Ég var að spjalla við Sigga Valla um daginn og við vorum að spá í hitting allra gömlu félagana í Mosó.. og jafnvel hafa landa til að ná upp gamla andanum :) Við Sunnefa kíktum aðeins út í gær og hittum nokkra Mosfellinga, ég hló þar til mig verkjaði í andlitið- sumir hafa ekkert breyst. Svo rakst ég á gömlu árbókina úr Gaggó í gær- í þvinnkunni í dag fór ég að skoða þetta og vá hvað sumt er fyndið...
Elín
Elsku Ásdís! Takk fyrir liðin ár! Þá sérstaklega sl. vetur þar sem þú varst meistarakokkur í matreiðslu. Vertu hress og passaðu þig á öllum gæsunum í menntó. Sjáumst Elín.
Ekki hefði mér dottið í hug á þessum tímapunkti að við Elín ættum eftir að verða eins góðar vinkonur og við erum í dag, þykir endalaust vænt um Línu mína :) En matreiðslutímarnir voru ekkert smá skemmtilegir...
Guðrún
Elsku Ásdís. Takk fyrir að "muna" að láta mig skrifa. Loksins BÚNAR. Vonandi tekur nú við svipað sumar og í fyrra. Það verður vonandi gaman hjá þér, nördinu í MS á næsta ári og vonandi mun vinskapur okkar haldast lengi. Love you, þín Guðrún
Svipað sumar.. ómæ komandi sumar, the one and only summer of ´97... það var langt frá því að vera svipað fyrra sumri. En nördið í MS hætti þar við, sótti um í FS og hætti við á skólasetningunni og gekk inn í Borgó um miðjan september. Og jújú, við erum enn vinkonur
Kolla
Elsku Ásdís mín. Loksins erum við búnar með gaggó. Til hamingju með einkunnirnar úr samræmdu. Maður á nú eftir að sakna þess að keyra allar kjaftasögurnar á mánudögum, þín Kolla. Ps. Passaðu hvar þú sest niður
Kolla mín, við Guðrún vorum góðar með slúðrið í smíði og saumum á mánudögum! En ég fatta ekki þetta með að setjast niður, hvað var það? Man það einhver?
Sunnefa
Elsku ástin mín. Takk fyrir að vera til því án þín væri ég ábyggilega bara "HH". Þín að eilífu!!! Love you, Sunnefa XXXX
Viðburðaríkur vetur hjá okkur Sunny.. en hvað var "HH"?
Helgi Laxdal
Vonandi skemmtirðu þér þessi ár í skólanum og vonandi verðurðu gömul kona. Kveðja Helgi.
Ég vona að ég verði gömul kona...
Þorri
Elsku Ásdís mín. Ég mun ALDREI gleyma þér því ég þarf endilega að búa rétt hjá þér.
Ég man ekki eftir því að hafa séð Þorra neitt að ráði frá því þennan dag :) Við bjuggum jú rétt hjá hvort öðru en allt kom fyrir ekki...
Árni Dö
Ég hef elskað þig úr fjarska í mörg ár, vonandi sérðu möguleika á ástarsambandi á næstunni.
hahahhaha
Helgi Þór
Takk fyrir allt það liðna. Vertu Hx-tx% en ekki Ba-tx%
Algebru húmor bíst ég við...
Anna Hlíf
Elsku Ásdís. Takk fyrir þessa erfiðu 3 vetur og þessar helgar sem við skemmtum okkur sman. Sjáumst kannski hressar í MS
Við vorum lengi að kynnast :) en urðum svo prýðis djammfélagar, eitt partý heima hjá Erlu Víðis er mér ofarlega í huga...
Atli
Elsku Ásdís ofurbeib. Takk fyrir frábæran vetur og til hamingju með prófin og gangi þér ýkt vel í framtíðnni. Þinn elskulegi vinur Atli
Það ekkert verið að spara stóru orðin, en ég man ekki til þess að við höfum verið eitthvað sérstaklega góðir vinir-bara svona bekkjarfélagar :)
Erla Víðis
Elsku Ásdís. Takk fyrir öll árin, þetta er búin að vera frábær vetur í öllum tímunum, það er eins gott að við djömmum mikið saman framundan og verðum svolítið ... (ekki prenthæft)... Bara eins gott að fá ekki of miklar harðsperrur. Þín heittelskaða Erla
Bókin góða í ensku... djömmuðum smá á þessum tíma, ekki prenthæft!
Fanney
Elsku Dísa mín. Takk fyrir frábæran vetur og bara allt árið. "Viltu lána mér jakkann þinn?"... Ég held ekki. Sjáumst á djamminu. Þín vinkona Fanney
Hvað er þetta með jakkann?? Fanney? Við áttum sko eftir að hittast á djamminu... Þórsmörk ´97- brekka var okkar eini vinur :)
Gunnar Helgi
Takk fyrir veturinn, sorry að ég keypti ekki úlpu. Kær kveðja Gunnar H.
Mér var alltaf kalt í skólanum. Gunnar Helgi vildi alltaf hafa opinn gluggann en ég vildi hafa hann lokaðann...
Júkki
Takk fyrir samveruna. Love forever, see you later!
Sömuleiðis bara.. hvað ætli sé að frétta af honum?
Valdís Eva
Elsku Ásdís mín! Þakka þér fyrir þennan vetur, allar sjoppuferðirnar. Ég vona að ég hafi reynst þér góður hlustandi en hvað með það. Vonandi hittumst við bara á djamminu og hafðu það gott. Þín vinkona Valdís Eva.
Valdís lenti oft í því að þurfa að hlusta á öll vandamálin mín síðasta veturinn í gaggó... DJ og allt heila klabbið :) Ég man ekki til þess að við höfum hisst oft á djamminu eftir þetta
Og svo voru það blessaðir kennarnir...
Árni Freyr Sigurlaugsson 8.9.-ÁF. - Persónulegur kallinn!
Miss Wonderbra, have a nice life. Jónína.- Wonderbra hvað
Kæra Ásdís. Þakka þér fyrir samveruna undanfarin þrjú ár. Það er mikið í þig spunnið! Nýttu það með þér og ræktaðu það jákvæða. Þinn enskukennari Hlín- Líst vel á Hlín, hún hefur séð gegnum gelgjustælana :)