagði...

Super color scheme, I like it! Good job. Go on.
»

Nafnlaus sagði...

Nice! Where you get this guestbook? I want the same script.. Awesome content. thankyou.
»

Nafnlaus sagði...

World Of Warcraft gold for cheap
wow power leveling,
wow gold,
wow gold,
wow power leveling,
wow power leveling,
world of warcraft power leveling,
world of warcraft power leveling
wow power leveling,
cheap wow gold,
cheap wow gold,
buy wow gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
wow gold,
Cheap WoW Gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
world of warcraft gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold,
wow gold
buy cheap World Of Warcraft gold b3u6k7rz