"Femínistafélag Íslands stendur fyrir mótmælum gegn hlutgervingu kvenlíkamans í Vesturbæjarlauginni kl. 17.00 í dag. Klámfengnar myndir af stöðluðum konum tröllríða fjölmiðlum og almannarými, þó fátt sé fegurra en kvenlíkaminn í öllum sínum fjölbreytileika.
Að skylda konur til að hylja brjóst sín í sundi lýsir lostafullum kenndum þeirra sem reglurnar setja. Nú er kominn tími til að konur skilgreini eigin líkama upp á nýtt og ákveði sjálfar hvort brjóst þeirra skuli hulin eður ei.
Konur - mætum berar að ofan í sund kl. 17.00 í dag"
Ég veit ekki stelpur - en ég er of sperhrædd til að mæta, silicon myndi kannski redda því :) Sennilegast er það frúin sem var rekin úr sundlauginni í Hveró sem startaði þessu
1 ummæli:
HAHAHA flott aprílgabb!!
Spurning um að skella sér í laugin rétt fyrir klukkan fimm til að sjá hvort einhverjar femínistakonur taki ekki þátt ;)
Skrifa ummæli