mánudagur, febrúar 05, 2007
Fjarlægðin..
...gerir fjöllin blá og langt til Akureyrar :)
Annars er ég búin að vera svaka dugleg í dag. Byrjaði á því að labba í vinnuna, tilneydd því bíllinn var frosinn læstur en það var bara nokkuð hressandi. Í vinnunni svaraði ég í símann eins og venjulega, það var svo lítið að gera að við nánast slóumst um að svara. Ég fann svo líka út hvar ég átti að staðsetja rannsókina mína- etnógrafísk case stúdía. Svo hitti ég hana Helgu mína í kaffi, eftir margra mánaða planerí hittumst við loksins. Svo skottaðist ég heim, náði í pappakassa og fór að róta til í geymslunni og skápunum í stofunni. Núna er bara að halda áfram að setja í kassa... þegar ég er búin með útdráttinn úr BA ritgerðinni sem Borghildur þarf að fá hjá mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli