Ég fór í hádeginu með skotturnar mínar tvær, Maríu Rún og Önnu Maríu á Skautasvellið í Laugardalnum. Anna Maja "stóra" kom með til að vera mér til aðstoðar með skessurnar á svellinu. Merkilegt nokk að skoða samsetningu hópsins á svellinu, í miklum meirihluta voru karlmenn með börn, svo komu hokkístrákar, listdansarar og minnsti hópurinn var konur með börn. Spurning um hvort svellið sé rétti pick-up staðurinn í dag?
En annars, gleðilega páska...
1 ummæli:
Ég panta að koma með næst ;)
Gleðilega páska sömuleiðis!!
Skrifa ummæli