sunnudagur, febrúar 25, 2007

Stjörnuspáin í dag...

Naut
Þú ert á góðri leið með að finna aftur allt sem þú týndir. Það tekur nokkra daga. Ekki gefast upp. Það verður í fullkomnu lagi með þig. Einn andardráttur í einu. Bogmaður stendur með þér.
Fyndið hvernig maður getur alltaf látið spánna passa vel við lífið :)

miðvikudagur, febrúar 21, 2007

Photos..

Ég er búin að dúlla mér við það síðustu daga að setja inn myndir af hinu og þessu... ég er loksins búin að því - Humarveisla hjá Guðrúnu og Gunna - Menningarferð Hildar, Maríu og Ásdísar - Fab4 út að borða og á Sálinni í Hlégarði - svo aðalinn.. afmælið hennar Völlu á Akureyri og svo setti ég aftur inn útskriftarmyndirnar Enjoy..

Grunnskólakennari????

  • Ef þú ert grunnskólakennari á unglingastigi þá þarf ég að tala pínu við þig...
  • Ef þú þekkir einhvern sem er grunnskólakennari á unglingastigi þá þarf ég að tala pínu við þig líka
  • Ef þú þekkir einhvern sem þekkir einhvern sem er grunnskólakennari á unglingastigí þá þarf ég að tala pínu við þig
Very very important! Sendið mér mail á aya@hi.is

sunnudagur, febrúar 18, 2007

Good old days...

Ég var að spjalla við Sigga Valla um daginn og við vorum að spá í hitting allra gömlu félagana í Mosó.. og jafnvel hafa landa til að ná upp gamla andanum :) Við Sunnefa kíktum aðeins út í gær og hittum nokkra Mosfellinga, ég hló þar til mig verkjaði í andlitið- sumir hafa ekkert breyst. Svo rakst ég á gömlu árbókina úr Gaggó í gær- í þvinnkunni í dag fór ég að skoða þetta og vá hvað sumt er fyndið... Elín Elsku Ásdís! Takk fyrir liðin ár! Þá sérstaklega sl. vetur þar sem þú varst meistarakokkur í matreiðslu. Vertu hress og passaðu þig á öllum gæsunum í menntó. Sjáumst Elín. Ekki hefði mér dottið í hug á þessum tímapunkti að við Elín ættum eftir að verða eins góðar vinkonur og við erum í dag, þykir endalaust vænt um Línu mína :) En matreiðslutímarnir voru ekkert smá skemmtilegir... Guðrún Elsku Ásdís. Takk fyrir að "muna" að láta mig skrifa. Loksins BÚNAR. Vonandi tekur nú við svipað sumar og í fyrra. Það verður vonandi gaman hjá þér, nördinu í MS á næsta ári og vonandi mun vinskapur okkar haldast lengi. Love you, þín Guðrún Svipað sumar.. ómæ komandi sumar, the one and only summer of ´97... það var langt frá því að vera svipað fyrra sumri. En nördið í MS hætti þar við, sótti um í FS og hætti við á skólasetningunni og gekk inn í Borgó um miðjan september. Og jújú, við erum enn vinkonur Kolla Elsku Ásdís mín. Loksins erum við búnar með gaggó. Til hamingju með einkunnirnar úr samræmdu. Maður á nú eftir að sakna þess að keyra allar kjaftasögurnar á mánudögum, þín Kolla. Ps. Passaðu hvar þú sest niður Kolla mín, við Guðrún vorum góðar með slúðrið í smíði og saumum á mánudögum! En ég fatta ekki þetta með að setjast niður, hvað var það? Man það einhver? Sunnefa Elsku ástin mín. Takk fyrir að vera til því án þín væri ég ábyggilega bara "HH". Þín að eilífu!!! Love you, Sunnefa XXXX Viðburðaríkur vetur hjá okkur Sunny.. en hvað var "HH"? Helgi Laxdal Vonandi skemmtirðu þér þessi ár í skólanum og vonandi verðurðu gömul kona. Kveðja Helgi. Ég vona að ég verði gömul kona... Þorri Elsku Ásdís mín. Ég mun ALDREI gleyma þér því ég þarf endilega að búa rétt hjá þér. Ég man ekki eftir því að hafa séð Þorra neitt að ráði frá því þennan dag :) Við bjuggum jú rétt hjá hvort öðru en allt kom fyrir ekki... Árni Dö Ég hef elskað þig úr fjarska í mörg ár, vonandi sérðu möguleika á ástarsambandi á næstunni. hahahhaha Helgi Þór Takk fyrir allt það liðna. Vertu Hx-tx% en ekki Ba-tx% Algebru húmor bíst ég við... Anna Hlíf Elsku Ásdís. Takk fyrir þessa erfiðu 3 vetur og þessar helgar sem við skemmtum okkur sman. Sjáumst kannski hressar í MS Við vorum lengi að kynnast :) en urðum svo prýðis djammfélagar, eitt partý heima hjá Erlu Víðis er mér ofarlega í huga... Atli Elsku Ásdís ofurbeib. Takk fyrir frábæran vetur og til hamingju með prófin og gangi þér ýkt vel í framtíðnni. Þinn elskulegi vinur Atli Það ekkert verið að spara stóru orðin, en ég man ekki til þess að við höfum verið eitthvað sérstaklega góðir vinir-bara svona bekkjarfélagar :) Erla Víðis Elsku Ásdís. Takk fyrir öll árin, þetta er búin að vera frábær vetur í öllum tímunum, það er eins gott að við djömmum mikið saman framundan og verðum svolítið ... (ekki prenthæft)... Bara eins gott að fá ekki of miklar harðsperrur. Þín heittelskaða Erla Bókin góða í ensku... djömmuðum smá á þessum tíma, ekki prenthæft! Fanney Elsku Dísa mín. Takk fyrir frábæran vetur og bara allt árið. "Viltu lána mér jakkann þinn?"... Ég held ekki. Sjáumst á djamminu. Þín vinkona Fanney Hvað er þetta með jakkann?? Fanney? Við áttum sko eftir að hittast á djamminu... Þórsmörk ´97- brekka var okkar eini vinur :) Gunnar Helgi Takk fyrir veturinn, sorry að ég keypti ekki úlpu. Kær kveðja Gunnar H. Mér var alltaf kalt í skólanum. Gunnar Helgi vildi alltaf hafa opinn gluggann en ég vildi hafa hann lokaðann... Júkki Takk fyrir samveruna. Love forever, see you later! Sömuleiðis bara.. hvað ætli sé að frétta af honum? Valdís Eva Elsku Ásdís mín! Þakka þér fyrir þennan vetur, allar sjoppuferðirnar. Ég vona að ég hafi reynst þér góður hlustandi en hvað með það. Vonandi hittumst við bara á djamminu og hafðu það gott. Þín vinkona Valdís Eva. Valdís lenti oft í því að þurfa að hlusta á öll vandamálin mín síðasta veturinn í gaggó... DJ og allt heila klabbið :) Ég man ekki til þess að við höfum hisst oft á djamminu eftir þetta Og svo voru það blessaðir kennarnir... Árni Freyr Sigurlaugsson 8.9.-ÁF. - Persónulegur kallinn! Miss Wonderbra, have a nice life. Jónína.- Wonderbra hvað Kæra Ásdís. Þakka þér fyrir samveruna undanfarin þrjú ár. Það er mikið í þig spunnið! Nýttu það með þér og ræktaðu það jákvæða. Þinn enskukennari Hlín- Líst vel á Hlín, hún hefur séð gegnum gelgjustælana :)

miðvikudagur, febrúar 14, 2007

Humm...

Ég held að ég sé búin að vera pínu manísk undanfarið.. Ég er hætt að reykja og mér finnst ég eiga svo mikið af verðlaunum skilið- þó það séu liðnir örfáir dagar síðan í drap í :) Í gær fór ég í neglur og svo sótti ég Maríu í skólann. Á leiðinni á sundnámskeiðið varð ég fyrir því óláni að nudda kagganum utan í annan kagga... ekkert alvarlegt og meira að segja pínu fyndið í ljósi aðstæðna síðustu daga og vikna- ég hef keyrt tjónlaus frá 1999!
---
Við vorum of seinar í sundið svo við skelltum okkur bara í Kringluna að kaupa afmælisgjöf fyrir Lovísu Marý. Í röðinni í Hagkaup sá ég buxur sem gjörsamlega æptu á mig, ég hugsaði með mér að ég væri nú þegar búin að spara hellings pening með því að hætta að reykja og ákvað að kippa þeim með og vísa þeim til næstu mánaðarmóta. En þetta er ekki búið- ég lét mér ekki nægja neglur og buxur...
---
Ég hitti Hildi í smá "kaffi" í Kringlunni, á leiðinni upp á Stjörnutorg sá ég stígvél sem gjörsamlega misstu það þegar ég gekk framhjá. Ég ákvað að kíkja betur á þau og vitið menn- þau smellpössuðu. Ég sá mig alveg í þeim við fullt af fötum sem ég á og svo vantar mig lág svört stígvel. Ég ákvað að vísa þeim líka til næstu mánaðarmóta- en ég lét mér ekki nægja eitt par heldur var mun hagstæðara að kaupa tvö pör.
---
En þrátt fyrir að fá mér nelgur, kaupa buxur og tvenn stígvél þá er ekki feit vísafærsla þar á bak við... þetta er búið að kosta mig 10 þús kall- sem mér finnst ekki mikið fyrir allt þetta, ég elska útsölur..

föstudagur, febrúar 09, 2007

Lífsreynslusaga konunnar í sveitinni

Svo segir konan frá: Dag einn hitti ég yndislegan herramann og við urðum ástfangin. Þegar það varð ljóst að við myndum giftast ákvað ég að fórna því sem ég hafði mikið dálæti á. Ég hætti að borða bakaðar baunir. --- Einhverjum mánuðum seinna, á afmælisdaginn minn, og ég var að fara heim frá vinnu, bilaði bíllinn minn. Þar sem ég bjó út í sveit hringdi ég í manninn minn og sagði honum að ég kæmi seint þar sem ég þyrfti að ganga heim. --- Á leið minni heim gekk ég fram hjá litlu veitingahúsi og lyktin af bökuðum baunum var meiri en ég gat staðist. Þar sem ég átti eftir að ganga nokkra kílómetra áður en ég næði heim reiknaði ég það út að ég myndi ganga af mér þá kvilla sem fylgdu því að borða bakaðar baunir áður en ég kæmi heim. Svo ég stoppaði á veitingahúsinu og áður en ég vissi af hafði ég klárað þrjá stóra skammta af bökuðum baunum. --- Alla leiðina heim fullvissaði ég mig um að ég hefði losað mig við allt gas sem fylgir slíkri græðgi. Þegar heim var komið tók eiginmaður minn spenntur á móti mér og sagði: "Ástin mín! Ég ætla að koma þér á óvart við kvöldverðarborðið." Hann batt síðan slæðu fyrir augun á mér og leiddi mig að stól við borðið. Ég fékk mér sæti og rétt í því sem hann ætlar að leysa frá augunum á mér, hringdi síminn. --- Hann lét mig lofa því að ég myndi ekki kíkja fyrr en hann hefði afgreitt símtalið og svo fór hann til þess að svara í símann. Bökuðu baunirnar sem ég hafði innbyrt voru ennþá að hafa áhrif á mig og þrýstingurinn var að verða óbærilegur. Svo að á meðan eiginmaðurinn var í öðru herbergi notaði ég tækifærið, lét allan þunga minn hvíla á annarri rasskinninni og hleypti einu skoti út. Það var ekki eingöngu hátt heldur lyktaði það eins og gúanóverksmiðja. --- Ég tók servíettuna úr kjöltu mér og notaði hana sem viftu. Svo lyfti ég mér upp á hina kinnina og skaut þremur í viðbót. Lyktin var verri en af soðnu káli. Þessu hélt ég áfram í fimm mínútur í viðbót á meðan ég hlustaði gaumgæfilega á samræðurnar sem fram fóru í hinu herberginu. --- Ánægjan var ólýsanleg eða þar til kveðjuorðin í hinu herberginu bundu enda á þetta frelsi mitt. Ég loftaði í flýti í kringum mig með servíettunni, lagði hana síðan í kjöltu mér og kom höndunum fyrir ofan á henni og hugsaði um hversu vel mér liði og hversu ánægð ég var með mig. Andlit mitt hlýtur að hafa sýnt mynd sakleysis þegar eiginmaður minn kom aftur og baðst afsökunnar á því að hafa verið svona lengi í símanum. Hann spurði mig hvort ég hefði nokkuð svindlað og kíkt en ég fullvissaði hann um að það hefði ég ekki gert. --- Þegar hér var komið sögu tók hann slæðuna frá augum mér og tólf kvöldverðargestir sem sátu í kringum borðið hrópuðu: "Til hamingju með afmælið!" Það leið yfir mig!!!!!!!!!!!!!!!!!! Sem betur fer er lífið ekki svona á Eggertsgötunni- nema kannski í ímynduðum heimi :)

fimmtudagur, febrúar 08, 2007

Breiðavík...

Þvílíki viðbjóðurinn. Ég á fá orð um þetta nema viðbjóður og mannvonska. Fréttatímar síðustu daga hafa lítið annað gert en að fjalla um hörmungarnar sem þessir drengir þurftu að þola svo árum skipti. Þegar Lalli Johns brotnaði niður þá gerði ég það líka, ég vorkenndi honum svo mikið. Hann er nagli, hann þarf að vera nagli til að geta lifað á götunni og á Hrauninu en það að hann skildi brotna niður 40 árum eftir þetta segir manni ansi margt.
---
En í dag finnst mér það ekki skipta máli hvað var gert og hvernig. Við erum búin að fá að vita það að líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi var daglegt brauð þarna um margra ára skeið. Ég vil fá að heyra frá opinberum starfsmönnum þessa tíma. Ég vil að Bjarni Þórhallsson komi fram í fjölmiðlum og skýri sitt, í það minnsta, þar sem brot hans eru líklega fyrnd. Ég vil að skýrslur sálfræðingsins sem skoðaði heimilið árlega í 13-14 ár komi fram í dagsljósið. Ég vil að þeir starfsmenn sem þarna unnu á þessum tíma komi fram og segi sína sögu. Auk þess vil ég að eftirlifandi starfsmenn ríkis, barnaverndar og sveitarfélaga sem áttu sinn þátt í því að senda drengi þangað komi fram og viðurkenni ábyrgð sína. En sjaldnast fæ ég það sem ég vil...
---
Á barnaland.is eru fjörugar umræður um þetta, margar hverjar hafa gengið svo langt að leita að minningargreinum um fyrrv. forstöðumanninn. En þar eru líka margar sem vilja halda því fram að svona heimili gæti aldrei blómstrað í dag. En hvað með Byrgið? Þangað fóru einstaklingar á öllum aldri, ekki eins ungir á á Breiðavík en margir ungir. Sagan segir að tíu börn hafi verið getin á staðnum síðastliðin ár, þegar starfsmenn nýttu sér völd sín og valdleysi niðurbrotinna kvenna, skjóstæðinga sinna. Fyrir nokkrum árum síðan lokuðu félagsmálayfirvöld heimili fyrir unglinga, ástæðan mun hafa verið samskiptavandi milli ráðuneytis og heimilisins. Í þeirri umræðu kom ekki fram að sonur hjónanna á heimilinu hafði verið ákærður og sýknaður af kynferðislegu ofbeldi gagnvart stelpum sem voru í vist á heimilinu.
---
Þegar ég var að vinna BA ritgerðina mína rakst ég á fullt af heimildum um heimili sem rekin voru af barnaverndarnefndum um land allt, auk þess benti Jón Torfi mér á hin ýmsu heimili sem hann þekkti til. Mörgum þeirra var lokað nánast fyrirvaralaust og ekkert gefið upp afhverju. Það kæmi mér ekki á óvart ef fleiri mál af sama toga færu að spretta upp núna. Nú er lag að koma þessu í gott stand- eins gott stand og hægt er.

mánudagur, febrúar 05, 2007

Fjarlægðin..

...gerir fjöllin blá og langt til Akureyrar :) Annars er ég búin að vera svaka dugleg í dag. Byrjaði á því að labba í vinnuna, tilneydd því bíllinn var frosinn læstur en það var bara nokkuð hressandi. Í vinnunni svaraði ég í símann eins og venjulega, það var svo lítið að gera að við nánast slóumst um að svara. Ég fann svo líka út hvar ég átti að staðsetja rannsókina mína- etnógrafísk case stúdía. Svo hitti ég hana Helgu mína í kaffi, eftir margra mánaða planerí hittumst við loksins. Svo skottaðist ég heim, náði í pappakassa og fór að róta til í geymslunni og skápunum í stofunni. Núna er bara að halda áfram að setja í kassa... þegar ég er búin með útdráttinn úr BA ritgerðinni sem Borghildur þarf að fá hjá mér.

Svarið er...

.. etnógrafísk case stúdía :) Hitti leiðbeinandann minn í dag og við komumst á þeirri niðurstöðu þar sem ég er í raun að skoða menningu í menningu- innan ákveðins kerfis?? Hljómar hallærislega en er víst það sem ég er að gera...
---
Hef annars lítið að segja, bara 5 dagar eftir af lífi reykingamanns og fullt af dögum eftir sem no-smoker :) Zypanið fer pínu í skapið á mér að ég held.. alla vega er ég búin að við viðbjóðslega skapvond síðustu daga og hvæsi á alla við minnsta tilefni.

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Úffff

Hausinn á mér er að brenna yfir! Ég var í tíma í eigindlegum á síðasta þriðjudag þar sem verið var að fjalla um aðferðafræðina á bak við hverja rannsókn fyrir sig og það rannsóknarsnið sem maður ætlar að fylgja í sinni rannsókn. Ég hélt að ég hefði skilið þetta ágætlega eftir tímann- ég var samt pínu rugluð en ekkert meira en venjulega. Svo fór ég að vinna í gær vinnuáætlun fyrir námskeiðið og ætlaði þar að koma að þeirri aðferðafræði og því sniði sem ég er að vinna undir- þá fór allt í klessu. Ég steinhætti að skilja nokkurn skapaðan hlut. Í dag var svo umræðutími í eigindlegum. Ég skildi fyrst fullt, svo ekki neitt og svo fullt og svo ekki neitt. Í fyrradag var ég að velta fyrir mér hvernig ég gæti sett mína rannsókn fram sem grounded theory. En sú gagnaöflun sem ég er búin að vinna passar ekki þar inn í. Ég hef nýtt mér markvisst úrtak en grounded theory krefst fræðilegs úrtaks. Samt sem áður er hluti af grounded theory að finna út orsakatengsl ákveðinna hluta og ég ætla að gera megindlega rannsókn næsta haust en orsakatengsl á megindlegan mælikvarða eru víst mjög ólík orsakatengslum eigindlegra rannsókna. Ég held að ég geti ekki notað grounded theory.. en mig langaði svo að setja fram líkan um mínar niðurstöður svo að ... Í gær var ég komin á þá skoðun að mín rannsókn væri fyrirbærafræðileg eðlis, þar sem ég er að skoða ákveðna reynslu eða ákveðið fyrirbæri. Ég var rosalega ánægð með mig í gærkvöldi þegar ég taldi mig hafa fattað þetta loksins. Ég var búin að hugsa aðferðafræðikaflann í MA ritgerðinni út í eitt. Hún átti sem sagt að vera þekkingarfræðin sem social constructivism, kenningin sem symbolic interaction og aðferðafræðin sem fyrirbærafræði. En svo þegar ég mætt í tímann í dag komst ég að því að þetta virkar ekki þar sem ég hef safnað vettvangsnótum með viðtölum og þátttökuathugunum og ætla mér að beita fleiri aðferðum. Fyrirbærafræðin býður bara upp á viðtöl og er að skoða ákveðna reynslu með því að finna merkingu í gögnunum. Ég er ekkert endilega bara að skoða reynslu heldur líka viðhorf.. Þannig að ég dag hallast ég helst að því að ég sé með case stúdíu. Ég er að skoða út frá margs konar gögnum, það passar inn í case stúdíuna. Þannig að höfuðverkur dagsins er að finna hvernig social constuctivism og symbolic interaction vinna með case stúdíunni. Hausinn er að springa, ósköp einfaldlega! Ég held að ég hafi aldrei á mínum tæplega 5 ára ferli í HÍ þurft að hugsa eins mikið. Það líka skiptir svo miklu máli að þetta sé rétt- annars er hægt að rústa MA ritgerðinni ef ég hef ekki nógu góðan aðferðafræðilegan kafla. Ég fæ alveg hroll að hugsa um það að kynna ritgerðina mína og segja: þetta er case stúdía á menningu og viðhorfum til sérskóla... og svo kemur einhver eins og kannski JTJ og segir: afhverju segirðu það? er þetta ekki meira í ætt við etnógrafíska rannsókn... ég myndi bara standa eins og kúkur og ekki getað sagt orð. Ég veit að þetta var hundleiðinlegt blogg- ég bara varð að koma þessu frá mér. HJÁLP