miðvikudagur, apríl 04, 2007

Páskamaturinn

Mikið hlakka ég til að borða um páskana. Er þetta heilbrigt? Ég er í mesta basli með að ákveða hvað ég á að borða og hvenær, ég hef minnstar áhyggjur með hverjum. Ég held ég sé að missa vitið. Vinnudagurinn í dag fór í að ræða um mismunandi páskahefðir, uppskriftir og útlendar uppskriftasíður. Ég var orðin svöng þegar ég gekk út úr vinnunni. Ég væri alveg til í að skella reyktu svíni í pott og narta í það yfir lærdómnum, en það er einhver rödd í hausnum á mér sem segir að svoleiðis eigi maður ekki að gera. Er ég orðin klikkuð?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehe elska hvað þú elskar reykt svínakjöt :)