miðvikudagur, nóvember 01, 2006
Skemmtun eða keppni?
Ég horfði á Kastljósið áðan eins og ég geri oft með öðru auganu. Nema hvað, umræðan nú var um fimleikaþjálfun. Nemar úr HR voru að fylgjast með fimleikaþjálfun 8 ára stelpna í Björkinni, þeim blöskraði svo þjálfunaraðferðirnar sem þar áttu sér stað að þeir ákváðu að fara með málið í fjölmiðla.
--
Ég get alveg viðurkennt það að ég er ekki hlutlaus þegar kemur að fimleikaþjálfun, það sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina hefur fengið mann til að efast um gildi þeirrar íþróttar fyrir börn. María hefur oft beðið um að fá að fara í fimleika, ég hef alltaf sagt nei eða dregið úr því og sagt henni að við skoðum það seinna. Ég þori ekki að taka sénsinn á því. Í Kastljósinu áðan fékk ég enn frekari staðfestingu á því að þetta sé ekki íþrótt sem hún muni æfa.
--
Yfirþjálfar fimleikafélagsins kom í viðtal, hún hefði betur sleppt því ef hún hefði viljað að málið kæmi vel út fyrir félagið. Hún gat illa svarað fyrir sig, sagði stelpurnar sækja í athygli með því að gráta yfir teygjum og að nauðsynlegt væri að slá á stelpurnar til að þær þekktu rétta vöðvahópa og stæðu rétt. Er þá ekki nauðsynlegt að slá á hendurnar á börnum í leikskóla? Flestir uppeldisfræðingar eru sammála um að slíkt er ekki rétt aðferð til að ná árangri. Nautahægðir segi ég nú bara.
--
Af hverju geta börn ekki verið í íþróttum af því það er hollt líkamlega, andlega og félagslega? Síðan hvenær áttu börn ekki að skemmta sér í íþróttum? Síðan hvenær er sársauki birtingarmynd athygli?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég var nú í fimleikum í nokkur ár þegar ég bjó í Hveró! Þar var þetta nú ekki svona strangt... alltaf gaman hjá okkur! En í þessu félögum eins og Gerplu og flr þá finnst mér þetta nú alltof langt gengið! Börnin eru bara 8 ára...
verð reið þegar ég tala um þetta!!!
Það hefur samt verið þannig að mörg ár með fimleikana að það er rosalegur agi. Það þarf að leggja sig 200% fram með allt. Þú mátt ekki fara yfir ákveðna þyngd... og margt fleira.
Að sjálfsögðu er það ekki þannig hjá öllum félögum en.. of mörgum samt!
Ég held að gamli "ungmennafélagsandinn" hafi lifað lengur úti á landsbyggðinni heldur en í borginni, til dæmis var allt annað andrúmsloft í íþróttum á Dósinni í den.
Ég skil ekki foreldra sem vilja þetta fyrir börnin sín, þyngdartakmörk? Komm on, ég reyndar veit af einni sem hætti í fimleikum fyrir 15 árum en þá var hún 9 ára og komin á sérfæði.
Jebbs.... og svo er það nú oft þannig að það eru foreldrarnir sem "pína" börnin sín í ýmsar íþróttir og þau eiga að vera BEST OG FLOTTUST!
Greinilegt að foreldrar þessara stelpna eru sátt við þetta því það voru allavega annsi margir sem skrifuðu undir og samþykktu þessar aðferðir að mér skilst...
Hvað er að þessu fólki segi ég bara!
Ofboðsalega á fullorðið fólk bágt þegar það samþykkir að láta teygja og beyjga börnin sín svo að þau fara að gráta. Ef foreldrum finnst þetta svona frábær íþrótt fyrir börnin sín ættu þau bara að prófa að æfa sama prógram og þau gera, þó það væri nú ekki nemavika......ég er sannfærð um það að þeim þætti ekki jafnsniðugt þá að láta lemja börnin sín til að þau viti hvaða vöðva er um að ræða og teygja þau svo að þau fari að gráta. Lilja okkar var nú bara komin til sjúkraþjálfara 11 ára með skemmt bak vegna fimmleika 11 ÁRA!!!!! Vá hvað ég er reið!!!! í guðanna bænum ekki leyfa litla vitringnum að æfa svona skemmandi íþrótt.
kv Elín
Skrifa ummæli