fimmtudagur, apríl 19, 2007
Sumri fagnað...
að hætti námsmanna...
---
Þökk séð lélegu netsambandi í mekka félagsvísinda missti ég allt sem ég var búin að skrifa. Ég skrifaði heillangan pistil um frábæru dóttir mína, yndislegu foreldra mína, æðislegu systir mína og mág og um leiðindin að læra á sumardaginn fyrsta.
---
En ég verð samt að skrifa smá aftur. Dóttir mín er snillingur, ég má ekki víst ekki monta mig af henni segir hún en ég býst við því að hún lesi ekki bloggið mitt ennþá í það minnsta :) Hún las sjálf fyrir svefninn í gær, heilan kafla í Fíusól. Foreldrar mínir eru bara yndi, ég er sú heppnasta í bransanum held ég. Systir mín og mágur eru æði. Það er löngu orðin morgunljóst að án þessa fólks stæði ég ekki þar sem ég er í dag. Þið eruð langbest.
---
Rauða þruman fékk yfirhalningu í morgun, pússun á plasti og gleri, ryksugun og kaldan þvott á lakki. Að öllu óbreyttu fer Þruman í hóp notaðara bíla til sölu og við mæðgur fáum annan bíl til umráða, geðveikt flottan bíl. Ég er eins og lítill krakki, ég er svo spennt :)
---
Ef ég væri ekki að læra í dag, þá var skemmtilegast í heimi að vera ég!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég virðist vera sá eini sem fæ ekki þakkir :) haha
hvaða rugl er það!
Sorry, ég gleymdi því Helgi minn :) Þúsund þakkir fyrir heimsóknirnar í vinnuna og spjöllinn og allt og ekkert!
bíddu, en ég??
Sorry Sunnefa mín... þú veist að ég þakka alltaf fyrir að þekkja þig :) lov u..
Skrifa ummæli