sunnudagur, júlí 30, 2006
Home sweet home
Komin heim í kotið mitt, það er ekki laust við að maður sakni þjónustunnar í anddyrinu hennar Sunnefu þegar maður röltir inn á Vetrargarð með allar hendur fullar og reynir að opna bévítans hurðina. En ég held það sé samt betra að búa á Íslandi, alla vega sem einstæð móðir í námi heldur en í Chile :)
---
Ég kom heim aðfararnótt mánudags eftir "smá" hrakfarir á leiðinni, en ég komst. Hrakfarirnar hófust reyndar strax á flugvellinum í Santiago. Þar var ég rukkuð um 580 dollara í yfirvigt- handfarangurinn minn var meira að segja of þungur? Ég fékk smá panikkast þar sem ég hafði gert mér grein fyrir því að þurfa að borga yfirvigt en ekki svona helv mikið. Ég fór að hringja heim.. og hringdi og hringdi. Síminn minn var aldrei þessu vant ömurlegur á flugvellinum og ég náði aldrei sambandi út úr landinu fyrr en Maja systir bjargvætturinn sjálfur svaraði loksins og litla systa á flugvellinum í Suður- Ameríku missti það... Málið reddaðist með því að ég borgaði 20 þús í yfirvigt þar. Ég hljóp í gengum flugvöllinn og kom móð í gateið mitt, stoppaði reyndar á leiðinni til að reykja og hringja í Maju og láta hana vita að þetta hefði reddast.
---
Flugið til Madrid var æði, vélin var æði- það var alltaf val um tvennt í öllum máltíðum, ekkert plastdrasl heldur stálhnífapör og glerglös og að sjálfsögðu allt frítt um borð nema sterkt áfengi. Svo spillti ekki fyrir að ég hafði minn eigin skjá þar sem ég gat valið á milli fjölda bíómynda, sjónvarpsþátta og sjónvarpsstöðva. Ég sat því í makindum mínum í sætinu og mundaði fjarstýringuna langleiðina- svaf sama og ekkert :( á miðri leið fattaði ég svo að fjarstýringin var líka sími, bara svona rétt ef maður þyrfti að ná í einhvern. Símtalið kostaði reyndar 6$ mínútan... pínku dýrt símtal.
---
Ég komst svo loks til London í bræluna, vá hvað ég fékk ógeð af hita þar. Borgaði smá yfirvigt þar, sami farangur vigtaðist reyndar talsvert léttari heldur en í Santiago en hvað með það?? 2 tíma seinkun var á fluginu heim, enginn vildi taka við pesoum og hvergi var hægt að skipta þeim, ég komst varla í skóna mína fyrir bjúg og ég var þreytt og sveitt- lítið sæt sem sagt. En María og Nonni komu og tóku á móti mér úti á velli þegar ég loksins lenti, litla snúllan mín sagði ekki orð. Knúsaði mig bara. Ég var svo ánægð að sjá hana, ég fékk alveg tár í augun. Síðasta vika hefur svo verið algjör mömmudekurvika, við erum mest búnar að vera 2 saman að dundast og sofa einstaklega mikið. Hún hefur svo mikla þörf fyrir athygli mína þessa dagana, enda ekkert skrítið, ég var náttla frekar lengi í burtu þannig séð.
En Chile, æðislegur tími. Mér finnst ekkert smá skrítið að hugsa til þess að ég hafi farið til Suður- Ameríku og heimsótt Sunnefu. Á öllum ferðalögunum hennar hef ég oft látið mig dreyma um að fara til hennar en aldrei látið verða af því fyrr en ég fékk þessa flugu í hausinn út í garði hjá henni á Hávallagötunni, flugan sat föst þar til ég var búin að panta. Mig langar að fara aftur út en þá með Maríu með mér til að læra spænsku, þó svo að ég hafi bara verið í 11 daga hjá henni þá var ég farin að skilja fullt þó svo ég hafi nú ekki talað neitt þannig séð :) það talar eiginlega enginn ensku svo maður bara verður að reyna að skilja eitthvað. En María þarf að vera eldri finnst mér, kannski 10 ára eða eitthvað? Bara fluga í hausnum núna...
Þjóðfélagið er mjög ólíkt því sem við eigum að venjast hér, eftir því sem ég hugsa meira um það þá er stéttskiptingin þarna mjög áberandi. Þarna skiptir öllu máli að eiga pening, peningar eru nánast allt því án þeirra ertu ekki og getur ekki orðið neitt. Góð menntun er mjög dýr og ég held að flestir ef ekki allir fari í einkaskóla. Hverfin þarna eru mjög misjöfn, Sunnefa og Pulga búa bæði í mjög fínum hverfum, ríkum og öruggum hverfum. Allir eru samt með þvílíkar girðingar hjá sér, ég tók eftir því líka við sum húsin í Peterson, fátækrahverfi sem við fórum í.
---
Mér fannst líka mjög merkilegt að margir horfa meira í það sem Pinochet gerði fyrir efnahaginn í landinum á valdatíma sínum heldur en morðin og pyntingarnar sem hann stóð fyrir. Fyrir hans tíð voru lífsgæðin í landinu önnur, reyndar kommúnismi held ég en þeir ríku efnuðust margir í hans valdatíð og hafa stefnu hans í efnahagsmálum margt að þakka. Ég er ekki mikil efnishyggjumanneskja og frjálshyggja í stjórnmálum er eitthvað sem ég skil ekki, ég held að við megum í raun þakka fyrir það að frjálshyggjan hefur ekki rutt sér meira til rúms hér á landi en hún hefur gert. Viljum við sjá fólk búa við ömurlegar aðstæður eins og ég sá þarna úti, ég held ekki.
---
Mörgum þarna úti fannst mjög sérstakt að ég væri ein með Maríu og í námi, að auki fannst þeim mjög sérstakt að vita til allrar þeirra opinberu aðstoðar sem ég fæ sem við Íslendingar viljum oft kvarta og kveina yfir, ég fæ náttla námslán, barnabætur og húsaleigubætur frá opinbera kerfinu- án þessa gæti ég aldrei verið í skóla. Samt gaman að vita að maður er einhvers staðar sérstakur :) hér á landi þykir ekki mikið mál að vera einn með barn og í námi.
---
Samskipti á milli fólks eru líka allt öðruvísi en hér, að sofa hjá er ekki leyft á flestum heimilum. Par sem vill sofa saman en er ekki gift þarf að redda sér stað til þess, margir kjósa að fara á sérstök mótel jafnvel. Þú ferð ekkert heim með kærastann og leyfir honum að kúra hjá þér!
---
Ég lenti í ýmsum ævintýrum þarna, rafmagn virtist til dæmis ekki þola nærveru mína :) ég var rænd án þess þó að ég tæki eftir því, ég fór í tequila keppni upp á gamla mátann (16 again), móðgaði fólk (mann) þegar ég helt að ég væri að vera kurteis og hitti fullt af skemmtilegu og yndislegu fólki. Fjölskyldan hans Pulga virtist vera sérstaklega indæl, þau buðu mig velkomin til sín og voru bara rosalega næs. Vinkona Sunnefu, Natsha skutlaðist með okkur fram og til baka í verslunarferðir og bara allir hinir- voða næs. Einum vini Pulga fannst meira að segja góð lykt að mér :) Þefaði ekki af honum svo ég veit ekki hvernig lykt var af honum... ekki alveg mín týpa :)
---
Ef einhver hefur nennt að lesa þetta allt saman þá er ég búin að skella inn nokkrum MYNDUM, ef sá hinn sami hann að snúa myndum sem hafa verið settar inn á fotki má hann endilega láta mig vita....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Það er sko best að snúa þeim áður en maður setur þær inní albúmið... kann ekki að gera neitt við þær eftir að þær eru komnar þangað inn! :)
En gaman að heyra hvað var gaman hjá þér :) :) Áttir þetta sko sannarlega skilið að komast í gott frí!!
dem.. ekki alveg að nenna því. Ég treysti bara á að þetta væri eins og barnaland.is... þar getur maður breytt myndunum eftir að maður er búinn að setja þær inn
Takk fyrir síðast. Gaman að þú gast komið :-)
Það er ekkert "post" of langt, bara gaman að lesa sögurnar að utan.
Heyrumst fljótlega,
Guðný
Já það er frekar fúlt að það sé ekki hægt, hef reyndar aldrei kannað það! Getur vel verið að það sé hægt... ef ég kemst að því læt ég þig vita :)
@Guðný- takk fyrir mig, það var gaman að kíkja, ég er enn að láta mig dreyma um baðið þitt- ekkert smá flott.
@Helga- endilega láttu mig vita ef þú kemst að þessu... not nennig að snúa öllum myndunum
Skrifa ummæli