Nú er sumarið senn á enda, skólinn að byrja hjá drottningunni á föstudaginn og ritgerðarfríið mitt búið eftir 2 vikur. Því er ekki seinna vænna en að rifja upp sumarið....
- Sumarið byrjaði um hvítasunnuhelgina á Akureyri. Frábært djamm á laugardeginum og fermingarveisla á sunnudeginum.
- Aftur á Akureyri, brilliant brúðkaup hjá Völlu og Adda. Lopapeysa, hvítvín og berar iljar.
- Fór í vikuferð til Krítar með Guðrúnu, Sunnefu og Victoríu. Sól, sjór og bjúgur.
- Fyrsta helgin í júlí var tekin í sumarbústað á Blönduósi með mömmu, Óla frænda, Maríu, Önnu Maríu og Ottó Má.
- Síðasta helgin í júlí var fyrsta útileguhelgi sumarsins (snemma í því). Fórum á Skagaströnd og tjölduðum í blíðskaparveðri.
- Versló var svo tekin með Helgunni minni í Varmalandi. Ljósavél, rok og frábær félagsskapur.
- Sumarbústaður í Brekkuskógi aðra vikuna í ágúst. Skrifaði nokkuð þéttan texta, pirraðist úr í Word, bakaði og bjó til sultu.
Nú eru bara tvær vikur eftir af ritgerðarfríinu mínu og ég verð að vera komin með uppkast af ritgerðinni ef mér á að takast að púsla saman öllu sem ég er búin að lofa mér í. Þann 1.september byrja ég í nýju starfi í vinnunni, fer að kenna eitt námskeið og hluta af tveimur öðrum (ef allt gengur eftir). Aðra hvora helgi mun ég svo þjóna góðu fólki nokkra tíma á dag. Planið er svo að skila ritgerðinni tilbúinni í innanhúslestur 15.desember og útskrifast í febrúar 2009.
2 ummæli:
Nóg að gera hjá minni eins o alltaf! Ég hlakka óendanlega til að koma suður og samfagna með þér í febrúar! Mojito partý síðustu helgina í ágúst, hlakka til að sjá þig ;)
ohh hvað ég væri til í partý með þér síðustu helgina.. ég veit ekki betur en ég sé að vinna :(
Skrifa ummæli